Dagur - 03.10.1997, Side 8

Dagur - 03.10.1997, Side 8
4= 8- FÖSTUDAGVR 3.0KTÓBER 1997 FRÉTTASKÝRING Duldir skattar kon SIGURDÓR SIGURDÓRSSON SKRIFAR Stjómarandstæðmgar segja nýja formið á fj árlagafnimvarpmu gott en nmihaldið ekki jafn ágætt. Fjárlagafrumvarpið og ríkisreikn- ingur eru nú sett fram með nýj- um hætti samkvæmt lögum sem samþykkt voru á síðasta þingi. Við það breytist margt og þá ekki síst, eins og Kristinn H. Gunnars- son alþingismaður bendir á, að duldir skattar komi í ljós, því skattheimtan hafi verið meiri en látið hafi verið í veðri vaka. Þá gagnrýnir stjórnarandstaðan að í góðæri, eins og nú ríkir, skuli rík- isstjórnin boða rekstrarhalla á ríkissjóði. Til að ná jöfnuði sé gert ráð fyrir að ríkið selji eignir, sem eru bókfærðar á 4 milljarða, fyrir um 6 milljarða króna. Skattheimtan er ineiri Það eru engin stórtíðindi í þeim hluta fjárlagafrumvarpsins sem við höfum fengið að sjá, ráðherra- hlutanum svo kallaða. Talnahlut- ann höfum við ekki séð. Það eru Krist/nn H. Gunnarsson. engar pólitískar áherslubreyting- ar boðaðar í frumvarpinu. Það sem ef til vill er athyglisverðast er sjálf framsetning frumvarpsins, sem nú er eins og bókhald fyrir- tækja. Þessar breytingar leiða í ljós að skattheimtan er meiri en Iátið hefur verið í veðri vaka. Það má því segja að hér hafi verið um dulda skattheimtu að ræða,“ seg- ir Kristinn H. Gunnarsson, full- trúi Alþýðubandalagsins í fjár- Iaganefnd. Hann segir að menn hafi fært suma útgjaldaliði ríkissjóðs þann- ig að þeir hafa verið færðir til að lækka tekjuskatt. Þegar reiknað var út hvað skattar væru hátt hlut- fall af þjóðarframleiðslu hefur hann verið tekinn þannig niður- færður. Það eru um 10 milljarðar króna, sem þessi fjárhæð hækkar. „Síðan eru sértekjur stofnana. Þær hafa ekki verið færðar sem tekjur heldur til að lækka útgjöld. Þess vegna hafa þessar tekjur ekki mæíst inni í skattheimtunni. Sú upphæð nemur um 8 milljörð- um króna. Þetta breytir því að skattheimta ríkissjóðs er ekki 25% af landsframleiðslu heldur 30%,“ segir Kristinn. Hann segir að gert sé ráð fyrir að færa inn á rekstrarreikninginn tæpa 2 milljarða-króna með sölu eigna og ná þannig jöfnuði og þá yrðu 500 milljónir króna í afgang. „Þetta er eins og hvert annað fyrirtæki sem er rekið með tapi. Til að borga tapið selja menn eignir. Það getum við aldrei sagt að sé heppilegur rekstur. Skuldir ríkissjóðs hafa hækkað um 120 milljarða síðan 1990. Allan þenn- an tíma erum við að eyða meiru en við öflum. Eg segi eins og gömlu mennirnir sem voru íhaldssamir og sparsamir: Þetta gengur ekki. Menn verða annað hvort að auka tekjur eða minnka útgjöld. Þetta er spurningin sem við stöndum frammi fyrir," sagði Kristinn H. Gunnarsson. Bati vegna skuldasöfnunar Gísli S. Einarsson, fulltrúi Al- þýðuflokks í fjárlaganefnd, segist hafa verið fylgjandi breyttri fram- setningu á fjárreiðum ríkisins. Hann segir að sér sýnist að tekist hafi nokkuð vel til með það. Inn séu komnar raunhæfari tölur en áður og margt verði nú gegnsærra en áður. Hann segir að í ljós komi -— Fjárlagafrumvarpið var lagt fram á Alþingi i gær og eru stjórnarandstæðingar ekki ánægðir með það sem þar stendur. Gísli S. Einarsson. með þessu fjárlagafrumvarpi að það sé ekki farið að skila til al- mennings því sem hann segir að eigi að gera í góðæri. Hann bend- ir einnig á að það sé ekki glæsi- legt til frásagnar að batinn hjá ríkissjóði stafi að stærstum hluta til af skuldasöfnun heimilanna. „Síðan er talað um að gera upp árið 1998 með hálfan milljarð í afgang og hæla sér af lækkun skulda. Þarna er bara um til- færslu að ræða vegna þess að það á að selja skráðar eignir að verð- mæti 4 milljarðar króna og menn ætla að fá fyrir þær 6 milljarða. Ef sá hálfi milljarður sem á að verða í afgang er dreginn frá mis- muninum, er hallinn á rikissjóði í það minnsta 1,5 milljarða króna. Þetta gerist í bullandi góðæri," segir Gísli S. Einarsson. Áfram niðurskurður Við fyrsta yfirlit er maður dálítið upptekinn af þessu nýja formi á frumvarpinu. Mér þykir forvitni- legt að sjá þessa framsetningu. Nýja uppsetningin á að gefa betri heildarsýn yfir öll fjármál ríkisins svo sem allar skuldbreytingar en ekki bara innstreymi og útstreymi þegar það á sér stað. Við megum hinsvegar ekki vera svo upptekin af þessu nýja formi að innihaldið gleymist," sagði Kristín Halldórs-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.