Alþýðublaðið - 17.01.1967, Page 6

Alþýðublaðið - 17.01.1967, Page 6
Oft er það svo, að frímerkja- safnari, spm á heillegt safn merkja frá einhverju landi. getur lesið þróunarsögu menningar og mannvirkjsgerðar þess, með því að renna ugunum yfir síðurnar í albúmi s’nu. Engin undantekn- ig í þessu efni er eyjaklasinn í Persaflóa, . sem heitir Bahrain. Þessar (yjar eru við austur- strönd Ar óíu Stærð þeirra er um það bil 600 ferkilómetrar og íbúarnir, scm eru aðallega arabar og negrar, eru u. þ. b. 140 þús- und. Við sjáum því, að þetta frímerkjalcnd er miklum ' mun strjálbýlla en ísland. Höfuðborgin er Manama með um 40 búsund íbúa og er hún á aðaleyjunni Ba hrain. Á æssum eyjum skiptir víða mjög í tvö horn um gróð- urinn. — Pum staðar eru gróður- lausar eyð.merkur, en á öðrum stöðum, þ r sem vatn er fyrir hendi, eru mjög frjósamir óasar með ávaxtatrjám og döðlupálm- um. Norðarlega í þesum eyjaklasa er mjög stórt kóralrif. Um alda- raðir hafði þetta rif verið aðal- uppspretta eyjanna. í kring um það voru oft bátar svo hundruð- um skipti, með 8-60 mannn áhöfn Þessi skip voru þó ekki á fisk- veiðum. Þetta voru perlu-kafarar og kóralrifið stóra var svo gjöf- ult að perlur voru um langan aldur og allt fram að árinu 1930, aðal útflutningsvara eyjabúa. Þá var það, að Japanir tóku að rækta perlur og yfirfylltu markaðinn. Það kom því eins og kallað væri að olía fannst á Ba- hrain-eyju. Og þá var ekki að sökum að snyrja. Ameríkumenn tóku strax að sér, að nýta hinar nýfundnu lindir og árið 1935 er útflutningur hráolíu frá Bahrain orðinn nokkuð yfir milljón smá- lestir. Olíu-útflutningurinn þurfti góða höfn og hún kom eins og hendi væri veifað. Við sjáum þessa höfn einmitt á þessu frí- «nerki, sem kom út fyrir tæpu ári. Hún er staðsett stutt norðan við höfuðljorgina og að henni liggja olíuleiðslur neðansjávar frá Caudi-Arabíu. — Sem sagt: Olían tók við af perlunum sem verðmætasta útflutningsvaran og fjármagn streymdi til eyjar- skeggja. Á 16 öld réðu Portúgalar yfir eyjunum, en seinna náðu Persar yfirráðum þar, þótt þau yfirráð væru ekki opinberlega viðurkennd fyrr en á öldinni sem leið. 1895 gerðu Tyrkir tilraun til að sölsa eyjarnar undir sig, en mistókst. Bahrain-eyjar eru nú eitt af verndarríkjum Breta. Geta má þess að fornleifar, sem fund. izt hafa á eyjunum sýna það, að þar hefur verið menninear-þjóð félag fyrir fimm þúsund árum síðan. Hvað er að frétta að frímerkj- um Bahrain-búa? — 1884 tók þar nósthús til starfa og mun það hafa verið indverskt, en ekki komu út frímerki þar fyrr en 1933 og voru það þá indversk yfir- prentuð merki. — Bretar tóku að sér póststjórn eyjanna árið 1948 og voru þá tekin í notkun yfirprent u ðensk frímerki. En með áuknum tekjum af olíu sölunni, færðist einnig aukið fjör í allar athafnir innan evjanna. Sérstök Bahrain-frímerki með mvnd af Arabíu-fursta komu út 1953 til notkunar innanlands og árið 1960 fengust frímerki eyj- anna viðurkennd sem alþjóðleg merki. — Núna á síðastliðnu ári tóku eyjarnar póstmálin alger- lega í sínar eigin hendur — Dregið í Happ- drætti Háskólans Mánudaginn 16. janúar var dreg ið í 1. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 1,400 vinn- ingar að fjárhæð ,£,300.000 krón- ur. Hæsti vinningur, tveir hálfrar milljón krónú vinningar, komu á heilmiða númer 25985. Voru heil miðarnir báðir seldir í umboði Þóreyjar Bjarnadóttir í Kjör- garði. Það var sinn hvor maður inn sem áttu þessa tvo hálfrar ; milljón krónu vinninga, Annar eigandinn átti tíu heilmiða í röð Framhald á 15. síðu. Leikstjórinní Morlon Brando, og Sophia Loren. Brettir upp kragann og bregður sér í bíó SKIPAUTGCRB RIKISINS HerjéSfyr fer til Vestmannaeyja, Horna- fjarðar og Djúpavogs á miðviku dag. Vörumóttaka til Horna- fjarðar og Djúpavogs í dag. Ws Blikur fer austur um land í hringferð ! 24. þ. m. Vörumóttaka á þriðjuj dag og miðvikudag til Horna- fjarðar, Djúpavogs, Breiðdals- víkur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðs- fjarðar, Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Mjóafjarð ar, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafiarðar, • Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers, Húsavíkur, Akureyri Ólafsfjarðar, Siglufjarðar, Sauð árkróks. Blönduós, Hvamms- tanga, Djúpavíkur og Norður- fjarðar. Farseðlar seldir á þriðjudag. Chaplin-myndinni Greifafrúin frá Hong Kong var ekki vel tekið í London. Chaplin leikur sjálfur í myndinni þjón á farþegaskipinu sem fer á milli Hong Kong og Hawaii, en myndin gerist um toorð í skipinu á þeirri leið. Chaplin leikur þjón, sem verður óskaplega sjóveikur og á hinni myndinni sést Chaplin með þeim Marlon Brando og Sofiu Loren, sem leika aðalhlutverkin. Áður en kvikmyndin var frum- sýnd í París á fimmtudag sagði Chaplin á fundi með frönskum blaðamönnum. — Ég held því fram, að Greifa- frúin frá Hong Kong sé stórkost- leg kvikmynd, hún er bezta mynd- in mín. Blaðamenn geta toaft sína skoð- un, en ég toef mína. Mín vegna geta þeir skrifað eins og þeim þóknast. Kvikmyndahúsgestir munu 'áreiðanlega hafa^gaman af myndinni. Alveg eins og ég hef sjálfur haft gaman af að gera toana. Ég hef haft þessa tougmynd í mörg ár, en nú loks fannst mér ég hafa réttu leikarana í hlutverk- in. Ég er líka viss um, að bæði, Soffía og Marlon hafa haft ánægju af að vinna með mér, á sama hátt og ég hef haft ánægju af að vinna með þeim. Þegar Chaplin var spurður um, á hverri af myndum sínum hann hefði mest dálæti, og hvort hann horfði enn á gömlu myndirnar sínar, svaraði hann: — Nú finnst mér Greifafrúin í Hong Kong vera bezta myndin mín. Ég horfi enn á 'gömlu myndirnar minar. Þegar ég var í London í haust við mynda- tökuna, stakk ég af öðru hvoru og fór í bíó, þar sem þeir voru að sýna gömlu myndirnar mínar. Þá bretti ég upp kragann, svo að eng- I inn þekkti mig. Og ég naut þess I að upplifa þau áhrif, sem mynd- i irnar enn virtust hafa á áhorfend- | ur. I Chaplin var spurður, hvort hon- | um fyndist hann hafa sætt of j harðri gagnrýni. Um það sagði hann: — Ég hef þegar sagt, að gagn- rýnendurnir mega segja sitt 'álit, alveg eins og ég segi mitt álit. En mér hefur aldrei komið vel saman við blaðamenn í London. London er borgin, þar sem ég fæddist, en hún hefur ekki fært mér gæfu. Ég hef gert þessa mynd sem létt- an gamanleik, það er það sem hún er, svo hvers vegna að taka hana svona hátíðlega. Það geri ég ekki sjálfur, en ég krefst þess, að regla sé á hlutunum og það er. Þar að auki finnst mér söguþráðurinn skemmtilegur og ég hef enn þá margar skemmtilegar hugmyndir fyrir kvikmyndatöku, Og það er alls ekki ómögulegt, að eitthvað verði gert úr þeim. Chaplin var að lokum spurður, hyer væri hans eftirlætisleikari. — Charlie Chaplin. Þjónnin greifafrúin, kvennagullið. Eftirlætisleikarinn. 0 17. janúar 1967 -- ALÞÝ0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.