Dagur - 04.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 04.10.1997, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGURR 4.0KTÓBER 1997 - S FRÉTTIR Skynsamlegt að tak- marka kvótaeign Framvegis mun ekkert fyrirtæki eiga meira en 10% t þorsk-og ýsukvóta,og 20% í öðrum tegundum. Frumvarp uin þak á kvótaeign sjávarút- vegsfyrirtækja var kynnt í ríksstjóm í gær. Sjávarútvegsráð- herra segir skynsam- legt að setja slíkar reglur. Sjávarútvegsráðherra kynnti drög að frumvarpi um þak á kvótaeign sjávarútvegsfyrirtækja í ríkisstjórn í gær. Eins og Dagur greindi frá í síðustu viku lagði starfshópur ráðherra til að há- mark yrði sett á kvótaeign og enginn fengi að eiga meira en 8% af heildarkvóta landsmanna. Ef hins vegar eignaraðild í fyrir- tæki er mjög dreifð og enginn einn á meira en 10% hlut, má það eiga allt að 10% af heildar- kvótanum. I frumvarpsdrögunum eru settar skorður við kvótaeign í einstökum tegundum. Ekkert fyrirtæki má eiga meira en 10% í þorsk- eða ýsukvótanum og ekki meira en 20% í öðrum tegund- um. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, segir að í sjávarút- vegi eins og öðrum atvinnugrein- um, sé mikilvægt að eignaraðild sé dreifð. „Sérstaða sjávarútvegs Sigurhæð- irfálif Sigurhæðir - Hús skáldsins, verða lifandi vettvangur bók- mennta á Akureyri. Erlingur Sig- urðarson forstöðumaður er í þann veginn að bjóða gesti og gangandi velkomna í hið fom- fræga hús sr. Matthíasar Jochumssonar. Þar er nú allt hið fegursta innra og hlýddu gestir á fyrsta ljóðakvöldi á Erling flytja nokkrar perlur heimsbókmennt- anna - allar íslenskar - á góðu opnunarkvöldi í vikunni. Brátt verður auglýst eftir umsóknum þeirra sem vilja nota aðstöðu til skrifta í húsinu. Forstöðumaður verður með skrifstofu þar, a.m.k. Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni flutti nokkrar perlur heimsbókmennt- anna, íslenskar, á fyrsta bókmennta- kvöldi Sigurhæða - húss skáldsins. í upphafi, og hægt verður að halda þar fundi. Á neðri hæðinni er allt búið sem heldrimanna- stofu sæmir og sérstakt and- rúmsloft „til að njóta bók- mennta,“ eins og Erlingur sagði við gesti. I undirbúningi eru bók- menntadagskrár og sýningar í Sigurhæðum - miðstöð bók- mennta og ritlistar. er hins vegar sú að þarna er tak- mörkuð auðlind og aðgangurinn verður þar af leiðandi alltaf tak- markaður. Þess vegna er ástæða til að setja sérstakar reglur í sjáv- arútvegi, þannig að það sé tryggt að þar sé alltaf virk samkeppni. Eg tel að það sé skynsamlegt að setja svona reglur, þótt alltaf megi deila um hvar mörkin eigi að Iiggja." Maður fannst látinn á víðavangi og lunmerki hentu til hrottalegs morðs. Tveir í gæslu- varðhaldi vegna máls- ins. Grunur leikur á að hrottalegt morð hafi verið framið í Heið- mörk aðfaranótt fimmtudags. 36 ára karlmaður fannst látinn skammt sunnan Maríuhella í fyrradag og virðist af ummerkjum sem manninum hafi verið ráðinn Heftir athafnafrelsi Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, segir takmörkun á afla- heimildum eða öðru slíku oft til þess fallna að hefta atvinnu- og athafnafrelsi. „Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að vegna þess að að- gangur að auðlindinni er tak- markaður, getur verið vilji til þess að setja á slík takmörk. Ef bani. Lögreglan í Hafnarfirði fékk vitneskju um Iíkfund um kl. 16.00 í fyrradag. Um kvöldmat- arleytið í fyrrakvöld gaf maður sig fram við lögregluna í Reykjavík og skýrði frá vitneskju sinni um málið. Sá er 25 ára. Rannsókn lögreglunnar leiddi til þess að annar maður var handtekinn. Báðir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og hefur annar áfrýjað til Hæstaréttar, en hinn unir úrskurði héraðsdóms. Mennirnir sem eru í haldi Iög- reglu eru tvíburar. það er almenn skoðun í þessu efni, þá vinnur maður að sjálf- sögðu innan þess ramma og lag- ar sig að því. Ég á hins vegar afar erfitt með að Ieggja einhvern dóm á það í dag hvort þetta muni standa í vegi fyrir frekari þróun í atvinnugreininni.11 -Vj Við yfirheyrslur hefur komið fram að mennirnir hittu hinn látna á veitingastað í Reykjavík aðfaranótt fimmtudagsins. Hann fór með þeim í bíl þeirra í Heið- mörk en þar kom til átaka. Hon- um var veittur höfuðáverki og af ummerkjum að dæma telur lög- reglan að ekið hafi verið yfir hann. Síðan hafi hann verið rændur fjármunum og skilinn eftir í blóði sínu. Ekki Iiggur fyr- ir hvort tengsl voru milli mann- anna tveggja og fórnarlambsins. - BÞ Páll Kr. ráðinn Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnu- lífsins ákvað í gær á fundi sínum að ráða Pál Kr. Pálsson, hagverk- fræðing og fyrrverandi forstjóra Sóiar hf., f stöðu framkvæmda- stjóra sjóðsins. Páll sem var for- stjóri Sólar hf. þar til Víking- brugg keypti fyrirtækið mun heíja störf í næstu viku. Alls sóttu 18 manns um stöð- una, en auk Páls voru það: Frið- rik Sigurðsson sjávarlíffræðing- ur, Magnús I. Erlingsson lög- fræðingur, Svanur Guðmunds- son rekstrarráðgjafi, Snorri Pét- ursson aðstoðarframkvæmda- stjóri, Guðrún Gunnsteinsdóttir markaðsfræðingur, Magnús Pálsson rekstrarráðgjafi, Jón G. Gunnlaugsson framkvæmda- stjóri, Ragnheiður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri, Jóngeir H. Hlinason hagfræðingur, Bjarni Kr. Grímsson fiskimálastjóri, J. Halldór Haralz lánasérfræðing- ur, Gísli Benediktsson forstöðu- maður, Garðar Sverrisson rekstr- ar- og vélaverkfræðingur og Stef- án O. Jónsson viðskiptalögmað- ur. Breti með fíkniefni I gær fann Tollgæsla á Keflavík- urflugvelli smáræði af kókaíni á tæplega þrítugum Breta sem var að koma frá Amsterdam. Grunur vaknaði um að maður- inn væri með fíkniefni innvortis. Við yfirheyrslu viðurkenndi hann að svo væri og staðfestu röntgen- myndir það. Maðurinn hafði innvortis 88,9 gr. af kókaíni, 4,2 gr. af hassi, 10,6 gr. af marijuana og 6 e-töfl- ur. Rannsókn málsins er á lokastigi. Olís 70 ára Páll Brynjar Pálsson tekur í hönd ánægðs viðskiptavinar, Eggerts Jónssonar bílstjóra. Ol- íuverslun Islands er 70 ára í dag og af því tilefni lækkaði bensín á bensínstöðvum fyrirtækisins í gær um 4 krónur. I dag verður svo vegleg afmælishátíð á Hótel íslandi. Afsökunar- beiðni í nýlegu viðtali við Þorstein Blöndal lungnasérfræðing urðu blaðinu á þau leiðu mistök að bæta við starfstitil hans stjórnar- setu í ÁTVR, sem hann er sak- laus af. Það er Þórarinn Sveins- son, yfirlæknir krabbameins- deildar Landspítalans, sem þar situr. Þorsteinn Blöndal, sem er einn allra harðasti baráttumaður landsins gegn tóbaksreykingum, og segir sölu á sígarettum bæði siðlausa og óverjandi, er einlæg- Iega beðinn afsökunar á mistök- unum. - HF.i Maður sem var úti að viðra hund sinn fann mannslík á þessum stað í Heiðmörk á fimmtudag. Tvíburar á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hrottalegt morð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.