Alþýðublaðið - 18.01.1967, Blaðsíða 3
BÁTAÖIVKMNN TEUA
FISKVERÐ ALLTOF LÁGT
Fundur útveffsmannafé lac/anna
í Reykjavík og Hafnarfirði, sem
lialdinn var síðastliðinn sunmi-
dag ,t.elur að fiskverðið, sem á-
kveðið hefur verið sé álls ófull
nægjnandi fyrir útgerðina, að því
Ijón af flóð-
unum mikið
Reykjavík — OÓ.
Heldur hefur sjatnað í flóðun
um á Suðurlandi en þó eru nokkrir
bæir enn umflotnir vatni og ein
angraðir. Miklar skemmdir hafa
orðið af völdum vatnselgsins bæði
á vegum og rafmagnslínum. Þá hef
ur jakaburður brotið miki'ð af girð
ingarstaurum .
Vegagerðin hefur unnið að lag
færingum og endurbótum á þeim
vegum sem verst urðu úti í flóð
unum. Bílaumferð er nú yfirleitt
fær um Suðurland, nema Jökulsár
brú á Sólheimsandi er ófær.
Skemmdist hún talsvert og eru við
gerðir á henni þegar hafnar en
ekki er liægt að segja um hvenær
þim verður lokið. Brúna á Litluá
við Laugarvatn tók af en bráða
birgðabrú hefur verið sett á ána.
Vegir í Borgarfirði eru sæmi-
lega akfærir nema Dragavegur við
Skorradalsvatn er enn lokaður.
Greiðfært er um Bröttubrekku og
Dalasýslu. Um Snæfeilsnes er fært
á störum bílum og jeppum. Vegur
inn um Holtavörðuheiði er vel ak-
fær og um Strandir til Hólmavíkur.
Fært er til Akureyrar. Hefur fjar
að mikið úr Héraðsvötnum en þeg
ar flóðið var mest lokaðist leiðin
þar um Skagafjörð.
er segir í frétt, sem blaðinu hefur
borizt frá jélögunum.
Fundurinn lýsti þvi yfir að veru
legur samdráttur hlyti að verða í
útgerð báta til bolfiskveiða og
hlyti slíkt að valda hráefnisskorti
hjá vinnslustöðvum og minnkun á
framleiðslu útflutningsafurða.
Telja útvegsmenn alveg óviðunandi
að fiskverð skuli ekki hafa hækk
að um að minnst kosti 12,3% að
því er segir í frétt af fundinum
og þar kemur enn fremur fram, að
fundurinn hefur krafizt þess að
eftirtaldar ráðstafanir verði gerð
ar tafarlaust:
1. Frestun á innheimtu afborg
ana stofnlána á meðan að rekstrar
grundvöllur fæst ekki. |
2. Breytingar á sjómannalögun
um þannig að greidd verði kaup
trygging í veikindaforföllum en
ekki aflahlutur svo sem ákveðið
er í lögum nr. 67 frá 1963.
3. Veruleg hækkun rekstrarlána.
4 .Feila niður launaskatt hjá út
gerðarfyrirtækjum.
5. Að aðstöðugjald á útgerðar
fyrirtækjum verði gefin eftir.
6. Felit verði niður gjald til At
vinnuleysistryggingarsjóðs hjá út
gerðarfyrirtækjum.
7. Tryggingariðgjöld, vegna lög
bundinna trygginga og samnins
bundinna trygginga og samnings-
greidd úr Tryggingarsjóði.
Rétt fyrir fjögur tóku farþegar að streyma um borð.
SIGLT I SUMAR OG SÓL
Gullfoss lagði upp í för sína til Kanaríeyja i gær
Tvenrrt slasast
Mjög harður árekstur varð á
Vesturlandsve'gi í gærkveldi um
kvöldmatarleytið, skammt fyrir
ofan Ártúnsbrekkuna. Var toif-
reið þar ekið inn á veginn í veg
fyrir aðra, sem var að koma úr
borginni.
í gær klukkan fimm lagði
Gullfoss úr höfn í skemmtiferð
sína til Kanaríeyja með 110
farþega. Laust fyrir klukkan 4
tóku farþegar að halda um borð
hlaðnir ferðatöskum. Þama
voru einnig ættingjar og vin-
ir, sem voru að kveðja ferða-
fólkið með góðum óskum um
ánægjulega ferð.
Við náðum aðeins tali af 1.
stýrimanni, Hauki Þórhalls-
syni.
— Héðan siglum við til Ponta
Delgada, þaðan til Madeira og
Kanaríeyja, síðan til Casa
Blanca og Lissabon, þar sem
Sundlaugin í Gullfossi.
við skiptum um farþega, en
farþegar í þessari ferð fara
flugleiðis heim þaðan. Við för-
um sömu leið til baka nema
við komum þá ekki við í Ponta
Delgada, en komum þá við í
London í staðinn.
— Siglingin til Ponta Del-
gada tekur fjóra og hálfan sól-
arhring, en það er rúmar 1600
mílur.
— Til þæginda fyrir farþega
hefur verið komið fyrir sund-
laug um borð og var hún byggð
sérstaklega fyrir þessa ferð.
Sundlaugin er á afturþilfari
skipsins. Heit gufa frá aðalvél
skipsins hitar upp sundlaugar-
vatnið á örskömmum tíma, svo
farþegar geta synt í hlýju
vatni eins og þeir eru vanir
hér að heiman.
— Við höfum heyrt, Haukur,
að þið hafið mikið af nýmjólk
um borð, sem á að notast toáð-
ar ferðh-nar.
— J'á, við höfum um borð
tvö tonn af nýmjólk í stórum
frystikistum. Mjólkin geymist
mjög vel. Við vorum með slíka
mjólk í síðustu ferð og til baka
heim og hún var jafngóð alla
leiðina. Mjólkin geymist allt
upp í tvo mánuði jafngóð.
— Eru nokkrir farþeganna,
sem ætla að vera í báðum ferð-
unum?
— Já, það eru þó nokkrir.
sem ætla að fara í báðar ferð-
irnar, fara hringferð með skip-
inu, hringferðin tekur 40 daga.
Það; var spegilsléttur sjór,
þegar Gullfoss lagði úr höfn í
gær á 53. afmælisdegi sínum.
Þó var kalt í veðri og vafalaust
kunna farþegarnir vel að meta
sólina og hitann, sem bíður
þcirra við Spánarströnd, cnda
sérsfaklega skemmtilegt fyrir
okkur hér á norðurhjara verald
ar að ferðast til sólarlanda ein-
mitt þegar mesti vetrarkuldinn
rikir hér.
'Á kvöldin geta farþegar stytt
sér stundir við spil og dans,
því að Aage Lorange mun sjá
um danslögin, einni verða kvik
myndir sýndar.
Læknir Guðmundur Þórðar-
son er um borð, einnig hjúkr-
unarkona. Hárgreiðslukona er
einnig um borð. Áhöfnin er 67
manns, þar af helmingur þjón-
ustulið. Erfiðlega hefur gengið
að fá þjóna undanfarið og hafa
verið ráðnar konur til þeirra
starfa og reynast mjög vel að
sögn stýrimanns. Um helming-
ur af þjónustuliði á fyrsta far-
rými er konur.
1. stýrim. og sonur hans.
18. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3