Dagur - 04.10.1997, Blaðsíða 7
LAVGARDAGUR i. OKTÓBER 1997 - 7
Xfc^ur
RITS TJÓRNARSPJALL
Upphaf nýrrar sóknar
þriðja dagblaðsins
Undanfaraar vikur
hafa fjölmargtr tekið
höndum saman um að
hreyta og bæta blaðið
okkar - hlaðið sem þú,
lesandi góður, ert með
í höndunum einmitt
núna.
í gær buðum við ykkur öllum
góðan Dag með stærra og öfl-
ugra fréttablaði, nýju útliti og
uppsetningu og styttra nafni.
Þetta var upphaf nýrrar sóknar
Dags - sóknar sem hefur það
markmið að tryggja blaðinu
sterkari stöðu á íslenskum blaða-
markaði á næstu mánuðum,
misserum og árum.
Við höfum gert verulegar
breytingar á blaðinu að þessu
sinni og vonum að þær falli nú-
verandi og væntanlegum lesend-
um Dags vel í geð.
Blaðið er stærra, efnismeira,
fjörlegra og fjölbreyttara en áður
var. En að sjálfsögðu gerum við
okkur Ijósa grein fyrir því að
blaðið er langt í frá að vera full-
komið frekar en önnur mann-
anna verk. Enda verður dagblað
sífellt að vera í þróun til að mæta
kröfum nýrra tíma. Það kallar
stöðugt á umbætur og lagfæring-
ar.
Því er það að þótt mikil undir-
búningsvinna sé nú að baki, og
fyrsti árangurinn öllum sýnileg-
ur, er framundan mikið starf við
að gera Dag að þvi dagblaði sem
fleiri og fleiri landsmenn verða
hreinlega að lesa til að missa
ekki af því sem er að gerast og
gerjast í íslensku þjöðfélagi og
máli skiptir. Við erum staðráðin í
að takast áfram á við það verk-
efni af miklum krafti.
Breyttur Dagur að renna út úr prentsmiðjunum í fyrrinótt. Eyjóifur Sveinsson, útgáfustjóri, og Elías Snæland Jónsson, ritstjórí,
skoða fyrstu eintökin i ísafoldarprentsmiðju i Reykjavík... - mynd: hilmar
og norður á Akureyri hjá Dagsprenti fletta Marteinn Jónasson, framkvæmdastjóri, Birgir Guðmundsson, aðstoðarritstjórí, og
Stefán Jón Hafstein, ritstjóri, fyrstu eintökunum í prentsmiðju Dagsprents. - mynd: brínk
Efling útgáfiumar
Hlutafé Dagsprents, sem gefur
út Dag, hefur verið aukið veru-
lega að undanförnu. Seld hafa
verið ný hlutabréf fyrir 73 millj-
ónir króna að söluvirði - bæði til
nýrra hluthafa og þeirra sem fyr-
ir áttu hlutabréf í fyrirtækinu.
Þar með hefur verið lagður
traustur Qárhagslegur grunnur
að útgáfu blaðsins og þeirri sókn
sem hafin er.
Jafnt nýir sem eldri hluthafar
hafa fjárfest í Dagsprenti vegna
þess að þeir hafa trú á möguleik-
um Dags til að standa sig í sam-
keppninni við hin dagblöðin tvö
á markaðnum. Þeir líta einfald-
lega á það sem skynsamlega fjár-
festingu að eiga hlutabréf í
Dagsprenti.
í því felst að sjálfsögðu mikið
traust á öllum þeim sem vinna
að þvf á hveijum degi að búa til
sem bestan Dag í hendur les-
enda. Það traust er okkur hvatn-
ing til dáða.
Ritstjórn blaðsins hefur verið
efld verulega til að hún geti sinnt
þörfum lesenda blaðsins sem
best. Gamalreyndir blaðamenn
hafa komið til liðs við það dug-
mikla starfsfólk sem fyrir var.
Saman munum við öll vinna að
því að gera góðan Dag sífellt
betri.
Þriðji kostiirinn
Að baki þeim breytingum sem
nú hafa verið gerðar á Degi ligg-
ur sú sannfæring eigenda blaðs-
ins og starfsmanna að það sé
bæði rúm og þörf fyrir þriðja
dagblaðið á íslenskum blaða-
markaði. Að fjölmargir einstakl-
ingar um allt land vilji kaupa og
lesa dagblað sem fjalli um at-
burði, málefni og mannlíf á ann-
an hátt en Morgunblaðið og DV.
Dagur er þessi valkostur.
Það ágæta fólk sem vinnur að
því að gera Dag Iæsilegan, ábyrg-
an og skemmtilegan fjölmiðil á
hverjum degi hefur ríkan metnað
til að fjalla um þau málefni sem
skipta fólk mestu máli í samfé-
laginu. Það viljum við gera með
öflugri fréttaþjónustu, fjörlegum
þjóðmálaumræðum, líflegum
viðtölum og forvitnilegum frá-
sögnum af því fjölbreytta mann-
lífi sem þrífst í þessu fallega og
sérkennilega landi okkar. Þannig
getum við best gert Dag að blaði
sem skiptir máli.
Horft til fr amtíðar
I þessum nýja búningi vill Dagur
mæta þeim kröfum sem blaða-
Iesendur gera til dagblaðs nú
þegar ný öld er á næsta leyti.
Sú ákvörðun að stytta nafn
blaðsins er sjálfsögð og eðlileg
afleiðing þess að við viljum horfa
fram á veginn en ekki til baka til
liðinna atburða.
Dagur er ekki aðeins eitt fal-
legasta nafn á dagblaði sem til er
á íslensku. Það er líka stutt,
markvisst og þægilegt í meðför-
um.
Gamla samsetta nafnið, Dag-
ur-Tíminn, varð til vegna sér-
stakra aðstæðna - sameiningu
tveggja blaða í eitt. Það samein-
ingarferli er nú að baki og því
eðlilegt að blásið sé til sóknar á
nýjum grunni undir styttra
nafni.
I þessum nýja búningi getur
Dagur ekki aðeins sinnt dyggum
lesendum sínum sem aldrei fyrr.
Hann er einnig mun betur í
stakk búinn til að sækja á ný mið
og mæta þörfum nýrra lesenda.
Færri en stærri dagblöð
Dagur mun að sjálfsögðu leita
eftir nýjum lesendum hvar sem
er á landinu næstu misserin,
einnig þar sem hann er nú þegar
útbreiddastur. Með stækkun
blaðsins verður hægt að auka
enn fréttaþjónustu af því sem er
að gerast jafnt á landsbyggðinni
sem á höfuðborgarsvæðinu. Það
liggur hins vegar f hlutarins eðli
að stærsti blaðamarkaðurinn er á
suðvesturhorni Iandsins þar sem
meira en helmingur þjóðarinnar
býr og starfar. Þar er vissulega
full þörf fyrir dagblað sem tekur
öðruvísi á málum en stóru blöð-
in. Dagur mun því leitast við að
styrkja stöðu sína á helstu þétt-
býlisstöðum landsins, enda er
blaðið þar sem annars staðar eini
valkosturinn við Morgunblaðið
og DV. Það eru einfaldlega ekki
lengur önnur dagblöð á markað-
inum.
I því felst mikil breyting frá því
sem var fyrir nokkrum árum. Ef
litið er til baka yfir síðustu einn
til tvo áratugina minnast menn
þess tíma þegar lesendur áttu
kost á að kaupa fimm eða sex
ólík dagblöð: Morgunblaðið,
Dagblaðið, Vísi, Tímann, Þjóð-
viljann, Alþýðublaðið og Dag.
Þau áttu öll merkilega sögu að
baki, en útgáfa margra þeirra
gekk oft brösuglega. Svo fór að
lokum að þau týndu tölunni.
Sum sameinuðust en önnur
hættu einfaldlega að koma út af
fjárhagsástæðum.
Nú eru aðeins þijú dagblöð
eftir á íslenskum blaðamarkaði.
Þau eru hvert um sig mun sterk-
ari fjárhagslega en áður var og
þar af Ieiðandi hæfari til að sinna
þörfum lesenda sinna. Það á Iíka
við um Dag. Við gerum okkur
ljósa grein fyrir því að Dagur hef-
ur mikilvægum skyldum að
gegna við allt það fólk sem vill
efla þriðja valkostinn. I þeim
hópi eru fjölmargir einstaldingar
sem áður lásu og studdu þau
blöð sem nú heyra sögunni til.
Dagur á brýnt erindi við þá alla.
Hann vill sömuleiðis ná til
allra þeirra landsmanna sem
vilja taka þátt í að tryggja fjöl-
breytni á íslenskum blaðamark-
aði.