Dagur - 04.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 04.10.1997, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 r í FRÉTTIR Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður og Samúel Örn Erlingsson arkitekt skoöa teikningar þess síðarnefnda af húsi þess fyrrnefnda. -mynd:.þök Samúel Öm teiknar hús hringingar sem ætlaðar voru hinum. IþróttaSamúel segir reyndar meira hafa borið á því að hringt hafi verið í arkitektinn til þess að skammast - nú eða þakka fyrir - íþróttafréttimar, en í sig útaf arkitektúr. Fyrir nokkrum árum dró svo tengdafaðir Samúels Arnar íþróttafréttamanns hann í hús í miðbae Reykjavíkur og þegar húsráð- andinn kom til dyra, sagði tengdó „Eg læt ykkur um að kynna ykkur." Þeir tókust í hendur og sögðu í kór „Komdu sæll ég heiti Samúel Orn Erlingsson.11 Þar með hófust persónuleg kynni Sam- úels Arnar af Samúel Erni. „Og þegar ég ákvað að breyta húsinu kom ekki annað til greina en fá Sam- úel Örn til að teikna," segir Samúel Örn. - vj Þegar Samuel Örn Erl- ingsson ákvað að breyta húsinu sínu fékk hann auðvitað Samúel Örn Erl- ingsson til að teikna fyrir sig. Byggingarnefnd Kópavogs samþykkti á dögunum að heimila Samúel Emi Er- lingssyni íþróttafréttamanni að breyta og bæta húsið sitt við Álfhólsveg. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að sá sem teiknaðí breytingarnar heitir Samúel Örn Er- lingsson. Samúel Örn er þekktur fyrir að hafa milda trú á sjálfum sér og fé- lagar hans á Ríkisútvarpinu voru marg- ir hveijir sannfærður um að hann hefði sest niður og rissað nýtt hús á blað og prangað inn á byggingarnefndina. „Já, það hefur verið borið á mig, enda kannski leikurinn til þess gerður hjá okkur nöfnunum," sagði Samúel Örn og hló þegar Dagur bar þetta undir hann. Þannig vill nefnilega til að Sam- úel Örn íþróttafréttamaður á sér al- nafna og sá er arkitekt. „Okkur er vel til vina og kynntumst reyndar vegna þess að við erum alnafnar,11 segir íþrótta Samúel. Vissu hvor af öðrum Arkitektinn og íþróttafréttamaðurinn vissu reyndar hvor af öðrum löngu áður en þeir kynntust persónulega, enda í mörg ár fengið póst og upp- kjörinn fonnaður Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Hann er nefnilega af rótgrónustu „bolsa-ættum" í Hafnarfirði, sonur Gunnars Rafns Sigurbjömssonar sem um langt árabil hefur verið lykilmaður hjá hafnfirskum sósíalistum. í þessu efni þykir Illugi feta dyggi- lega í fótspor Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar sem fæddist einnig inn í róttæka vinstri- fjölskyldu. Ungir framsóknarmenn verða ineð málþing á Öngulsstöðum um helgina og á það að fjalla um menntun og er yfirskriftin „Erfa böm fátækt for- eldranna?" í heita pottinum segja menn valið á fundarefni endurspegla vaxandi óþol í framsókn með menntastefnu sjálfstæðismaima... Þingmenn Vesturlands léku við hvem sinn fing- ur í Hvalfjarðargöngunum í gær þegar síðasta haftið var sprengt. Eftir því var tekið af pottveij- um að Ingibjörg Pálma heilbrigðisráðherra var óvenju orðheppin þegar hún sagðist vera „berg- numin“ þama í göngunum og aó þetta væri eng- inn „spölur" orðinn til Reykjavíkur.. Geir Haarde þingmaður hcfur um árabil setið í ákveðnu sæti á þingi. Þegar dregið er um sætaskipan hefur Geir jafnan skipt við þann sem dregið hefur þetta ákveðna sæti. Að þessu sinni var það Svavar Gestsson sem dró sætið og Svavar vildi ckki skipta við Geir þannig að þetta þingið nær Geir ekM að þjóna sérvisku sinni. v_ Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Norðan og norðaustan gola eða kaldi og dálítil él norðan- lands. Léttskýjað fram eftir degi syðra, en þykknar upp síðdegis og fer að rigna um kvöldið. Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnanlands. Færð á vegirni Hálkublettir eru á heiðiun á Vestfjörðum. Krapi og snjór er á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Öxnadalsheiði. Greiðfært er um aðra þjóðvegi landsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.