Dagur - 03.10.1997, Qupperneq 5
Dagur
FÖSTUDAGUR 3-OKTÓBER 1A37 - 5
FRÉTTIR
Útgjöldin 600
þúsnnd á mairn
Tekjur og gjöld í nýju
fjárlagafnunvarpi eru
uui 163 milljarðar,
eða um 600 þúsund
krónur á hvert
maunsbam í landinu.
Hækkun frá fjárlög-
um þessa árs er að
mestu skýrð með
hækkun launa og
hóta.
Ríkisútgjöldin verða 163 millj-
arðar árið 1998 samkvæmt fjár-
lagafrumvarpi, en tekjurnar um
500 milljónum króna hærri. Af
tekjunum tæpir 2 milljarðar
vegna eignasölu.
Framsetning frumvarpsins er
nú með allt öðrum hætti en
áður, líkari rekstrarreikningi fyr-
irtækja. Ahrif ýmissa ákvarðana
varðandi útgjöld, tekjur og/eða
lána koma fram með skýrari
hætti en áður. Til dæmis koma
lífeyrisskuldbindingar ársins (3,8
milljarðar) nú skýrt fram í fjár-
lögum en ekki aðeins það sem
greitt er út á fjárlagaárinu (1,7
milljarðar).
Mikil útgjaldahækkim
Breytingin gerir samanburð milli
ára erfiðan nema á heildartölun-
um. Þær eru skýrðar bæði með
nýja og gamla laginu - sem sýnir
rúmlega 3 milljarða afgang.
Eftir gamla laginu eru útgjöld-
in 135 milljarðar á næsta ári,
rösklega 8 milljörðum hærri en
fjárlög þessa árs. Hækkunin öll,
og raunar gott betur, verður á
rekstrargjöldum og neyslu- og
rekstrartilfærslum. Það skýrir
fjármálaráðuneytið aðallega með
hækkun launa og bóta almanna-
trygginga á þessu ári og því
næsta umfram þá 3,5% Iauna-
hækkun sem fjárlög þessa árs
gerðu ráð fyrir. Aðrar hækkanir
en vegna launa og verðlags séu
einungis 1% að raungildi.
í viðhald og fjárfestingar eru
ætlaðir 14 milljarðar líkt og und-
anfarin ár.
Skatttekjui hækka um 10
milljarða
Tekjur næsta árs eru 138 millj-
arðar, rösklega 11 milljörðum
(9%) hærri en í fjárlögum þessa
árs. Þrátt fyrir nokkra lækkun á
tekjusköttum einstaklinga
hækka áætlaðar skatttekjur um
meira en 10 milljarða frá fjárlög-
um í ár. Þar af koma 3 milljarðar
frá hækkuðum tekju- og launa-
sköttum fyrirtækja og skattar á
vörur hækka þjónustu enn
meira. Töluvert af þessum hækk-
unum kemur raunar þegar fram
á þessu ári í kjölfar hærri launa
landsmanna og meiri eyðslu.
Gjöld heilbrigðisráðuneytisins
hækka um nær 7 milljarða frá
fjárlögum þessa árs, hvar af 4,4
eru vegna verðlags og Iauna-
hækkana. Einna mest munar um
16% hækkun lífeyristrygginga.
Heildarútgjöld ráðuneytisins eru
62 milljarðar miðað við nýja
grundvöllinn, eða rúm 38% fjár-
laganna. Meira en helmingur-
inn, eða 32 milljarðar, fer í trygg-
ingakerfið. Það gerir um 120
þúsund krónur á hvern mann í
fandinu. Rúmir 23 milljarðar
fara til sjúkrastofnana.
Sala 6,2 milljarða hlutafjár er
ráðgerð á næsta ári, en þar af er
þegar búið að tekjufæra 4,3
milljarða á þessu ári. — hei
Hærra og meira
Pólsk
Samstaða
í Hafnar-
fírði
Við ætlum að leita eftir leyfi til
að fá að nota merki Samstöðu í
PóIIandi í okkar baráttu hér
heima og munum senda ósk þess
efnis til PóIIands," sagði Ólafur
Sigurðsson, formaður Jafnaðar-
mannafélags Hafnarfjarðar, sem
ætlar að vera með f samstöðu-
hópi jafnaðarmanna og félags-
hyggjufólks sem hefur verið
myndaður í Hafnarfirði.
Samstaða í Hafnarfirði á að
vera opinn starfsvettvangur
þeirra sem vilja vinna að sam-
vinnu og sameiningu vinstri
manna í Hafnarfirði fyrir sveitar-
stjórnarkosningarnar í vor.
Jafnaðarmannafélag Hafnar-
Qarðar, sem er landsmálafélag
innan Alþýðuflokksins, hefur
ákveðið að hefja einhliða viðræð-
ur við Alþýðubandalagið um
sameiginlegt framboð í vor. Ólaf-
ur Sigurðsson segir að þeir bíði
ekki lengur eftir því bvað Al-
þýðuflokksfélag Hafnarfjarðar
gerir. Meirihlutasamstarfið í
bæjarstjórn sé að stórskaða
flokkinn og sú fórn sé of dýru
verði keypt. — S.DÓR
Flugleiöir bæta við
vélum, fjölga áfanga-
stöðum og auka ferða-
tíðni. Sigurður Helga-
son segir að vöxtur sé
í greininni og félagið
ætH sér ríflegan hlut í
honum.
Flugleiðir hafa undirritað samn-
ing við Boeingverksmiðjurnar
um kaup á fjórum Boeing 575
þotum til félagsins. Þessi samn-
ingur er stærsti flugvélakaup-
samningur sem gerður hefur ver-
ið í sögu flugrekstrar hér á landi.
Auk kaupsamningsins voru
handsalaðir samningar um fast-
an kauprétt á fjórum vélum til
viðbótar og lausan kauprétt á
öðrum fjórum. Verð fyrstu fjög-
urra vélanna er 14-15 milljarðar
og hafa Flugleiðir gengið frá 7
milljarða fjármögnun fyrstu vél-
anna.
Vélar leigðar
Flugleiðir hafa á undanförnum
árum selt Boeing vélar með um-
Sigurður Helgason, forstjórí Flugleiða.
talsverðum söluhagnaði. Félagið
á vélarnar í 5-6 ár, selur þær síð-
an og leigir í önnur 5-6 ár. Sig-
urður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, segir að ekki hafi verið tek-
in ákvörðun um slíkt á næst-
unni. Hann segir að Flugleiðir
hafi náð hagstæðum samningum
við Boeingverksmiðjurnar og
rekstur félagsins hafi tryggt þeim
hagstæð lán. Þetta geri það að
verkum að söluhagnaður verði
nokkur þegar vélarnar eru seldar.
Sigurður segir að félagið geri
ráð fyrir 9% aukningu á ári
næstu árin. Hann segir að gert
sé ráð fyrir að farþegaflutningar í
heiminum muni aukast um 6,5%
á ári og Flugleiðir ætli sér stærri
hlut en það. I þeim tilgangi sé
ætlunin að fjölga áfangastöðum
og auka tíðni. Hann segir fyrir-
tækið muni nýta sér legu lands-
ins í þeim tilgangi að ná fótfestu
á mörkuðum, einkum útkjálka-
mörkuðum. Þannig fljúgi nú um
7% Norðmanna sem fara til
Bandaríkjanna með félaginu.
Hann segir að British Airw'ays
muni hætta með beint flug frá
Glasgow 1. nóvember og þar
opnist markaður þar sem búa 7
milljónir manna.
Starfsmömium fjölgar
Sigurður segir að í kjölfar auk-
inna umsvifa fyrirtækisins muni
starfsmönnum fjölga og gerir
hann ráð fyrir að þeim fjölgi um
80-100 við hverja flugvél sem
bætist í flotann. Hann segir að
Leifsstöð sé að verða of lítil og
fagnar þvá að yfirvöld skuli huga
að stækkun hennar.
MiHjarða framkvæmdir
Ríkið hyggst verja rúmum 12
milljörðum króna í nýfram-
kv'æmdir og fjárfestingar á næsta
ári, samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu sem lagt var fram í gær. I ný-
framkvæmdir á vegum landsins
eiga að fara 3,6 milljarðar króna
á næsta ári.
Verja á 1,3 milljörðum í smíði
nýs hafrannsóknaskips á næsta
ári. Framkvæmdir við heilbrigðis-
stofnanir eru áætlaðar kosta um
1 milljarð og þar af 200 milljónir
í barnaspítala. Til framkv'æmda
váð háskóla og framhaldsskóla á
að verja um 800 milljónum. Þá á
að setja 500 milljónir af tekjum
Ofanflóðasjóðs í að reisa snjó-
flóðavarnargarða.
MiMl uppsveifla
Gert er ráð fyrir áframhaldandi
efnahagsbata á næsta ári, sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Aætlað er að tekjur ríkissjóðs
aukist um nærri 7 milljarða,
einkum vegna aukinna umsvifa í
samfélaginu. Veltuskattar skila
rúmum 4 milljörðum, 1,9 millj-
arðar er sala eigna og 1,2 millj-
arðar aukinn tekjuskattur fyrir-
tækja.
Umsvif á þessu ári voru mun
meiri en áætlað var í fjárlögum
og tekjur ríkisins að sama skapi,
eða nærri 5 milljörðum hærri.
Innflutningsgjöld skiluðu um
900 milljónum meira en áætlað
var og skýrist það f.o.f. af aukn-
um innflutningi bifreiða. Fluttir
voru inn rúmlega 12.000 bílar,
en gert ráð fyrir 9.400 bílum.
Kaupmáttur eykst
Utlit er fyrir að kaupmáttur ráð-
stöfunartekna aukist þrefalt
meira á þessu ári en ráð var fyrir
gert í fjárlögum 1997, eða rúm
5% í stað 1,7%. Tekjuskattur ein-
staklinga verður Jn'í að skila rík-
issjóði um 600 milljónum króna
meira en áætlað var.
I fjárlagafrumvarpi næsta árs
er gert ráð fyrir að kaupmáttur
ráðstöfunartekna aukist svipað
og á þessu ári.
Lægri vaxtagreiðslur
Vaxtagreiðslur ríkissjóðs eru
áætlaðar 12,3 milljarðar króna á
næsta ári, eða 4,7 milljörðum
lægri upphæð en á þessu ári.
Samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu er meginskýringin á því sú að
á þessu ári voru innkölluð spari-
skírteini, sem annars hefðu kom-
ið til innlausnar á því næsta.
Onnur skýring er sú að vextir á
spariskírteinum hafa farið lækk-
andi á síðustu árum.
Meixa fé í sendiráðin
Heildarútgjöld sendiráða Islands
og fastanefnda eru áætluð 945
milljónir króna á næsta ári, eða
220 milljónum meira en á þessu
ári. Hækkunin skýrist aðallega af
því að framlag til byggingar
sendiráðs í Berlín er hækkað um
rúmar 100 milljónir króna, 24
milljónir fara í rekstur nýs sendi-
ráðs í Helsinki og 15 milljónir í
nýja fastanefnd hjá Evrópuráð-
inu í Strassborg.
Þá er að finna nýja fjárveitingu
upp á 9 milljónir króna til þess að
greiða aukinn skóla- og sjúkra-
kostnað sendiráðsstarfsmanna og
fjölskyldna þeirra erlendis.