Alþýðublaðið - 18.01.1967, Blaðsíða 9
kommúnistaflokksins frá stofnun
flokksins 1921. Jafnvel „hin mikla
menningarbylting öreiganna" virð
ist hingað til ekki hafa grafið und
an áhrifum hans í æðstu foryst-
unni. Hann var þriðji valdamesti
maður Kína þegar menningarbylt
ingin hófst, og hann er enn þriðji
maðurinn í valdastiganum þótt
nýlega hafi verið komið fyrir
spjöldum, þar sem hann er for-
dæmdur og afsakaður Hann er
talinn hafa reynt að koma í veg
mennsku í kommúnistaflokknum.
Um þær mundir var álitið, að
Mao hefði tilnefnt hann eftir-
mann sinn. Hann gekk í komm-
linistaflokkinn 1921, árið sem
hann var stofnaður, stundaði nám
í Moskvu og samdi nokkur „fræði
leg“ rit eins og „Hvernig maður
verður góður kommúnisti“. En í
ágúst í fyrra hrapaði hann úr
öðru í áttunda sæti í flokksfor-
ystunni, og síðan í nóvember
hafa hann og Teng Hsiao ping
verið þéir tveir valdamenn, sem
aðallega hefur verið ráði/.t á á
spjöldum sem stuðningsmenn Lin
Piaos úr Rauða varðliðinu hafa
komið fyrir.
□ TAO CHU (601. Seinast þeg-
ar nöfn kínverskra valdamanna
voru birt og þeim raðað eftir
völdum þeirra og áhrifum, var
Tao Chu í fjórðu röð, næst á
eftir Mao, Lin og Chou. Hann
hafði verið aðalritari flokksdeild
arinnar í Mið- og Suður-Kína
með aðsetri í Kanton og hafði
geysimikil vöid. Þegar Lu Ting-yi
var hreinsaður í menningarbylt-
ingunri var Tao fluttur til Pek-
ing í júlí (sennilega fyrir tilverkn
LIN PIAO
— á niðurleið?
CHEN YI
— kemur lítt við sögu
fyrir, að stjórn ríkisins og fram
leiðslustörf færu úr skorðum í
hinu mikla, pólitíska og þjóðfélags
lega umi-óti, sem menningarbylt-
ingin hefur valdið í landinu. Það
var ekki fyrr en um áramótin, að
farið var að skora á rauðu varð-
liðana að flytja menningarbvlting
una inn í verksmiðjur, samyrkju-
bú og námur.
LIN PIAO (58)
□ LIN PIAO (58). Landvarnar
ráðherra síðan 1959. Svo virðist
sem Mao hafi valið hann eftir-
mann sinn, en nú er stjarna hans
aftur farin að lækka. Það var
málgagn hersins, sem fyrst kom
„hinni miklu menningarbvltingu
öreiganna“ af stað og birti árás-
ir á menn eins og Peng Chen,
fyrrum borgarstjöra í Peking, sem
ógnað gátu völdum Lin Piaos og
komu til greina sem hugsanlegir
arftakar Maos eins og hann. í
ágúst kom í Ijós, að hann hafði
verið hækkaður í tign; hann hef
ur síðan verið nr. 2 í valdastig
anum en var áður nr.' 7. Á fjöl-
mennum útifundi var hann kynnt
ur sem „nánasti vopnabróðir Ma
os“. Skömmu síðar fóru rauðu
varðliðarnir á kreik og sáust í
fyrsta skipti á götUnum. Megin
þorri þeirra virðist trúa bonum
þótt margir hópar virðast vera á
annarri skoðun en hann. Þeir
hafa ráðizt á flesta hugsanlega
keppinauta Lin Piaos um völdin,
Peng Chen, Teng Hsiao-ping,
Liu Shao-chi o. fl. og stundum
tekizt að bola þeim burtu.
□ LIU SIíAO-CHI (68) Forseti
Kínverska alþýðulýðveldisins síð
an 1959, þegar Mao lét af því
embætti en hélt áfram for-
Framhald á 10. síðu.
rj^TTizimpr ■^^jraEwrrwsr’*
TENG HSIAO-PING
— bolaði hann Mao frá?
PENG TE-HUAI
— vinur RússA
CHOU EN-LAI
— hófsamur
TAO CHU
— skammgóður vermir
Útsala
Karlmannanáttföt kr. 145.00 — Karlmanna-
skyrtur kr. 50.00. — Sissefni frá kr. 20.00
Flónel í barnanáttföt. — Taubútar. — Tvinni
— Rennilásar — Blúnda — Tölur — Legg-
ingarbönd — Rúllibúkk — Teygja — Prjónar
SELST Á HÁLFVIRÐI.
Auk þess verður gefinn 10% afsláttur af öll-
um öðrum vörum.
PÓSTSENDUM.
Verzlunin Ásborg,
Baldursgötu 39.
Rannsóknapstarf
Aðstoðarstúlka óskast við sýldarannsóknir á
Rannsóknarstofu Háskólans.
Laun eru greidd eftir launakerfi ríkisstarfs-
manna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist Rannsóknarstofnuninni
fyrir 1. febrúar nk. — Stúdentsmenntun eða
sérmenntun í rannsóknartækni æskileg.
Rannsóknarstofa Háskólans
v. Barónsstíg.
Handbók bænda 1967
í HANDBÓKINNI eru greinar eftir ráðunauta, tilrauna-
stjóra og sérfræðinga Rannsóknarstofnunar landbúnaðar-
ins. Margir aðrir liafa Iagt til efni, þar eru m. a. greinar
eftir landnámsstjóra, veiðimálastjóra, veiðistjóra og marga
bændur.
Húsmæður:
I Handbókinni er sérstakur kafli helgaður húsfreyjunni og
heimilinu. Greinar eru um osta og ostarétti, kvilla í stofu
blómum og barnaherbergið.
Garðyrkjubændur
fylgist með nýjungum, lesið Handbókina. I henni er saman-
þjappaður fróðleikur um inni- og útiræktun.
Bændur:
Handbókin er nauðsynlegt lijálpartæki í nútíma búskap
— Meiri fjölbreytni í búskapnum —
— Meiri þekking — Betri afkoma —
HANDBÓK BÆNDA 1967 er 368 blaðsiður og kostar kr.
140.00. Fæst hjá formönnum búnaðarfélaga um allt land og
hjá Búnaðarféíagi íslands, Bændahöllinni.
Útsala
Mikið vöruval
Mikill afsláttur
Miklatorgi
18. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9