Alþýðublaðið - 22.01.1967, Síða 3

Alþýðublaðið - 22.01.1967, Síða 3
1 Sunnudags Alþýðublaiðið 22. Janúar 1967 Blaðgræna í geimnum? BERKELEY, Kaliforniu, 21. janúar (NTB-Reuter) — Bandarískur vísindamaður skýrði í gær frá uppgötvun, sem hann hefði gert og hann telur að styðji þá kenningu, að líf sé á öðrum hnöttum, ef til vill svipað því og finnst á jörðinni. Dr. Fred M. Johnson, vís- indalegur ráðunautur fyrir- tækis er framleiðir rafeinda- tæki og sjónauka, sagði á fundi í Kaliforniuháskóla, að hann hefði fundið merki um blaðgrænu í hinum stóru rykskýjum Vetrarbrautarinn- ar. Blaðgræna, sem er eina efnið í náttúrunni, sem get- ur varðveitt orku sólarljóss- ins, er ein helzta undirstaða alls dýra- og plöntulífs á jörðunni. Stefán Júlíusson formaður Rithöfundasambandsíslands Nýkjörin stjórn Rithöfundasam- bands íslands skipti með sér verk- um á fundi, sem haldinn var 6. janúar síðastliðinn. Stjórnin er nú þannig skipuð: Stefán Júlíusson formaður, Björn Th. Björnsson varaformað- ur, Þorsteinn Valdimarsson ritari, Ingólfur Kristjánsson gjaldkeri og Indriði Indriðason meðstjórnandi. Kjörtímabil stjórnarinnar er nu tvö ár, en sú breyting var sam- þykkt á aðalfundi beggja rithöf- undafélaganna, að fulltrúar þeirra í stjórn Rithöfundasambandsins skuli fíamvegis vera kjörnir til tveggja ára í senn, í stað eins árs, eins og verið hefur frá stofn- un sambandsins. Rithöfundasambandið hefur opnað skrifstofu á Vesturgötu 25, og verður hún opin tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum kl. 4—6 síðdegis. Starfsmaður skrif- stofunnar verður fyrst um sinn Kristinn Reyr. Sími Rithöfunda- sambandsins er 1 31 90. Undanfarin ár hefur Kristinn Ó. Guðmundsson héraðsdómslögmað- ur verið iögfræðilegur ráðunautur Árshátíð KVENFÉLAG Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur árshátíð næstkomandi þriðjudagskvöld í kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. |i Skemmtiatriði: 1) Sýndar íslenzkar skugga- myndir. 2) Leikþáttur, Árni Tryggvason og. Klemenz Jónsson. — Sameiginleg kaffidrykkja. — Félagskonur fjölmennig og takið með ykk ur gesti. Ritöhfundasambandsins, en um síðustu áramót lét hann af því starfi vegna annríkis, en hann hefur svo sem kunnugt er verið ráðinn bæjarstjóri í Hafnarfirði. Stjórn Rithöfundasambandsins mun þó leitast við að tryggja sam- bandinu lögfræðilega aðstoð á- fram, eftir því sem þörf krefur, og geta rithöfundar snúið sér til stjórnarinnar og skrifstofunnar’ um fyrirgreiðslu og aðstoð varð- andi réttindamál sín og annað það, er snertir málefni rithöfunda samtakanna. Leiksýning fyrir verkalýösfélögin Leiksýning á einþáttungum Matthíasar Jóhannessen, Eins og þér sáið og Jón gamli verður fyr- ir meðlimi verkalýðsfélaga í Lind- arbæ fimmtudaginn 26. janúar n. k. kl. 8.30 e.to. Aðgöngumiðar á skrifstofu Dagsbrúnar. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Myndasýning í kvöld aö Hótel Sögu Allir þeir, sem fóru í ferðalag Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur til Skotlands og Danmerkur á sl. .sumri, eru hvattir til að mæta í kvöld, sunnud’ag kl. 20.30 að Hótel Sögu ÍBláa salnum) og hafe myndir með sér. Fararstjórinn, Guðni Þórðarson, mun sýna myndir úr ferðalaginu. Kaffidrykkja og dans. Ferðanefndin. VOLVO 144 hefur verið valinn sem bíll ársins af „Spiegel“ . í Hollandi og „Teknikens Várld“ í Svíþjóð fyr ir að vera öruggur, sterkbyggður og nýtízku- legur í útliti. - NÝTT ÚTLIT - AUKIN ÞÆGINDI- - MEIRA ÖRYGGI - 1, Tvöfalt hemlakerfi, ( 2. Stýrisstöng með sérstöku öryggi, þannig að hún fer í sundur við harðan árekst- ur. S. Fullkomið hita- og Ioft- ræstikcrfi. Hitablástur hreinsar einnig afturrúður. 4. Hurðir opnast 80*. 5. 9,25 m snúnings þvernuál. 6. Sérlega þægileg sæti. Franistólar með mörgunt stillingum. /s=&. fvoi,vo)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.