Dagur - 04.10.1997, Blaðsíða 10
10-LAUGARDAGVR 4. OKTÓBER 1997
ÞJÓÐMÁL
Pólitískur heilsubær
ÁKNI GUNN-
ARSSON
skrifar
Kæri Gísli Páll:
I viðtali við þig í Degi-Tíman-
um í dag, 30.09.97, vísar þú um-
mælum mínum um umhverfís-
og mengunarmál í Hveragerði til
gömlu góðu föðurhúsanna, sem
hljóta senn að fyllast því þangað
hefur mörgu verið vísað í gegn-
um tíðina, með réttu eða röngu.
A því leikur ekki vafí, að við höf-
um báðir verulegan metnað fyrir
hönd Hveragerðisbæjar og vilj-
um efla þetta sérstæða og merki-
lega samfélag með ráðum og
dáð.
Við erum hins vegar ekki alveg
sammála um leiðir og aðferðir.
Eg hef lengi verið þeirrar skoð-
unar, að Hveragerðisbær ætti að
taka langtímalán til að ljúka eins
fljótt og unnt er smíði hreinsi-
stöðvar fyrir frárennsli, ganga frá
öllum frárennslislögnun, götum
og gangstéttum og verða fyrir-
myndarsamfélag í umhverfís- og
mengunarmálum. Bæjarfélagið
þarf fyrr eða síðar að greiða fyrir
þessi verkefni. Auðvitað kostar
það peninga að taka lán, en ég
hygg að sá fjármagnskostnaður
yrði fljótur að skila sér með nýj-
um atvinnufyrirtækjum og fjölg-
un íbúa, sem fylgdu í kjölfar
hreinna og snyrtilegra bæjarfé-
lags. Félagslegu áhrifin yrðu -
einnig mjög mikil. Þetta er mín
skoðun. Þú vilt fara hægar í sak-
irnar og þá afstöðu virði ég, en
tel mína Ieið vænlegri til árang-
urs.
Eiturefni
Þá hef ég í tíma og ótíma (er að
verða eins og Kató gamli) talið
það skyldu stjórnvalda, en ekki
bæjarfélagsins að hreinsa upp
leifarnar af Samvinnuhreyfing-
unni. Hún átti hér ullarþvotta-
stöð sem dældi margvíslegum
eiturefnum í Varmá. Ur því hefur
verið bætt að mestu leyti. en enn
rennur brúnleitur sápulögurinn
og froðan í ána og stöðin veitir
18 manns vinnu, sem er mjög
mikilvægt í samfélagi tiltölulega
fárra atvinnutækifæra. Fallegri
náttúru Hveragerðis hefur verið
misþyrmt með þessari þvottastöð
í áratugi. Samvinnuhreyfingin
hljóp frá fyrirtækinu og efnalítið
bæjarfélag hafði ekki fjármuni til
að hreinsa í rústunum. Hér
hefðu þingmenn og ráðuneyti
umhverfísmála mátt koma við
sögu.
Aldrei heilsubær
I viðtalinu er eftirfarandi haft
eftir þér, þegar spurt er hvort
Hveragerði standi ekki undir því
að vera heilsubær: „Hann hefur
aldrei staðið undir því, enginn
hefur, hvorki fyrr né síðar talað
.. . «♦-
Höfundur vill gera HveragerÖi aö pólitískum heilsubæ.
um Hveragerði sem heilsubæ.
Við stefnum hins vegar að því að
verða heilsubær.“
Það hefur verið rætt um
Hveragerði sem heilsubæ allt frá
því að hinn framsækni og merki
maður, Gísli Sigurbjörnsson í
Ási, undirbjó smíði heilsustöðvar
í Hveragerði og frá því að Heilsu-
hæli NLFÍ tók til starfa árið
1955. Bæjarstjórn Hveragerðis
hefur fengið erlenda sérfræðinga
til að gera úttekt á möguleikum
bæjarfélagsins til að gangast
undir flóknar reglur Þjóðveija
um löggildingu heilsubæja.
Hveragerði er líka einn af H-bæj-
unum svokölluðu, þar sem sér-
staklega hefur verið unnið að
heilsueflingu. Mér er hins vegar
alveg ljóst, að Hveragerði hefur
hvorki fengið innlenda né er-
lenda löggildingu sem heilsubær
og á þar langt í land. En það þarf
að hraða þeirri þróun að bærinn
verði ákjósanlegur kostur inn-
lendra og erlendra íjárfesta, sem
gera sér' grein fyrir þeim miklu
möguleikum sem felast í um-
hverfí og náttúru Hveragerðis.
Þeir opna ekki buddumar sínar
eftir að hafa séð litinn á
Varmánni, hafa fræðst um frá-
rennslismál og ekið sumar göt-
urnar.
Aðferðir
Og auðvitað erum við sammála
um stöðu þessara mála. Okkur
greinir á um aðferðir til úrbóta.
Sannarlega hefur margt verið
gert vel á síðari árum, en af ýms-
um ástæðum hefur bæjarfélagið
ekki haft úr miklum Ijármunum
að spila. Þetta hefur reynt mjög á
þá, sem með forystu bæjarmála
hafa farið. Og kannski er það
skýringin á hörðum átökum í
hvergerðskri pólitík. En nú þarf
bæjarfélagið á engu öðru meira
að halda en samstöðu bæjarbúa
við úrlausn verkefna. Framund-
an eru sveitastjórnarkosningar
og fátt myndi skaða bæjarfélagið
meira en áframhald á harðvítug-
um deilum. Eg skora á þig, Gísli
Páll og alla sem ætla sér ein-
hvern hlut í bæjarmálum að líta
á það sem meginhlutverk sitt að
samfylkja þeim, sem metnað
hafa fyrir hönd bæjarfélagsins.
Þá getur Hveragerði kannski orð-
ið „pólitískur heilsubær" áður en
að löggildingunni kemur.
Gangi þér allt í haginn.
Þinn Ami Gunnarsson.
Vegagerð á vUligotum
Umhverfisráðuneytið virðist ekkert hafa að segja um ákvarðanir þær sem teknar eru
í samgönguráðuneytinu.
DAGMAR
hÍorleifs
DOTTIR
fyrrverandi ibúi að
Móum skrifar
Þar sem ég bý nú í útlöndum
hafa velviljaðir ættingjar sent mér
úrkiippur úr íslenskum dagblöð-
um til að lesa. Þar sé ég, að fjöl-
skyldan á Stóra Kroppi er flúin af
Vesturlandi og er sest að á Suður-
Iandi. Þetta er önnur Ijölskyldan,
sem mér er kunnugt um að hafí
flúið Vesturland undan Vegagerð-
inni í þessum landshluta á
nokkrum mánuðum. Hin fjöl-
skyldan bjó í Innri Akraneshreppi
að Móum. Þaðan er héraðslækn-
ir Vesturlands flúinn með sína
fjölskyldu ekki aðeins af Vestur-
landi heldur alla leið til útlanda.
Getur það talist eðlilegur fram-
gangur Vegagerðarinnar að hrek-
ja fólk þannig undan sér að það
sjái sér ekki fært að búa lengur í
sínum gamla landshluta, jafnvel
ekki á sjálfu Iandinu? Það fer að
verða fundarfært í félagi flótta-
manna undan vegagerð Vestur-
lands. Það er áhugavert að bera
saman þessi tvö flóttadæmi af
Vesturlandi. I öðru tilfellinu stóð
hreppsnefndin með fjölskyldunni
á móti áformum Vegagerðarinnar.
I hinu tilfellinu féllst hrepps-
nefndin á áform Vegagerðarinnar
þrátt fyrir skrifleg mótmæli
hreppsbúa.
Vegagerðin fær sitt
Það sem er sameiginlegt báðum
þessum tilfellum er að vegagerð-
in fær sínu framgengt hvort sem
hreppsnefnd viðkomandi hrepps
er með eða á móti. Eru þetta eðli-
leg vinnubrögð? Samkvæmt Iög-
um þessa lands mega íbúar kæra
þannig mál til umhverfisráð-
herra. Það hefur svo sannarlega
verið gert. Umhverfisráðuneytið
virðist bara ekkert hafa að segja
um ákvarðanir þær sem teknar
eru í samgönguráðuneytinu, eða
réttara sagt hjá Vegagerðinni.
Samgönguráðuneytið sjálft
virðist heldur lítið hafa að segja
um ákvarðanir Vegagerðarinnar.
Enda má Vegagerðin lögum sam-
kvæmt leggja vegi eins og henni
sýnist þó að landeigendur fari í
mál og kæri athafnir hennar fyrir
dómstólum. Það er ekki fyrr en
dómur er fallinn að hún neyðist
til að hugsa sinn gang. Mér af vit-
andi hefur slíkur dómur enn ekki
verið felldur landeigendum í hag.
Líklega þarf að fara með slík mál
alla leið upp í mannréttindadóm-
stól Evrópu til að fá réttlætinu
fullnægt. Slík málaferli kosta
mikla peninga.
Grátbroslegt
Það er því orðið grátbroslegt að
til að fá dæmt óháð í þannig máli
þurfí að selja eignina, sem verið
er að verja til að útvega peninga,
til að geta kært framferði Vega-
gerðarinnar til óháðra dómstóla.
Af öllum þeim lögfræðingum,
sem leitað var ráða hjá í öðru
þessara mála rataðist einum satt
á munn. Vegagerðin fer alltaf
sínu fram, það er bara spurning
um hversu mikið blóð liggur í
slóðinni eftir hana. Fyrir hveija
vinnur Vegagerðin? Er það fyrir
fólkið í þessu landi eða er hún að
Ieggja vegi fyrir sjálfa sig? Fólkið
virðist ekkert hafa að segja, alla
vega skipta álit hreppsnefnda og
undirskriftir hreppsbúa engu
máli.
Það að verið sé að fórna minni
hagsmunum fyrir meiri getur
varla staðist því eftir því sem ég
best veit er í báðum þessum til-
fellum tilbúinn annar vegur að-
eins í nokkur hundruð metra Qar-
lægð frá þeim nýja og sem liggur
í sömu átt. Sé átt við Reykvfkinga
þegar talað er um meiri hags-
muni þá veit ég ekki til þess að
þeir hafi verið spurðir að því
hvorn veginn þeir vilji aka ef þeir
eigi Ieið um þessa tvo hreppa. Er
Vegagerðin á Vesturlandi ekki að
villast af leið? Með von um betri
tíð á íslandi.
Aldaraf-
mæli
Æskunnar
KRISTIN
SIGFUS-
DOTTIR
menntaskólakennari
á Akureyri skrifar
Til hamingju kæra afmælis-
barn!
Tímaritið Æskan hefur nú
þann 5. október haldið velli á
hálu svelli fjölmiðlanna í heila
öld. Það þyldr okkur sem fylgst
höfum með henni og átt með
henni margar ljúfar stundir af-
skaplega eðlilegt. Æskan hefur
alltaf gætt þess á hverjum tíma
að þiggja góð ráð lesenda sinna
um breytingar og þróun og hefur
því aldrei misst málfrelsi og til-
lögurétt meðal þeirra. Margir á
mínum aldri muna flissið og
hlátrasköllin þegar skrítlurnar
voru lesnar eða Bjössi bolla
skoðaður og lesinn. Það var kær-
komið að fá Æskuna í barnaskól-
ann í sveitinni og geta lesið vin-
sæla dægurlagatexta eða les-
endabréf frá börnum í öðrum
landshlutum og leikþættirnir
voru fluttir eða staðfærðir og
notaðir sem innblástur í nýjan
þátt. Það hefur verið þörf fyrir
Æskuna alveg frá upphafi, en nú
er hún beinlínis nauðsynleg til
mótvægis við allt myndbandsefn-
ið sem börnum býðst að horfa á.
Æskan flytur vandað fjölbreytt
og spennandi efni sem börn og
unglingar kunna að meta.
Eins og góðum uppalanda
sæmir er innrætingin mannbæt-
andi og heiðarleg í Æskunni.
Börn hafa jafnan skrifast á í
blaðinu og birt hugðarefni sín
eða áhyggjur í ljóðum eða les-
endabréfum. Þetta gerirÆskuna
að opnum og víðsýnum fjölmiðli.
Á þessum merku tímamótum
hefur Æskan í hyggju að stækka
blaðið, þannig að sérstakt ungl-
ingaefni fái meira svigrúm. Blað-
ið kemur út tíu sinnum á ári og
kostar árgangurinn lítið meira en
eitt tölublað af hefðbundnu
glanstímariti. Foreldrar, ömmur
og afar ættu að athuga hvort ekki
er verðugt að hafa Æskuna í
huga þegar verja skal peningum f
gott tómstundaefni. Það er at-
hugandi hvort Æskan getur ekki
séð fyrir skemmtiefni í barnaaf-
mæli í stað þess að velja æsinga-
efni á myndbandsspólu. Megi
Æskan dafna sem fyrr og halda
áfram að auðga íslenskar bók-
menntir, ungum lesendum sín-
um til gleði og fróðleiks.