Alþýðublaðið - 17.01.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.01.1967, Blaðsíða 7
I— J»að' hefur g-engið á ýmsu í Indó- Jiesíu undanfarið, en Jan Hœkke- rup aðalritari IUSY telur að þar eigi jafnaðarstefnan mikla fram- tíð' fyrir sér. . 0 Fyrir jólin var á ferð hér á ís- londi Jan Hækkerup, aðalritari Alþjóðasamhands ungra jafnaðar- manria. Stanzaði hann hér í tvo daga og átti viðræður og hélt fundi með leiðtogum ungra jafn- aðarmanna á íslandi. Þegar hann kom hingað var hann á leið til Evrópu eftir njargra mánaða ferða lag um Asíu, og-er toann kom heim til Danmerkur birtist viðtal við Ihann í Aktuelt, máigagni danskra jafnaðarmanna. Fer viðtalið hér á eftir í lauslegri þýðingu: Eitt af tiltölulega fáum löndum í Asíu, þar sem lýðræðisleg jafn- aðarstefna virðist eiga mikla möguleika éinmitt nú er Indónes- ía, andstætt því sem margir kynnu að halda, sagði Jan Hække- rup við Aktuelt. — Það var ekki laust við að mér væri dálítið órótt, þegar ég kom til Indónetsíu toélt hann á- fram, því þar liefur orðið ,,jafn- aðarmaður" verið skammaryrði um langt árabil, og þessvegna var ég hálfhræddur um að ég kynni að fá óblíðar móttökur. En móttökurnar komu mér sann arlega þægilega á. óvart. Jafnað- armenn áttu þarna verulegt fylgi fyrir svo sem tuttugu árum, en svo þegar Sukarno óx fiskur um hrygg þá bannaði hann starfsemi jafnaðarmanna, og leiðtogar þeirra voru hnepptir í fangelsi. Þeir toafa nú verið látnir lausír og búizt er við að banninu verði aflétt bráðlega og jafnvel ekki tal- jð ólíklegt að einhverjir af þess- um mönnum, sem um árabil hafa verið fangar, verði nú kosnir á þing, ekki sem fulltrúar ákveðins flokks þó. Þarna var 'gerður al- gjör greinarmunur á jafnaðar- mönnum eða sósíalistum og svo kommúnistum, og ég er sannfærð- ur um að hin lýðræðislega jafnð- arstefna á þarna mjög mikla fram- tið. — Hvaða ályktanir toafið þér dregið af þessu ferðalagi, nú þeg- ar þér eruð komnir heim? — Ég held að það sem Alþjóða- samband ungra jafnaðarmanna, I- USY, verði að einbeita sér að nú á næstunni sé að hj'álpa ungum jafnaðarmönnum í ýmsum Asíu- löndum við að koma skipulagi á starfsemi sína. Jafnaðarstefnan átti mjög sterk ítök í öllum þjóð- frelsishreyfin'gum þarna, en vegna slæms skipulags og skipulagsieys- is í fjölmörgum tilfellum hefur ár- angurinn síðar ekki orðið í réttu hlutfalli við þessi miklu ítök. — Um það er ég sannfærðari nú en nokkru sinni fyrr, að jafn- aðarstefnan er eina stjórnmála- stefnan 'frá Evrópu, sem þarna getur fallið í góðan jarðveg, og sem þetta fólk er raunverulega móttækilegt fyrir. Og held ég að það sé fyrst og fremst ve'gna ein- ingarstefnunnar. Það er oft þannig að ungir jafn- aðarmenn ganga lengra í kröfum og stefnumálum, heldur en jafn- aðarmannaflokkarnir gera al- mennt, segir Hækkerup. Þetta kom til dæmis ágæta vel í Ijós i Alsír- striðinu, þá var IUSY mjög and- snúið frönskum jafnaðarmönnum, sem undir forystu Mollets studdu styrjaldarreksturinn í Alsir. Ekki er óhugsandi að svipuð vandamál gætu nú aftur skotið upp kollin- um í sambandi við afstöðuna til Rhódesíumálsins. Þá gæti vel farið svo, að ágreiningur skapaðist milli IUSY og Alþjóðasambands jafn- aðarmanna. — En hvað vilduð þér segja al- mennt í stuttu máli um þau lönd, sem þér heimsóttuð 'á þessu langa ferðalagi? — Pakistan til dæmis, er ekki um lýðræði að ræða. Ayub Khan treystir bersýnilega á samheldnis- mátt trúai-innar til að standa gegn yfirgangi kommúnista. Kínverjar kappkosta hins vegar að leggja á- toerzlu á að í Kína er trúfrelsi, og þeir bjóða Pakistönum tugum saman að koma til Kína og fyl'gj- ast með þeirri þróun, sem þar hefur orðið. Þetta hefur veruleg áhrif að ég held, og sést m.a. af því hvernig fréttunum um síðustu atomsprengingu Kínverja var tek- ið í Pakistan. Þar urðu menn blátt áfram mjög glaðir yfir þessu vís- indaafreki Kínverja. — í Indlandi er það Kongress- flokkurinn, sem flaggar merki jafnaðarstefnunnar. í raun réttri rúmar sá flokkur þó alltof ólíkar skoðanir til þess að geta með nokkrum rétti talizt jafnaðar- mannaflokkur. Prajasósíalistamir standa ef til vill nærri því að geta kallazt jafnaðarmenn, en það hef- ur þó háð vexti þeirra og við- gangi talsvert að í þeirra röðum hafa menntamenn og hugsuðir verið einráðir. —Rhastra Sivadal, samtök ungra jafnaðarmanna í Indlandi, sem að- ild eiga að IUSY eru nýbyrjuð á mjög merkilegu starfi, sem ég held að binda megi miklar vonir við. Þessi samtök toafa hafizt handa um að stofna samvinnufélög með- al bænda og hyggjast þannig tryggja það að lýðræðislegur sósí- alismi fái einnig mikil ítök í sveit- um, en stuðningur við þá stefnu hefur til þessa byggzt mjög og ef til vill næstum eingöngu á iðn- verkafólkinu í stórborgunum. í Japan er varla búizt við nein- um stórbreytingum í kosningun- um, sem þar' eiga að fara fram. Þó verður mjög athyglisvert að fylgjast með því tovernig sósíalist- ísku flokkarnir muni standa sig. Ýmsir í Japan telja að þar hafi raunverulegt lýðræði verið á und- anhaldi undanfarið, því það sé mjög algengt, sérstaklega meðal eldra fólks, að það kjósi bara þann flokk, sem er í stjórn, án þess að leiða hugann að vali milli flokka eða markmiða. Verkalýðshreyfingin í Japan er vaxandi, en hún er samt klofin og enn ekki nógu vel skipulögð. Vegna skipula'gsleysisins eru fé- lögin ekki eins fjölmenn og annars mundi Vera.' í Kóreu er nú búið að leyfa starfsemi jafnaðarmanna á ný, en það var ekki gert fyrr en í maí á síðastliðnu ári. Samt eru enn ýms- ir af forystumönnum flokksins og raunar verkalýðshreyfingarinnar einnig, enn í fangelsum. Þá er kosningafyrirkomulagið þarna þannig, að mjög erfitt er fyrir nýja flokka, sem ekki eiga þegar fulltrúa á þingi að bjóða frani. Við þetta bætist svo, að þeir, sem nú eru við völd nota 'gífurlegar f jár hæðir, — fleiri milljónir króna, í áróður svo þeir geti stjórnað á- fram, og eru þessir peningar oft ekki heiðarlega fengnir. — Á Ceylon er nú við völd flokkur, sem kerinir sig við þjóð- ernisstefnu. Hann fylgir kapítal- isma og vinsamlegri sambúð við vesturlönd, og nýtur ef til vill einhvers stuðnings frá CIA. Stjórn frú Bandaranaike missti meirihluta sinn fyrst og fremst vegna þess, held ég, að atvinnu- leysi var gífurlegt meðal ungs fólks. En það vandamál toefur ekki batnað, heldur þvert á móti stór- lega versnað, svo vel getur farið svo, að frúin fái á ný meirihluta, til stjórnarmyndunar. — Það var 'ánægjulegt að koma til Singapore. Þar eru jafnaðar- menn við völd og þar er sannar- iega verið að reyna að leysa þau vandamál, sem við er að etja. Stórt átak hefur verið gert þar í fræðslu málurn og nú er verið að reyna að gera malayísku að landsmáli, þótt reyndar meirihluti íbúanna tali hana ekki. Ýmislegt af því sem þarna er verið að gera er þess eðlis að ég held að við á Vestur- löndum gætum ýmislegt af því lært. 17. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J m j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.