Dagur - 03.10.1997, Side 13

Dagur - 03.10.1997, Side 13
MIÐVIKUDAGVR 3 . OKT ÓBER 1997 - 13 Ttoptr. ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Sunnudagur Bikarúrslit karla: Laugardalsvöllur ÍBV-Keflavík kl. 14 Síðari viðureign liðanna um Bik- armeistaratitilinn. Forsala í Eyjum er hjá Essó og Herjólfi og í Keflavík í Samkaup- um og K-Videó. A höfuðborgar- svæðinu á bensínstöðvum Essó. Miðvaverð: Fullorðnir 1100 kr., 11-16 ára 400 kr, frítt inn fyrir 10 ára og yngri. KARFA Úrvalsdeild karla: Simnudagur ÍA-Tindastóll.........kl. 20 Skallagr.-Haukar......kl. 20 Þór-Valur ...........kl. 20 KFÍ-Grindavík.........kl. 20 UMFN-KR .............kl. 20 ÍR-Keflavík .........kl. 20 1. deild kvenna: Laugardagur ÍR-Keflavík .........kl. 18 Breiðablik-ÍS.........kl. 16 1. deild karla: Föstudagur Stafholtstungur-Breiðablik ....................kl. 20 Laugardagur Þór Þorl.-Hamar.......kl. 16 ÍS-Höttur ............kl. 16 HANDBOLTI 1. deild kvenna Föstudagur ÍBV-Grótta/KR......kl. 20:00 Laugardagur Haukar-FH................kl. 16:30 Valur-Fram ........kl. 16:30 ÍBV-Grótta/KR......kl. 20:00 Víkingur-Stjarnan . . .kl. 16:30 ALMENNINGS HLAUP Skráningarfundur fyrir hlaupa- ferð sem farin verður til Laus- anne í Sviss, dagana 17.-21. þessa mánaðar fer fram í kvöld kl. 20:30 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Allra síðustu forvöð að skrá sig. BADMINTON Haustmót TBR verður haldið um helgina. Keppni í einliðaleik hefst klukkan 13 á morgun en í tvíliða- leik hefst keppni kl. 10 á sunnudag og í tvennd- arleik þar á eftir. Elsa Nílsen Njarðvík lagði meistarana Úrvalsdeildin í körfuknattleik hófst í gærkvöld með 5 ieikjum. Úrslit urðu þessi: Keflavík-UMFN 92-98 ÍR-KFÍ 77-98 KR-ÍA 73-81 Haukar-Þór 99-63 Valur-Grindavík 70-86 Síðasti leikur umferðarinnar, viðureign Tindastóls og Skalla- gríms, fer fram í kvöld á Sauðár- króki og hefst leikurinn kl. Hetjuleg barátta Eyjamenn náðu að velgja þýsku bikarmeisturunum Stuttgart undir uggum í síðari leik Iiðanna í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu. Möguleikar Eyja- manna á áframhaldandi þátttöku voru nær engir fyrir leikinn í gærkvöld, eftir 1:3 tap á Laugar- dalsvellinum, svo segja má að lið ÍBV hafi spilað upp á heiðurinn. Leiknum Iyktaði með sigri Stutt- gart 2:1 og því 5:2 samanlagt. Um tíu þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum og baul- uðu margir þeirra á leikmenn Stuttgart, þegar þeir gengu til búningsherbergja í leikhléi eftir jafnan leik. Stuttgart náði undir- tökunum í síðari hálfleiknum, en það tók þýska liðið 73 mínútur að koma knettinum í mark IBV og þar var að verki Jonathan Ak- poborie og hann bætti öðru marki við þremur mínútum síð- ar. Bjarnólfur Lárusson minnk- aði muninn með glæsilegu marki tíu mínútum fyrir leikslok, þegar þrumuskot hans frá vítateig hafnaði í þaknetinu. „Þetta lyftir óneitanlega sjálfs- traustinu, því þetta eru góð úr- slit, ekki bara fyrir okkur, heldur fyrir íslenska knattspyrnu og ég held að við höfum hjálpað til að Magnús Már milljonavirði? Magnús Már Þórðarson ætlar að verða hart bitbein milli IR og Aftureldingar. Magnús er með gildan Ieikmannasamning \ið ÍR sem Afturelding vildi kaupa upp en IR var ekki til viðræðu um þá tölu, 300-450 þúsund, sem Mos- fellingar nefndu. Bjarni Asgeir Jónsson, varaformaður Aftureld- ingar, sagði það rétt að þeir hefðu nefnt töluna 300 þúsund sem líklega upphæð á mati Magnúsar frá félagaskiptanefnd. „Við vorum tilbúnir að bæta við þá tölu 100-150 þúsundum, sem uppkaupum á samningi, en IR- ingarnir svöruðu því til að þeir hlustuðu ekkert á svoleiðis tölu. Það væri langt frá því sem þeir mundu lfta á.“ Kristín Aðal- steinsdóttir, stjórnarmaður hjá IR, sagði að Afturelding hefði aldrei gert formlegt tilboð í Magnús Má. Hún sagði að for- maður Aftureldingar hefði nefnt töluna 300 þúsund sem hugsan- lega upphæð sem Magnús færi á frá félagaskiptadómi, en að þessi tala hefði aldrei verið boðin þeim. Dagur hefur heimildir fyrir því að IR vilji fá 2,5 milljón- ir fyrir handboltakappann. „Þessa tölu var ég að heyra fyrst nú áðan,“ sagði Kristín, „en hún er ekki frá okkur komin. Við höf- um aldrei nefnt neina tölu enda erum \dð ekki að selja Magnús, Afturelding vill hins vegar kaupa hann. A þessum tuttugu mín- útna fundi sem við áttum með forráðamönnum Aftureldingar Iögðu þeir aldrei neitt tilboð lyr- ir okkur.“ - GÞÖ komast á kortið, hér í kvöld,“ sagði Bjamólfur, markaskorari Eyjamanna. „Við hefðum jafnvel getað refsað þeim betur, sérstak- lega í fyrri hálfleiknum, en okkur vantaði að klára færin. Þeir voru hins vegar ekki að spila ógnandi og það var aðallega í hornspyrn- um og þessum föstu leikatriðum, sem þeir náðu að ógna okkur,“ sagði Bjarnólfur. Eyjamenn eru væntanlegir heim í kvöld og þeir fá stutta hvíld, því framundan er síðari orrusta liðsins við Keflavík í bik- arúrslitunum á sunnudag. Lið IBV: Gunnar Sigurðsson - Hjalti Jóhannesson, Hlynur Stefánsson, Zoran Millikovic, Ivar Bjarklind, Ingi Sigurðsson (Bjarnólfur Lárusson), Guðni Rúnar Helgason (Björn Jakobs- son), Sverrir Sverrisson, Sigur- vin Olafsson, Tryggvi Guð- mundsson - Steingrímur Jó- hannesson (Leifur Geir Haf- steinsson). 20:00. HANDBOLTI Gudmimdur Amar til Gróttu/KR Guðmundur Arnar Jónsson, markvörður KA-manna á síðasta keppnistímabili, hefur ákveðið að leika með sameiginlegu liði KR/Gróttu í 2. deildinni. Þá er ljóst að Isafjarðarliðið Hörður mun fá góðan liðsstyrk þ\4 Gylfi Birgisson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, hyggst leika með því í vetur. Félögin í 2. deildinni hafa verið að ganga frá félaga- skiptum leikmanna sinna að undanförnu, enda hefst keppni í deildinni um helgina. HANDBOLTI Atli til KA Atli Þór Samúelsson, sem var í leikstjórnendahlutverkinu hjá 2. deiidarliði Þórs í fyrra, mun leika með KA-mönnum í vetur. Atli hugðist leika við hlið bróðir síns, Jóhanns, hjá danska liðinu Ála- borg, en ekkert varð af því. Atli sem lék með KA um tveggja ára skeið, er þegar orðinn löglegur og hann var í leikmannahópi Ak- ureyrarliðsins, gegn Stjörnunni í fyrrakvöld. Til sölu kúabú í fullum rekstri á Norð-Austurlandi. Mjólkurkvóti er 102.000 lítrar. Nýlegt íbúðarhús, 30 kúa fjós og hlöður. Getur verið laust strax eða á næstu fardögum. Uppl. í síma 464 3563. Jón Þórir ekki áfrain Jón Þórir Jónsson, sem þjálf- aði 1. deildarlið Dalvíkur á síð- asta keppnistímabili, mun ekki þjálfa liðið áfram. Jón Þórir kom Dalvík upp í 1. deild, en undir hans stjórn féll Iiðið aftur niður í haust. Dalvíkingar eru þegar farnir að leita að eftirmanni hans. Aðalfundur Félags harmonikkuunnenda við Eyjafjörð verður í Laxagötu 5, sunnudaginn 12. okt. nk. kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.