Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagur - 03.10.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 03.10.1997, Blaðsíða 1
87. 80. og 150 kr. árgangur- 186. tölublað Verð í lausasölu BLAÐ MUljónaferð stjóra og maka tíl Hong Kong Fjölmenn sendinefnd bankastjóra, ráð- herra, embættis- manna og maka á árs- fund Alþjóðabankans í Hong Kong mun kosta íslenska skatt- borgara að minnsta kosti 6-7 miUjónir króna. Sautján manna hópur banka- stjóra, ráðherra, embættismanna og maka sótti ársfund Alþjóða- bankans sem haldinn var í Hong Kong. Þar fóru fyrir bankastjórar rík- isbankanna, ráðherrar og makar þeirra og starfsmenn Seðlabank- ans og ráðuneyta. Bankarn- ir greiða fyrir bæði banka- stjóra og maka þeirra og ráðuneytin fyrir maka ráð- herra, ferðir, gistingu og dagpeninga. Að sjálfsögðu er líka allur kostnaður greiddur fyrir óbreyttu starfsmennina. Engin Ieið er að fá kostn- aðinn nákvæmlega upp gef- inn. En miðað við fargjöld til Hong Kong, gistingu þar og dagpeninga hefur ferðakostn- aðurinn verið á bilinu 6-7 millj- ónir króna fyrir þessa vikuferð. Þar er hugsanleg risna ekki talin með. Það var fullyrt við tíðinda- mann Dags af háttsettum manni í bankakerfinu að 3 fulltrúar frá Islandi á fund sem þennan væri meira en nóg. Bankaráð Landsbankans - bankinn sendi þrjá fulltrúa til Kong ásamt mökum. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk hjá Samvinnuferðum Landsýn kostar fargjald frá Is- landi til Hong Kong fram og til baka frá 85.800 krónum. Ef ferðast er á Saga Class eða Business Class kostar fargjaldið frá 290 þúsund krónum og upp í 450 þúsund krónur. Venjulegt 1. flokks hótelher- bergi fyrir tvo í Hong Kong kost- ar 19.000 krónur nóttin í tveggja manna herbergi. Hugsanlega er hægt að fá ódýrari herbergi og líka mun dýrari. Dagpeningar hjá opinber- um starfsmönnum, ef farið er til Asíulanda, eru 15 þús- und krónur á dag og fyrir Hong maka í þessu tilfelli helm- ingur þessarar upphæðar. Frá Seðlabankanum fóru Birgir Isleifur Gunnarsson bankastjóri og frú, Ingimundur Friðriksson aðstoðarbankastjóri og Olafur Isleifsson, fram- kvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabankans. Eiginkona hans fór með í ferðina en á þeirra eig- in kostnað að sögn Birgis Isleifs bankastjóra. Frá Búnaðarbankanum fóru Sólon Sigurðsson og frú að sögn Pálma Jónssonar, formanns bankaráðs. Björgvin Vilmundarson, bankastjóri Landsbankans, neit- aði að gefa uplýsingar um hve margir eða hverjir fóru á fundinn á vegum bankans. Dagur fékk upplýsingar þar um eftir öðrum leiðum. Þeir sem fóru á vegum Landsbankans voru Björgvin Vil- mundarson bankastjóri og frú, Halldór Guðbjarnarson banka- stjóri og frú og Barði Árnason og frú. Frá utanríkisráðuneytinu fóru Halldór Ásgrímsson og frú og tveir starfsmenn. Hluti af kostn- aðinum við ferð þeirra utanríkis- ráðuneytismanna er greiddur af Alþj óðabankanum. Frá fjármálaráðuneytinu fóru Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra og frú. -s.DÓR Prestar brjóta naJmalög Prestar hafa á fyrstu 8 mánuð- um ársins 17 sinnum gefið nöfn sem ekki er að finna á manna- nafnaskrá, þrátt fyrir skýlaus lagafyrirmæli um að það megi ekki. Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsnefndar um framkvæmd mannanafnalaganna, en hún var lögð fram á Alþingi í gær. „Þótt fjöldi þessara mála sé ekki mik- ill, eða innan við 1% tilvika, þá sýnir hann engu að síður að all- stór hópur presta er tilbúinn að brjóta skýr ákvæði 1. mgr. 3. gr. Iaganna," segir orðrétt í skýrsl- unni og bent er á að brot á lög- unum varði sektum. Þar kemur einnig fram að fáir virðast hafa áhuga á að kenna sig við bæði föður og móður, eins og heimilað var í breyting- um á nafnalögunum í fyrra. Ekki er heldur mikil sókn í ný millinöfn. Aðeins 31 barni af rúmlega 2000 var gefið milli- nafn og oftast var um að ræða ættamafn. Skólastarfið i framhaldsskólunum er nú komid i fullan gang og unga fólkið sökkvir sér ofan í bækurnar. Þegar kennararnir eru orðnir verulega einhæfir er freistandi að líta aðeins út um gluggann. Myndin var tekin í Menntaskólanum i Reykjavík í gær. - mynd: pjetur Séra 8 Steingrmmr koltvísýriiigur Á 4 * á Blað 2 Fjárlögin bls. 8 9 BIAGKSlDECKER! Handverkfæri SINDRI -sterkur í verki B0RGARTÚNI 31 • SlMI 562 7222 • BRÉFASlMI 562 1024

x

Dagur

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2123
Tungumál:
Árgangar:
5
Fjöldi tölublaða/hefta:
2140
Gefið út:
1997-2001
Myndað til:
17.03.2001
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Útgáfa breytist á ný 3. okt. 1997 er Tíminn fellur úr heiti blaðsins og haldið er áfram að gefa út Dag, en þó með sameiginlegri og áframhaldandi árgangsmerkingu Dags og Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað: 186. tölublað - Blað 1 (03.10.1997)
https://timarit.is/issue/185472

Tengja á þessa síðu: 1
https://timarit.is/page/2413460

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

186. tölublað - Blað 1 (03.10.1997)

Aðgerðir: