Dagur - 03.10.1997, Qupperneq 12
12- FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
X>npr
GOLF
Milljón dolum ríkari fyrír holu í
höggi
„Eg ætlaði mér að koma boltanum í áttina að flötinni. Það var það
eina sem ég hugsaði um. Ef ég hefði talið mig eiga möguleika á að
fara holu í höggi þá hefði ég orðið taugaveiklaður," sagði bandaríski
húsateiknarinn Jay Sarnacki frá Mitchican þegar hann fór holu í
höggi á góðgerðarmóti nýlega.
Mótshaldararnir ákváðu að borga 400 dala tryggingarfé gegn því að
einhver keppendanna færi holu í höggi, en ef það gerðist yrði viðkom-
andi milljón dölum ríkari (um 70 millj. ísl. kr.). Það henti einmitt
Sarnacki eftir högg á 6. holu vallarins, sem er 150 metrar að lengd.
„Eftir að boltinn fór ofan í holuna, þá fóru allir í kringum mig að
hoppa um og æpa. Mínútu síðar þurfti ég að leggjast niður vegna þess
að ég náði ekki andanum. En í hvert sinn sem ég hugsa um þetta
högg þá fer ég að hlæja. Ég er ekki enn farinn að trúa þessu.“
Þrjár stjömur
á vesturleið?
Þeir sem hyggjast spila á bandar-
ísku PGA-mótaröðinni á næsta
ári, þurfa að tilkynna þátttöku
fyrir nk. mánudag og nú bíða
menn spenntir eftir því að sjá
hvaða Evrópumenn hyggjast
leika vestanhafs á næsta
ári.Helsta skrautfjöður Evrópu,
Colin Montgomerie, er einn af
þeim sem eru á báðum áttum um
hvað skuli gera. „Ef ég væri ein-
hleypur þá væri þetta ekki spurn-
ing, ég færi til Bandaríkjanna á
morgun,“ sagði Montgomery.
„Það er hins vegar fleira sem ég
þarf að hugsa um. Eg hef lagt allt
mitt fé í nýtt hús og það að fara
með fjölskylduna til Bandaríkj-
anna, hefur viss vandræði í för
með sér, sérstaklega þar sem
börnin eru ung,“ segir Montgomerie.
Oánægja Skotans felst helst í slökum vallaraðstæðum á Evrópu-
mótunum og löngum ferðalögum, sfðan mótaröðin teygði sig út fyrir
álfuna, til Miðausturlanda, Astralíu og Suður-Afríku. Tvær af skær-
ustu stjörnum Evrópu af yngri kynslóðinni hafa einnig í huga vestur-
för, en það eru þeir Darren Clarke og Lee Westwood, en það mun
skýrast í síðasta lagi á mánudaginn.
Faxon með 13 km langt putt
Brad Faxon, liðsmaður bandarísku sveitarinnar í Ryderbikarnum,
sigraði í sérkennilegri púttkeppni sem háð var í Concorde-vélinni sem
þeir ferðuðust með til Spánar. Kylfingarnir púttuðu endilangan flug-
vélarganginn og pútt Faxons var 23 sekúndur á leiðarenda. „Concor-
dinn flaug 8.2 mílur (13.2 km) á þessum tíma, svo þetta hlýtur að
vera heimsmet," sagði Faxon.
Ruby Grey
Enski miðillinn Ruby Grey mun halda
námskeið um árur og liti
sunnudaginn 12. okt.
Uppl. í síma 461 2750, Laufey.
Örfáir einkatímar lausir.
Colin Montgomeríe.
BELTIN
IUMFERÐAR
RÁÐ
Draumahöggin eru
orðin 59 á árinu
Alls hafa 59 kylfíngar
fengið skráð hjá sér
holu í höggi í sumar
og að sögn Frímanns
Gunnlaugssonar,
framkvæmdastjóra
GSÍ, sem veitir kort-
um viðtöku má húast
við því að fjöldi nýrra
einherja verði um sjö-
tíu á árinu.
Þeim sem enn eiga eftir að ná
draumahögginu í ár, er ráðlagt
að leika 15. holuna á Urriða-
vatnsvellinum, sem var 6. hola
vallarins fyrir stækkun hans í 18
holur. Hún er skráð 68 metrar
og sex kylfingar hafa leikið hana
á einu höggi í sumar. Sjöunda
holan á Korpúlfsstaðávellinum,
sem skráð er 130 metrar, hefur
einnig reynst sumum farsæl.
Fjórir kylfingar þurftu ekki að slá
annað en teighöggið á þeirri
holu, frá því hún var tekin í
notkun um miðjan júní.
GOLFSÍÐAN birti í sumar
nöfn þrjátíu manna sem farið
höfðu holu í höggi í sumar, en
þeir 29 sem bæst hafa við eru
eftirtaldir, í röð eftir skráningu
þeirra.
Skúli Guðmundsson, GKJ
9. hola Hlíðarvelli, 118 m
Vignir Sigurðsson, GSE
14. hola Setbergsvelli, 1 59 m
Guðmundur V. Guðmundss., GSS
6. hola Hlíðarendavelli, 142 m
Hörður Harðarson, NK
7. hola Korpúlfstaðav., 130 m
Arnór Þ. Hannesson, GR
7. hola Korpúlfsstaðav., 130 m
Þorst. Steingrímsson, GKG
3. hola Húsatóftarvelli, 180 m
Eyjólfur Vilbergsson, GG
9. hola Húsatóftarvelli, 138 m
Jónína Ketilsdóttir, GHD
9. hola Arnarholtsvelli, 91 m
Halldór Pálmi Bjarkason, GI
7. hola Tungudalsvelli, 112 m
Bragi Eggertsson,- GKG
8. hola Vífilsstaðavelli, 118 m
Markús Guðmundsson, GK,
6. hola Hvaleyrarvelli, _ 147 m
Daníel Karl Egilsson, GÍ
6. hola Tungudalsvelli, 132 m
Baldur Geirmundsson, GÍ
7. hola Tungudalsvelli, 112 m
Kristín Karlsdóttir, GÍ
6. hola Tungudalsvelli, 132 m
Jón Olafur Jónsson, GS
7. hola Korpúlfstaðav., 130 m
Guðjón E. Jónsson, GK
6. hola Hvaleyrarvelli, 130 m
Magnús Gunnarsson, GR
17. hola Grafarholtsv., 160m
Jónas B. Björnsson, GO
6. hola Urriðavatnsv., 68 m
Júlíus Júlíusson, GR
2. hola Grafarholtsv., 136 m
Þorsteinn Geirharðsson, GS
13. hola Hólmsvelli, 174 m
Þorsteinn Steingrímss., GK
11. hola Hvaleyrarvelli, I 53 m
Þorsteinn Hjaltason, GR
15. hola Urriðavatnsv., 68 m
Sigurður Haraldsson, GO
8. hola Urriðavatnsv., 97 m
Róbert Björnsson, GKG
4. hola Urriðavatnsv., 151 m
Ragnar Eggertsson, GO
6. hola Urriðavatnsv. 68 m
Hermann Steingrímss., GD
6. hola Urriðavatnsv., 68 m
Valdís Geirharðsdóttir, GO
6. hola Urriðavatnsv., 58 m
Karl M. Karlsson, GO
4. hola Urriðavatnsv., 151 m
Ólafur Brynjólfsson, GO
6. hola Urriðavatnsv., 68 m
Framfarir Danans
komu Útfari á óvart
Úlfar jcmsson hefur
att kappi við Ryder-
stjömumar Thomas
Bjom og Phil Micka-
elson, en segist ekki
treysta sér til að efna-
greina formúluna fyr-
ir velgengni þeirra.
Ein af hetjum Evrópu í Ryderbik-
arnum var Daninn Thomas
Bjorn, sem sigraði örugglega í
fjórmenningi með Ian Woosnam
og sýndi síðan fádæma keppnis-
hörku þegar hann jafnaði leikinn
við Justin Leonard eftir hroða-
Iega byijun. Líklega vita fáir af
því að Ulfar Jónsson, marg-
faldur Islandsmeistari, hefur
leikið nokkrum sinnum með
Dananum og var reyndar
einnig herbergisfélagi
hans, þegar
þeir léku
með
E vr-
Úlfar Jónsson.
ópuliði áhugamanna
gegn úrvalsliði Bret-
landseyja fyrir sex
árum.
„Ég get ekki sagt
að það hafi komið
mér á óvart hvað Bjorn
hafi náð langt, en hins
vegar bjóst ég alls ekki við
því að honum myndi
skjóta upp svo
snemma, eins og
raun ber vitni. Ég
hefði til að mynda
ekki giskað á að
hann yrði í
Ryderliði Evrópu í
ár,“ sagði Úlfar,
þegar hann var
spurður um það
hvort velgengni Dan-
ans hefði komið hon-
um á óvart.“ Bjorn var
alltaf með mikið sjálfs-
traust og sló gífurlega vel í
þessi skipti þegar ég lék með
honum. Veikleiki hans var kanns-
ki helst stutta spilið, en hann
hefur greinilega náð góðum tök-
um á því nú,“ segir Úlfar.
Thomas Bjom er reyndar ekki
eini þekkti spilarinn úr Ryder-
Phil Mickelson.
Thomas Bjorn.
bikarnum sem Úlfar hefur leikið
með. Hann Ienti í baráttu við
gulldrenginn Phil Mickelson á
háskólamóti árið 1990. „Mickel-
son var þá þegar þekkt nafn og
það bjuggust allir við því að hann
mundi ná Iangt, sem hann og
gerði. Ég man eftir því, að í þessu
móti reyndi hann ýmis sirkus-
högg með misjöfnum árangri,"
segir Úlfar, sem hafnaði í þriðja
sæti á mótinu, tveimur sætum á
eftir Mickelson.
En af kynnum Úlfars af
kylfingum í fremstu röð. Hvað er
það sem kylfingar hafa til brunns
að bera umfram þá sem ekki ná
jafnt langt í íþróttinni?
„I fyrsta lagi mundi ég segja að
menn þurfi að leggja hart að sér.
Sjálfstraust, sterk Iöngun og mik-
ill metnaður eru þættir sem skip-
ta miklu máli. Ég mundi svo
bæta við einum óþekktum þætti,
því þetta er ekki formúla sem
auðvelt er að efnagreina," sagði
Úlfar og bætti því við að tækni-
lega fullkomin sveifla þyrfti ekki
að vera nauðsyn. „Menn þurfa
ekki annað en að horfa á Colin
Montgomerie. Hann er með
marga galla í sveiflunni, en samt
sem áður er enginn jafn stöðug-
ur og hann.“