Dagur - 03.10.1997, Side 2

Dagur - 03.10.1997, Side 2
'2 - föst ut) a G't/'S‘ íf. öiítÓ"b’f:FC'í 9Pt FRÉTTIR Draugagangur! 11 skólakraúkkar og eiiin fullorðiim segjast vitni að mögnuðum draugagangi í Viðfírði í vor. Hvítklædd kona dansaði í kringum eld sem þó aldrei brann! Hópur krakka í unglingadeild björgun- arsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað ásamt fararstjóra á fertugsaldri, stað- hæfir að yfirnáttúrulegir atburðir hafi átt sér stað þegar hópurinn gisti á bæn- um Viðfirði við Norðíjörð í vor. Allir í hópnum segja sömu sögu en jarðeig- andi dregur sannleiksgildið í efa. Við- fjarðarundrin eru kunn úr sögu Islands eins og Þórbergur Þórðarson hefur skráð, en ástæðan fyrir þvf að þessi saga er ekki sögð fyrr en nú, tengist hörmulegu sjóslysi sem varð 1. október árið 1936. Bærinn Viðfjörður er mjög afskekkt- ur og hefur ekki verið búið þar frá um 1950. Björgunarsveitin í Neskaupstað hefur haft aðstöðu í kjallara hússins og gista meðlimir hennar tíðum þar, ekki síst unglingadeildir. Dagur fékk einn ferðalanganna frá í vor til að segja sögu sína, en hann vill ekki koma fram und- ir nafni, m.a. vegna ótta um stríðni. Mikil skelfing greip um sig För ungmennanna var farin 25.-27. apríl og dró strax til tíðinda í upphafi ferðar þegar talstöðin datt út. Eftir það gerðist fátt fréttnæmt uns Ieið að mið- nætti, laugardaginn 26. apríl. Hópur- inn hafði þá tekið á sig náðir að öðru leyti en því að viðmælandi blaðsins sat ásamt fararstjóranum niðri í kjallara og skiptust þeir á draugasögum. Lagði þá skyndlega ramman steikingarþef að vitum þeirra sem minnti mjög á kleinu- Jykt. Stuttu seinna, um miðnætti, Ieit fararstjórinn út um glugga og sá þá bálköst í ljósum logum og hvítklædda veru dansa í kringum. Bálköstinn hafði hópurinn hlaðið fyrr um daginn en gefist upp við að kveikja í honum þar sem viðurinn var votur eftir rigningu. Til að sannfærast um að tvímenning- arnir sæju ekki ofsjónir, vöktu þeir upp FRÉTTAVIÐ TALIÐ allan mannskapinn og greip mikil skelfing um sig. Veran steig dans í um fjórar klukkustundir en hvarf svo í dög- un. Þegar svefnlaus hópurinn þorði loks út og kannaði málið, kom í ljós að nánast ekkert sá á kestinum eftir sex stunda brennu. Trúi þessu ekki Talstöðin komst nú í lag og var náð í hópinn. Krakkarnir sögðu tíðindin og vöktu athygli Ríkisútvarpsins á Aust- fjörðum. Ættmóðirin f Viðfirði kom hins vegar í veg fyrir að sagan vrði sögð. Sonur konunnar er Freysteinn Þórarinsson og hann útskýrir af hverju: „Það er alltaf verið að bendla sjóslysið við draugagang þegar faðir minn og þrír bræður hans fórust á fjórða ára- tugnum. Mömmu er illa við allt sem rifjar það upp. Sjálfur legg ég engan trúnað á þessa frásögn, það er uppvíst að menn hafa farið í Miðljörð til að hrekkja unglinga áður. Það gerðist síð- ast íyrir nokkrum árum,“ segir Frey- steinn. Sjá viðtal við dreng úr hópnum á bls. 19 i Lífinu í landinu í dag. - BÞ Föðursystir Freysteins Þórarinssonar situr á stól við glugga i bænum Viðfírði en vofan á glugganum kom í Ijós fyrst eftir að myndin var framkölluð. Freysteinn segir myndina ófatsaða en útilokar ekki sjálfur að andlit frænku hans hafi speglast i glerinu með þessum hætti. Myndin er úr bókinni Sveitir og jarðir i Múlaþingi og er tekin á ár- unum 1930-1935. í potttnum á Akureyri ræða menn að sjálf- sögðu um skrímslafundinn á Flateyjardal. Einn pottverja kunnl limru um málið eftir Hjálmar Freysteinsson, heilsugæslulækni á Akureyri, og skemmti félögum sínuni mcð því að fara með hana. Hún er svona: Efhagnað aftúristum liámarka skal þeim hljótum að bjóða semfjölbreyttast val efþeirsækja í sport má selja þeim kort í sæskrímslaveiðina á Flateyjardal. Og í heita pottinum er líka verið að ræða mál Steingríms Hennannssonar. Gamalgrónir andstæðingar hans í voru fjótir að benda á að það væri nú ekki nýtt að hann væri umhverfis- vemdarsinni - maður scm léti híl ganga fyrir grænutn baunum ætti skilið að hljóta umhverf- isverðlaun... Framhoðsraunir em nú talsverðar hjá íylk- ingunum tvcimur í Reykjavík - Reykjavíkurlist- anuin og Sjáflstæðisflokknum. Eftir stórfund í fulitrúaráði framsóknannamia í vikunni lieyr- ist í pottinum að þar sé fótgönguliðið farið að efast um gildi þess að halda áfram samstarfinu í R-Iistanum. Heyrðist sá tónn að framsókn væri að verða liálfgert varadekk í öllu umræðu- flóðinu um sameiningu jafnaðarmanna og eðli- legast væri að þeir stæðu utan við slíkt samflot í Reykjavík eins og víðast annars staðar.... í pottinum höfðu menn spumir af því að rík- isstjómin yrði nánast öll ofan í Hvalfjarðar- göngunum í dag þegar Halldór Blöndal sprengir síðasta haftið. Þetta mmi hafa valdið öryggis- sinnuðum mönnum nokkrum áhyggjum enda stutt síðan fyrirmenni lokuðust inni í lyftu á biskupsstofu..... Loðnuraimsóknir á suinrm á óskalista Iljálmar Vil- njálmsson fiskifræðingur hjá Hajfannsókmstofiiun. Fjögurskip; Beitir, Þor- steinn, Víkingur og Hólma- borg, hafa undanfama daga leitað að loðnu allt vesturfrá Homi austurfyrir Langanes, en algjörlega án áratigurs. Tvö skip Hafrannsöknastofnunar halda til loðnuleitar 25. október nk. og verður byrjað norðvestur af Látrabjargi og síðan haldið austur með Norðurlandi. Ef farið er af stað snemma í október næst ekki almennilega á loðnunni til mælinga. En hafa þeirfjórir bát- ar sem leitað hafa að loðnu síðustu daga leit- að á réttum slóðum? „Það er erfitt að segja hvort leitað hafi verið á réttum slóðum þó ekkert hafi fund- ist. Það hefur verið töluverð umferð á beit- arsvæði loðnunnar milli Grænlands, fslands og Jan Mayen (Islandshafi) en rannsóknar- starfsemi að sumarlagi mundi skýra breyt- ingar á göngum og fæðuvenjum frá einu ári til annars. Þær rannsóknir hafa hins vegar eldd verið gerðar." — En eru rannsóknirnar þá ekki ómarkviss- ar og tilgangslitlar? „Rannsóknir á þessum tíma hafa lengi verið á mínum óskalista en það er svo mik- ið að gera á sumrin að ég hef ekki séð smugu til að sinna þessu. Á níunda áratugn- um voru Norðmenn með leit og sjórann- sóknir á þessu svæði og frá þeim fengust ýmsar gagnlegar upplýsingar þótt hún beindist ekki að ætinu. Það er því ekki vitað um framvindu mála frá vori til sumars á þessu kalda svæði sem er ætisvæði loðnunn- ar. Það er því brýn þörf á rannsókn á þessu svæði. Botninn datt úr veiðunum um miðj- an ágústmánuð sl. og þá gekk hún inn á sundið milli Vestfjarða og Grænlands, en síðan vitum við ekki hvað gerist, enda eng- inn til að fylgjast með því.“ — Það þyrfti þvi að fylgjast með loðnunni mest allt árið til þess að geta „kortlagt“ henn- ar hegðun ogferðir? „Já, alveg tvímælalaust, en til þess þarf fjármuni, mannskap og skip. Það er ekki óeðlilegt að nú finnist ekkert af Ioðnu þó töluvert hafi fundist af loðnu um þetta leyti í fyrra, jiað var frekar undantekning. Árið 1978 þegar við hófum að bergmálsmæla stofnstærðina var ástandið þannig að það fannst ekki nokkur skapaður hlutur. Síðan fannst loðna norður af Kögri 10. október og það haust færðist leikurinn í norðvesturátt, eða út af ísafjarðardjúpi og þar var hún fram til jóla er hún þokaðist í austurátt." — Breytir hlýr sjór í yf irboróslögunuin fyrir Norðurlandi hegðunarmynstrinu? „Loðnan gæti verið miklu vestar og nær Grænlandi heldur en á síðustu árum, en það hefur enginn kannað það. Hún getur líka verið djúpt austur af landgrunnskantin- um en þar fékkst góð Ioðna í ágúst. Nær landinu er töluvert af smáloðnu, en ég hef þá trú að bátarnir hafi ekki fundið neitt af veiðanlegri loðnu á þeim slóðum þegar þeir héldu norður fyrir landið. Til að koma í veg fyrir veiðar á smáloðnu lagði Hafrannsókna- stofnun til veiðibann á henni innan íslensku fiskveiðilögsögunnar frá Víkurál norður um land að Glettinganesi."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.