Alþýðublaðið - 18.01.1967, Blaðsíða 8
Þjóðleikbúsið:
GALDRAKARLINN í OZ
Biarnaleik-rit í 9 myndum sam-
ið úr sógu eftir L. Frank
Baum
John Harryson setti í leikrits-
búning
Sönglög: Harold Arlen og
£!arl Billich
Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir.
í^ýðandi söngtexta Kristján
frá Djúpalæk og hefur hann
pinnig ort suma þeirra.
Leikstjór:.: Klemens Jónsson
Leikmynd og búningateikning-
ar: Birgir Engilberts
Dansatriði: Fay Werner
Hljómsveitinni stjórnar Carl
Billich
Þjóðleikhúsið er fallið fyrir
„show” eins og fyrri daginn. Nýr
barnaleikur þess er gerður eftir
amerískri kvikmynd, sem að sínu
leyti var gerð upp úr sögu eftir
Frank nokkurn Baum sem leik-
skráin kallar „frænda.” Mun kvik-
myndín einkum hafa haft sér til
ágætis að Judy Garland lék aðal-
hlutvérkið og söng þar slagara sem
alkunnur var á sínum tima, Over
the Rainbow; og er þetta lag
þrautnýtt í sýningunni. Og í þetta
sinn tekst „sjó-ið” betur en einatt
áður. Klemens Jónsson barnaleik-
stjóri er löngu útfarinn maður í
sinni grein og hefur líklega
skemmtilegri efnivið í höndunum
en stundum áður þar sem er þetta
leikverk John Harrysons. Galdra-
karlinn í Oz er fjörlegur og stund-
um fyndinn leikur, einkum fyrri
hluti hans, litríkur og tilbreyti-
legur án óhóflegs íburðar; sýning
Þjóðleikhússins virðist vönduð til
hins ýtrasta, mótuð af smekkvísi
og hugkvæmni. Fór það ekki
dult á frumsýningu á laugardag-
inn að yngstu áhorfendur leik-
hússins nutu leiksins mætavel og
tóku margir hverjir þátt í honum
af lífi og sál. Man ég varla jafn-
hjartanlegar undirtektir í leikhús-
inu í annan tíma.
Galdrakarlinn í Oz segir frá „ó-
sköp venjulegri amerískri telpu”
sem lendir í skrýtnu tiistandi;
hún feykist sem sagt með felli-
byl, sem gengur yfir heimkynni
hennar í Kansas, allar götur til
landsins handan við regnbogann;
þar bíða hennar ýmis kátleg ævin-
týr eins og von er til með norn-
um og putalingum og galdramann-
inum mikla sem þar býr unz
henni skilar heim að lokum. —
Kannski var þetta allt saman
draumur, sem gerir nú minnst til;
minnsta kosti er landið handan
regnbogans skipað íbúum úr dag-
heimi telpunnar: þctta er hnyttn-
asta hugmynd leiksins og haglega
með hana farið. Galdrameistarinn
sjálfur er hins vegar ekki neitt
sérlega ævintýraleg persóna og
kann að gjalda þess að honum hafi
í upphafi verið ætlað að hafa „holl
áhrif” á áhorfendur sína eða les-
endur; eru þau siðaboð æði-út-
vötnuð orðin þegar hingað er
komið í Þjóðleikhúsið.
Sýning Þjóðleikhússins er sem
fyrr segir fjölmenn, fjölskrúðqg
og skrautleg og virðist unnin með
mikilli alúð, einatt falleg og hug-
kvæmnisleg í smáatriðum; hún
gengur greiðar og glaðlegar fyrir
sig en sumir fyrri barnaleikir. Af
leikendum er einkum að nefna
Margréti Guðmundsdóttur, sem
leikur Dóróteu litlu með bernsku-
legum þokka, og félaga hennar
þrjá, Bessa Bjarnason, Sverri
Guðmundsson og Jón Júlíusson,
vinnumenn í dagheimi en furðu-
verur handan við regnbogann,
íuglahræða, Ijón og pjáturkarl.
Af þeim þremur kveður vitaskuld
langmest að Bessa Bjarnasyni,
eftirlæti barnanna, sem lék
fuglahræðuna með • verulegri
kímni, ótrúlega mjúkur og fimur
og léttvígur. enda búinn til úr tóm
um hálmi. Þetta var leikur sem
uppfyllti miklu meiri kröfur en að
jafnaði eru gerðir til barnaleikja;
Bessi sýndi enn sem fyrr að hann
er okkar langfremsti skopleikari
af yngri kynslóð. En þeir Sverr-
ir og Jón stóðu einnig mætavel í
sínu stykki; sama má segja um
Valdimar Lárusson og Nínu
Sveinsdóttur sem voru Hinrik
frændi og Emma frænka, bónda-
fólk frá Kansas. Þóra Friðriks-
dóttir leysti skilmerkilega af
hendi vandræðalegt hlutverk
„góðu nornarinnar”, en gaman var
að gervi og dansi putalinga í ríki
hennar; hins vegar þótti mér
dans og leikur svipdaufastur í
sjálfri gimsteinaborginni í Oz þar
sem Árni Tryggvason réð ríkjum.
Aðrir sem við söguna koma eru
Bríet Héðinsdóttir sem lék
„vonda norn” þessa lieims og
annars með uggvænlegum tilþrif-
um, Jón Gunnarsson og Sigrún
Björnsdóttir, póstur að daðra við
vinnukonu, dansfólk sem Fay
Werner hefur þjálfað við næsta
misjafnan árangur, að ógleymdum
hundinum Tótó, Snólaugu Guð-
johnsen sem stafaði miklum ynd-
isþokka á leikinn.
Árni Tryggvason.
Þýðing Huldu Valtýsdóttur
heyrðist mér lipur og áheyrileg að
mestu, söngýísur Kristjáns frá
Djúpalæk vel kveðnar, en ekki eru
þær beinlínis lagaðar fyrir börn-
in. Birgir Engilberts, sem í fyrra
átti sitt fyrsta leikrit á litla sviði
Þjóðleikhússins, hefur gert leik-
myndir sýningarinnar, tjöld og
búninga, mjög álitlegt verk og
frumraun Birgis á þessu sviði; —
hann verður fær í flestan sjó í
leikhúsinu áður en lýkur. Allt á
litið þótti mér þetta skemmtileg-
asti barnaleikur Þjóðleikhússins
sem ég hef séð og sjálfsagt með
beztu verkum leikhússins sinnar
tegundar. — Ó.J.
t
LEIÐRÉTTING : Meinleg prent-
villa varð í umsögn um Fjalla-
Eyvind í blaðinu á laugardag, þar
sem rætt var um leiktjöld Stein-
þórs Sigui-ðssonar, „sem eru ein-
stakt undur að allri gerð, lit og
lögun,” alls ekki „illri gerð” eins
og þar stóð.
’ BROTIZTINN Á
TVEIM STÖÐUM
Rvík — SJÓ.
Brotist var inn í Skinnasölu að
Síðumúla 11 aðfaranótt sunnudags
og þaðan stolið Nordmende ferða
tæki, sem var í eigu eiganda Skinna
sölunnar. Við innbrotið hafði hurð
in verið brotin upp.
Kl. 4,30 í gær var tilkynnt um
innbrot í eldhús mötuneytis starfs
fólks Slippfélagsins. í því skyni
þurftu þjófarnir að fara í gegnum
tvær hurðir, sem þeir gerðu með
því að rífa burt járngrindur, er
voru neðst á hurðunum og skríða
síðan þar undir. Stálu þeir 900 —
1000 kr. úr peningakassa, sem var
í skúffu í eldhúsinu.
□ MAO TSE-TUNG (73 ára). Einn
af stofnendum kommúnistaflokks
ins og leiðtogi hans í rúmlega
30 ár. Eftir rúmlega 20 ára borg
arastyrjöld náði flokkurinn öllu
Kína á sitt vald (nema Formósu)
1949, og Mao varð forseti Hann
lét af því starfi 1959, en gegndl
áfram formennsku í flokknum og
hélt því völdum sínum. p.nn er
óljóst hvaða hlutverki hann gegn
ir í „hinni miklu menningarbylt-
ingu öreiganna”. Margir telja, að
hann hafi verið helzti frumkvöð
ull hennar. Hvað sem því líð-
ur, halda Rauðu varðliðarnir því
fram, að þeir framkvæmi vilja
hans.
□ CHOU YANG (58). Fyrrum
næst æðsti yfirmaður áróðurs-
deildar flokksins og einbeittur
andstæðingur „endurskoðunar-
stefnu“ og annarra villukenninga
í verkum kínverskra rithöfunda.
En í öndverðri menningarbylting-
unni var hann sjálfur ákærður
fyrir slíka glæpi, og í júlí var hon-
um vikið frá störfum.
□ LIU TÍNG-YI. Var yfirmað-
ur áróðursdeildar flokksins og
menningarmálaráðherra. Hann
var einn hinna fyrstu, sem hreins
aðir voru í menningarbyltingunni.
í júlí hafði honum verið vikið
úr embætti, og síðan hefur hann
sætt árásum á mörgum vegg-
spjöldum rauðra varðliða.
n TENG HSIAO-PING (62).
Aðalritari kommúnistaflokksins.
Eitt sinn talinn hugsanlegur eft
irmaður Maos, en nú eru hann og
Liu Shao-chi þeir menn, sem
rauðu varðliðarnir gagnrýna ákaf
ast. Því hefur verið haldið fram
á spjöldum rauðu varðliðanna, að
Mao hafi sakað þá um að hafa
neytt hann til að segja af sér
sem forseti 1959, en þetta hefur
ekki verið staðfest. Miklu senni-
legri er sú ásökun, að hann hafi
lagzt gegn stofnun Rauða varð-
liðsins í fyrrasumar.
□ CHOU EN-LAI (68). Forsæt
isráðhcrra Kínverska albýðulýð-
veldisins frá stofnun þess 1949 og
einn af valdamestu mönnum
Nína Sveinsdóttir, Briet Héðinsdóttir, Margrét G uðmundsdóttir og Valdimar Lárusson.
S 18. janúar 1967 - ALÞÝÐUBIAÐIÐ