Dagur - 04.10.1997, Síða 12
12- LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997
Sjálfstæðisfólk
/X á Akureyri
Aðalfundur bæjarmálaráðs Sjálfstæðisfélaganna
á Akureyri verður nk. mánudag 6. okt. kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Leikstjóri: Mick Jackson (The Bodyguard)
Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones (The Fugitive)
og Anne Heche (Donnie Brasco).
Eldgos kraumar undir stórborg Los Angeies sem bekkt er
fyrir glaum og gieðt annars vegar en jarðskjalfta, eldsvoða
og iarðleysingar hins vegar. Borgarbúar og borgaryfirvöíd
eru alls ekki undirbuin fyrír bessar nattúruhamfarir.
Undir stjórn vfirmanns almannavarna verða allir sem
vettiingi geta vaidið að leggia sitt af mörkum til að varna
borginni frá gereyðingu, annars mun Los Angeles hverfa
undir glóandi hraunið. Frumsýnd samtimis i Borgarbiói,
Háskólabiói og .mÉps,. Sambióunum i fteykiavik.
J
ORÐ DAGSINS
462 1840
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
ANNA HERDÍS GUNNARSDÓTTIR,
Hafnarstræti 107B, Akureyri,
lést föstudaginn 19. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Ragnheiður Valdimarsdóttir,
Sigurður Gíslason,
Eygló Sigurðardóttir.
Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra föður, fósturföður, sonar og bróður,
SIGURÐAR ÓSKARSSONAR
frá Þingvöltum,
Mánahlíð 14, Akureyri.
Sórstakar þakkir til íþróttafélagsins Þórs.
Guð blessi ykkur.
Sigurður Freyr Sigurðsson, Lilja Ósk Sigurðardóttir,
Bjarni Bæring Bjarnason, Anna Linda Bjarnadóttir,
Sigurlaug Njálsdóttir,
Þorsteinn Óskarsson,
Jón Þórir Óskarsson,
Ólafur Njáll Óskarsson
og fjölskyldur.
ÍÞRÓTTIR
Áhorfendur búast líklega vid álíka spennu og dramatík og í fyrri úrslitaleik ÍBV og Keflavíkur um Coca-Cola bikarinn. Keflvíking-
ar byrjudu sumarið ve/ og æt/a sér áreiðanlega titil og Vestmannaeyingar kunna því væntanlega vel að vinna tvöfalt. - mynd: bg
Barist til þrautar
Fyrri leikur ÍBV og
Keflavíkur um Coca
Cola bikarinn varð
mjög dramatískur.
Eyjamenn komu
hálfri annarri hönd á
hikarinn og stuðn-
ingsmenn þeirra voru
þegar famir að fagna
og sungu án afláts
„bikarinn til Eyja“.
Keflvíkingurinn, Gestur Gylfa-
son, sagði hinsvegar nei og skor-
aði jöfnunarmark sinna manna á
síðustu andartökum leiksins.
Eftir sátu lamaðir Eyjamenn,
bikarlausir, og áttu eftir erfitt
stríð í baráttunni um Islands-
meistaratitilinn og Evrópufárið
við Stuttgart. Það var því nokkuð
ljóst að leið Eyjamanna var bæði
brött og grýtt að Coca Cola bik-
arnum meðan Keflvíkingar
sigldu lygnan sjó í deildinni. Þeir
mæta vel hvíldir til leiks meðan
Eyjamenn koma ferðalúnir frá
Þýskalandi. Dagur fékk Lúkas
Kostic til að spá í spilin fyrir úr-
slitaleikinn á morgun. „Mað-
ur veit aldrei fyrirfram hvernig
bikarleikir geta endað. Þetta er
allt öðruvísi leikur en venjulegur
deildarleikur enda allt önnur
keppni. Eyjamenn eru búnir
að standa sig frábærlega vel í
sumar og nú er spurningin
hvernig þeir stíga þetta síðasta
skref sitt á árinu.“ ÍBV er búið
að ganga í gegn um mjög erfitt
prógramm undanfarið, þeir eru
nýorðnir meistarar og léku mjög
erfiðan leik á fimmtudaginn við
Stuttgart í Þýskalandi. Getur það
ekki komið þeim í koll? „Það
fer allt eftir því hvemig liðið
mætir stemmt til leiks. Auðvitað
er þetta stórleikur og þeir eru ný
búnir að spila annan stórleik. Ef
þeir koma vel undirbúnir þá held
ég að þeir ættu að geta unnið
bikarinn. Keflvíkingar koma
hungraðir í leikinn. Þeir hafa
ekki unnið leik í langan tíma og
þeir vilja vinna. Ef Eyjamenn
koma ekki vel stemmdir í Ieikinn
þá refsa Keflvíkingar þeim strax.
Keflavík er með marga mjög
góða leikmenn sem geta alveg
unnið ÍBV ef þeir ná að taka sig
almennilega saman. Það er alltaf
erfitt að snúa við blaðinu eftir
jafn langa tapseríu og þeir hafa
farið í gegn um en þeir geta það.
Möguleikamir em þó hjá IBV þó
þeir séu búnir að eiga erfiða
daga undanfarið."
Davíð og Goliat
Sjálfsagt má líkja viðureign Kefl-
víkinga og Eyjamanna við glímu
Davíðs og Golíats, kattarins og
músarinnar og Liverpool og
Wimbeldon. Miklu máli skiptir
fyrir liðin að stuðningsmennirnir
komi sprækir til leiks. Þeir eru
tólfti maður f hverju liðið láti
þeir til sín taka. Keflvíkingar
ætla að hittast í Ölveri fyrir leik-
inn. Þeir telja að fjörið þar hafi
gert gæfumuninn síðast. Eyja-
menn eru ögn lítillátari nú en
fyrr og láta Glaumbar duga nú í
stað flugskýlisins sem hýsti þá
áður. Það er þó nokkuð öruggt
að bæði lið mæta með fríðu föru-
neyti í Laugardalinn og pottþétt
að annar hópurinn fer fagnandi
heim en hinn í sárum. — GÞÖ
Þurfiiiii fiinni
marka sigur
Tvö íslensk lið eiga
sæti á Evrópumótim-
um í handknattleik í
vetnr. Afturelding
mætir austurríska lið-
inu Stockerau og KA-
menn mæta Granitas
Kaunas frá Litháen.
Við þurfum helst fimm marka
sigur, það mundi vera nokkuð
gott veganesti fyrir síðari leikinn
í Austurríki," sagði Skúli Gunn-
steinsson, þjálfari Aftureldingar.
Þátttaka Mosfellsbæjarliðsins er
að því leyti sérstök að stjórn
deildarinnar kemur ekki nálægt
kostnaði við þátttöku í mótinu,
heldur hafa leikmenn Aftureld-
ingar unnið að ljársöfnun frá því
í maí, með því að skafa timbur og
ganga í hús og safna styrktarlín-
um. Skúli sagði að þessi vinna
hefði þjappað mönnum saman.
„Við erum búnir að leggja hart að
okkur og við vorum ekki að því,
bara til að falla út í fyrstu um-
ferðinni."
Lið Stockerau státar af lands-
liðsmönnum í báðum hornunum
og markvörður liðsins er einnig í
austurríska landsliðinu. Þá sagði
Skúli að vinstri handar skytta
Iiðsins væri mjög öflug, sé mið
tekið af fyrsta deildarleik liðsins í
vetur, sem liðsmenn Afturelding-
ar hafa skoðað á myndbandi.
Erfítt verkefni KA
íslandsmeistarar KA fá reyndar
mun erfiðara verkefni, því á
sunnudaginn leikur liðið erfiðan
leik í Evrópukeppni meistara-
Iiða, gegn Granitas Kaunas í Lit-
háen. „Þeir eru mjög sterkir, sér-
staklega á heimavelli sínum. I
meistarakeppninni í fyrra gerðu
þeir jafntefli við Barcelona og
unnu sigur á Braga frá Portúgal.
Eg tel að möguleikar okkar séu
40 prósent, en það kann að vera
nokkur bjartsýni. Við eigum síð-
ari leikinn heima og að því leyti
stöndum við betur að vígi,“ sagði
Atli Hilmarsson, þjálfari KA,
sem hélt utan með lið sitt í gær-
morgun.
Átta landsliðsmenn Litháa
Ieika með Granitas Kaunas, þar
af fjórir sem voru í byrjunaríiði
Litháa gegn íslandi í síðustu
heimsmeistarakeppni.