Dagur - 03.10.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 03.10.1997, Blaðsíða 7
FÖSTV DAGtí R 3 : OKTÓ B F.R R9 9'7’ - 7 ÐiUfur. ÞJÓDMÁL 1 ' Bréftil ksenda Ágæti lesandi! Blaðið sem berst þér í dag markar þáttaskil. Nafn, haus, útlit og efni vísa til framtíðar þriðja aflsins á íslenska blaðamarkaðnum. Markmið okkar er enn betra blað. Blað fyrir þig. Þróun blaðsins okkar hefur verið ör. A einu ári hefur það náð að festa sig í sessi og safna til liðs við sig fólki sem trúir á framtíð þess. Það á jafnt við um Iesendur, starfsmenn og eigendur. Framtíð blaðsins felst í sókn. Við ætlum að bæta blaðið og bæta við lesendum. Það ætlum við að gera markvisst og örugglega, aldrei slaka á. Dagurinn í dag er stór áfangi og sannar að enn verður sóknin hert. Við bjóðum landsmönnum öllum að kynna sér blaðið sjálfir og taka til þess afstöðu á eigin forsendum. Við aukum fréttaflutning, við bjóðum til líflegrar þjóðmála- og samfélagsumræðu, og setjum lífið í landinu í öndvegi. Þetta er blað sem á stuttum tíma hefur öðlast sérstöðu í íslenskum fjölmiðlaheimi og mun áfram styrkjast sem lifandi afl í samfélaginu. Áhersla okkar og sjónarhorn er á fólkið og hagsmuni þess. Almannaheill. Aðferð okkar er lifandi frásögn: ábyrg, upplýsandi og skemmtileg. Við viljum að hver dagur sé nýr dagur — og betri dagur. Við óskum eftir góðu og lifandi sambandi við fólkið sem les blaðið. í borg eða bæ, til sjávar eða sveita: blaðið okkar á að vera það blað sem stendur ykkur næst. Við sem skrifum hvern dag erum full bjartsýni og trausts á því að lesendur og blaðið muni eiga samleið áfram, og að æ fleiri muni bætast í hópinn. Við viljum að blaðið okkar sé blað sem skiptir máli. Skiptir fólkið í landinu máli. Að baki breytingunum liggur sú sannfæring að það sé bæði þörf og rúm fyrir þriðja dagblaðið á íslenskum blaðamarkaði. Að fólk um allt land vilji kaupa og lesa dagblað sem fjallar um atburði, málefni og mannlíf á annan hátt en hin blöðin tvö. Dagur er hljómfagurt íslenskt nafn. Stutt, þjált, staðfast. Ber í sér bjartsýni, von og vissu um að aldrei þrjóti verkefni í lífi og starfi þjóðarinnar. Við bjóðum þérgóðan Dagl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.