Dagur - 03.10.1997, Page 10
_ v o o x si .» 5T n t vi n y <x u i\ r. n n v v> <\ i
10- FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
Sjúkrahús Þingeyinga
Sjúkraliöar og starfsfólk til aðstoðar við hjúkrun
óskast frá næstkomandi áramótum.
Umsóknarfrestur er til 17. okt. 1997.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í
síma 464 0500.
KEA Byggðavegi 98
Lokað vegna breytinga mánudaginn 6. október
til mánudagsins 13. október.
Starfsfólk B-98
Garðabær
Forstöðumaður félags-
og heilbrigðissviðs
(féiagsmálastjóri)
Laus er til umsóknar staða forstöðumanns félags- og
heilbrigðissviðs á bæjarskrifstofum Garðabæjar.
Félags- og heilbrigðissvið er eitt fjögurra stjórnsýslusviða
Garðabæjar, en undir það heyra málefni, sem Garðabæ
er ætlað að sinna á sviði félagsþjónustu og heilbrigðis-
mála í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar Garðabæj-
ar og ákvæði laga og reglugerða. Þar má m.a. nefna
fjölskylduráðgjöf, barnavernd, fjárhagsaðstoð, heilbrigð-
iseftirlit, húsnæðismál, aðstoð við heimili, öldrunarþjón-
ustu og barnagæslu.
Forstöðumaður félags- og heilbrigðissviðs er yfirmaður
sviðsins. Hann annast almennt starfsmannahald þess,
hefur umsjón með daglegum rekstri og ber ábyrgð á því,
að skuldbindingar og rekstur sviðsins séu innan ramma
fjárhagsáætlunar hverju sinni. Honum er ætlað að sjá til
þess, að mál sem sviðinu berast fái faglega meðferð og
að þau verði afgreidd samkvæmt gildandi lögum og
reglugerðum svo og samþykktum bæjarstjórnar.
í rekstri Garðabæjar er lögð rík áhersla á góða þjónustu,
sem leyst er af hendi á lipran, skilvirkan og hagkvæman
hátt. í starfi forstöðumanns félags- og heilbrigðissviðs er
leitað eftir starfsmanni með víðtæka starfsreynslu og há-
skólamenntun á sviði félagsvísinda. Viðkomandi þarf að
sýna frumkvæði í starfi og gott viðmót í mannlegum
samskiptum.
Umsóknir um starfið ber að senda bæjarstjóranum í
Garðabæ, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ, fyrir 6. október
næstkomandi, og veitir hann frekari upplýsingar um
verksvið og ráðningarkjör.
Garðabæ, 19. september 1997.
Bæjarstjórinn í Garðabæ.
Leikfélag
Akureyrar
4 TROMP Á HENDI
Hart
bak
eftir Jökul Jakobsson.
Frumsýning
á Renniverkstæðinu
föstudaginn 10. október kl. 20.30
UPPSELT
2. Sýning
laugardaginn 11. október kl. 20.30
UPPSELT
3. Sýning
Föstudaginn 17. október
4. Sýning
Laugardaginn 18. oktober
Leikritið sem skipaði Jökli á
bekk með fremstu leikskáldum
okkar. Hnyttinn texti - hjart-
næm saga.
Leikarar:
Sigurður Hallmarsson,
Guðbjörg Thoroddsen,
Haildór Gylfason
Marta Nordal
Hákon Waage
Þráinn Karlsson
Aðalsteinn Bergdal
Marinó Þorsteinsson
Agnes Þorleifsdóttir
Eva Signý Berger
Ólafur Sveinsson
Lýsing: Jóhann Bjami Pálmason
Leikmynd: HaJlmundur Kristinsson
og Eyvindur Erlendsson
Leikstjórn: Ejvindur Erlendsson
♦ Á ferð með frú Daisy
eftir Alfred Uhry
Kynni auðugrar ekkju og óbrorins
alþýðumanns.
Hjörtum mannanna svipar saman
í Adanta og á Akureyri.
Frumsýning á Renniverkstt&Hnu 27. cles
Titilhlutverk:
Sigurveig Jónsdóttir
^ Söngvaseiður
eftir Rodgers og Hammerstein
annan
Ástin og tónlistin takast á við
ofurvald nasismans.
Hrífandi tónlist - heillandi
frásögn.
Frumsýning í Samkomuhúsinu 6. mars
Aðalhlutverk:
Þóra Einarsdóttir
4 Markúsarguðspjall
Víðkunnasta saga hins vestræna
heims.
Frumflutningur á íslensku
leiksviði.
Frumsýning á Renniverkstteðinu 5. a!>ríl
Leikari:
Aðalsteinn Bergdal
Leikfélag Akureyrar
Ljúfar stundir í leikhúsinu
Korta og miðasala í fullum gangi
s.462-1400
|Dagur-®mtmt
er styrktaraðili Leikftlags Akureyrar
FRÉTTIR
Ðagttí’-
Hafa nægjanlegt
hráefni
Mjög góö rækjuveiöi
hefur verið við Langa-
nes og á Bakkafióa-
dýpi að undanfömn
og hefur rækjuskipum
á þessnm slóðum ver-
ið að fjölga.
Af þeim ástæðum hafa t.d. þeir
fjórir ísfisktogarar sem afla fyrir
verksmiðju Þormóðs ramma-Sæ-
bergs á Siglufirði, Stálvík, Siglu-
vík, Múlaberg og Sólberg, komið
oftar inn til löndunar til að
dreifa álaginu, með um 50 tonn
að jafnaði. Þannig fæst einnig
ferskari rækja til vinnslu.
Eggert Jónsson, útgerðarstjóri
Básafells á Isafirði, segir að það
breyti engu fyrir rækjuiðnað fyr-
irtækisins að veiðisvæðið hafi
færst austur á bóginn, nægjan-
legt framboð sé yfirieitt á rækju.
Básafell er í viðskiptum við mörg
frystiskip um kaup á iðnaðar-
rækju skipanna til vinnslu svo að
litlu skiptir hvar þau veiði og
landi. Unnið er á tvískiptum
vöktum hjá Básafelli og sér fyrir-
tækið m.a. um að aka starfsfólki
á vaktina frá Flateyri.
Rækjuverð á mörkuðum er-
lendis er nokkuð óráðið en
nokkrar verðsveiflur hafa átt sér
stað. Norrræna samstarfsverk-
efnið í markaðssetningu á íshafs-
rækju (kaldsjávarrækju) í
Þýsklandi hefur ekki skilað neinni
aukningu í sölumagni enn sem
komið er, en hugtakið er hins
vegar orðið mun þekktara hjá
þýskum neytendum. Fjárfest
hefur verið fyrir um 60 milljónir
króna í markaðsátakinu sem hef-
ur að sumu leyti verið varnarbar-
átta, þ.e. að fá kaupendur til að
meta það að kaldsjávarrækja er
ekki sama hráefni og hlýsjávar-
rækja, heldur mun ferskara og
betra og eigi ekkert sameiginlegt
annað en nafnið.
- GG
Mirnu fá yfír 80%
af laumun í lífeyri
Verkamaðiir á góðiun
aldri getur húist við
að fá í hendur ellilíf-
eyri sem samsvarar
yfir 80% atvinnn-
tekna eftir skatt.
Almennir launþegar, sem nú eru
á góðum aldri, geta búist við að
fá ellilífeyri sem svarar 70% af
meðalatvinnutekjum sínum á
aldrinum 40-67 ára. Þessum
framtíðarhorfum lýsti Már Guð-
mundsson, hagfræðingur Seðla-
bankans, á ráðstefnu um lífeyris-
mál aldraðra. Að teknu tilliti til
skatta og iðgjaldagreiðslna gæti
lífeyrisþeginn þvi fengið í hend-
ur Iífeyri sem samsvarar 80-85%
fyrri ráðstöfunartekna eftir skatt.
Már segir stöðu lífeyrissjóð-
anna tnun betri heldur en um-
ræða undanfarinna ára gæfi til-
efni til að ætla. Raunar svo góða
að líklegt sé að sjóðir haldi áfram
að auka við lífeyrisréttindin á
næstu árum.
Hvað sjóðirnir greiði háan líf-
eyri, í hlutfalli við laun, segir
Már velta á raunávöxtun þeirra
annars vegar og hækkun raun-
Iauna hins vegar. Að gefnum
þeím forsendum að raunlaun
hækki um 1% á ári yfir langt
tímabil og raunávöxtun sjóðanna
lækki úr 7% nú niður f 3,5% eft-
ir átta ár - sem Már telur frem-
ur litlar líkur á - megi gróflega
reikna með að verkafólk fái í Iíf-
eyri um 60% af meðal atvinnu-
tekjum á aldrinum 40-67 ára.
Við það bætist síðan um 11%,
sem er grunnlífeyrir almanna-
trygginga, eða samtals rúm 70%
af tekjum.
Þegar til þess er litið að 40%
þess sem vinnulaunin eru um-
fram lífeyrinn fer í skatt, og líf-
eyrisþeginn þarf ekki lengur að
borga 5% heildarlauna sinna til
lífeyrissjóðs og stéttarfélags lítur
út fyrir að lífeyrisþeginn geti
fengið í hendur 80-85% þess
sem hann áður fékk í laun, eftir
skatt, þ.e. eftir að lífeyrissjóðirn-
ir hafa náð fullum þroska.
Eignir lífeyrissjóðanna voru
307 milljarðar í árslok, meiri en
bankakerfisins og einnig fjárfest-
ingarlánasjóðanna. Aætlað er að
þær meira en tvöfaldist fyrir
miðja næstu öld og nemi þá 1 og
1/2 landsframleiðslu, eða um
780 milljörðum að núvirði. Til
að ávaxta alla þá Ijármuni þurfa
sjóðirnir að fjárfesta meira í at-
vinnulífi og erlendum eignum að
mati Más. - HEl