Dagur - 04.10.1997, Blaðsíða 9
8- LAUGARDAGVR 4. OKTÓBER 1997
FRÉTTIR
-Tkgpr'-
LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997
Elakka
fyrir 26
millionir
Kostnaður ríMsbank-
arnia er að meðaltali
26 milljömr á ári
vegna ferða banka-
stjóra og aðstoðar-
baukastjóra.
Greiðslur dagpeninga maka
bankastjóra Seðlabanka Islands
voru aflagðar í annað sinn 30.
september. Formaður bankaráðs
Birgir ísleifur Gunnarsson.
Seðlabanka Islands segir að það
sé vegna þess að samanburður
við kjör bankastjóra ríkisbank-
anna, sem eru að breytast í
hlutafélög, sé ekki lengur fyrir
hendi.
Engum dylst að umræðan um
ferðalög Steingríms Hermanns-
sonar kann að hafa haft áhrif á
þessa ákvörðun. Þegar reglum
var breytt var Birgir ísleifur
Gunnarsson nýkominn úr átta
Sólon R. Sigurðsson.
daga ferð frá Hong Kong með
eiginkonu sinni, þar sem hann
sat fund Alþjóða gjaldeyrissjóðs-
ins.
Ferðakostnaður allra ríkis-
bankanna vegna ferða banka-
stjóra og maka þeirra á árunum
1994-96 var að meðaltali 26
milljónir á ári, eða 78,5 milljón-
ir króna. Af þessari upphæð var
kostnaður Landsbankans 36
milljónir, Búnaðarbanka 16,5
milljónir og Seðlabanka tæpar
28 milljónir.
í þessum tölum er enginn
risnukostnaður, en hann er ef að
líkum lætur einhver. Þessar töl-
ur komu fram í svari viðskipta-
ráðherra á síðasta þingi. Þar
kom fram að makar bankastjóra
Búnaðarbanka fengu ekki dag-
peninga.
A ferðalögum bankastjóra
greiða bankarnir flugfar og gist-
ingu auk risnu. Þar ofan á hafa
verið greiddir dagpeningar á bil-
inu 10-20 þúsund krónur fyrir
daginn og fari makar með þá eru
greiddir hálfir dagpeningar fyrir
þá.
Þessar greiðslu eru samkvæmt
ákvörðun bankaráðanna, en þau
ákveða starfskjör bankastjór-
Sverrir Hermannsson.
anna. Þessar reglur gilda um að-
albankastjóra bankanna og að-
stoðarbankastjóra, en ekki um
deildarstjóra og aðra yfirmenn í
bankakerfinu.
Margar spurningar hafa vakn-
að um þessi mál. Menn spyija
sig í fyrsta lagi hvort eðlilegt sé
að makar séu á dagpeningum og
í öðru lagi hvort öll þessi ferða-
lög séu nauðsynleg. Margir
spyrja líka hvort þetta háir dag-
peningar séu réttlætanlegir í
Ijósi þess að allur kostnaður við
ferðirnar er greiddur. Dagur
ræddi þessi mál við fólk á föm-
um vegi.
RMTT LJÓS þíf&i* RAUTT LjÓS
UMFERÐAR
Iráð
Biðröðin í Landsbankanum á Akureyri var einsog ógnarlangur áll þegar þessi mynd var tekin. Fólk að borga reikninga og vexti sem bera kostnað bankanna.
Dagpeningaelítan á faraldsfæti! í Hong Kong eru
íslenskir bankastjórar á fundi Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins. Sautján manna sendinefnd
íslands þegar hátt settur maður í bankáheiminum
segir Degi að 2-3 geti sinnt sama erindi. Og uppá
selskapinn fengu konumar að koma með. Fólk í
almennum viðskiptaerindum heima og erlendis
bjargast yfirleitt makalaust. Hvað segja raddir
fólksins - sem horgar reikningana og vextina í
hönkunum? Dagur fór í hanka á Akureyri
og kannaði álit viðskiptavina þeirra sem Hong
Kongast.
fara sé þetta skemmtiferð í leið-
inni og fái fólk síðan dagpeninga í
leiðinni finnst mér þetta vera svo-
lítið siðlaust," segir Snorri. Hann
bætir við að á ferðum sínum er-
lendis með hljómsveitum hafi
hann ekki tekið konuna með á
dagpeningaprís.
Greiðum með vöxtiiiium
„I bankakerfinu er alltof miklum
peningum sóað í ferðalög banka-
stjóranna og maka þeirra," segir
Nanna Ingvadóttir. Hún vill sjá
uppstokkun á öllum sviðum
bankakerfisins til að draga úr
kostnaði. Hún segist enga drauma
hafa alið um að verða sjálf banka-
stjóri eða bankastjórafrú til að
komast að kjötkötlunum. „Þetta
Vonaði að bankastjónun
fækkaði
Hugi Kristinsson vill fara hægt í
sakirnar að breyta núverandi fyrir-
komulagi á því að breyta reglum
um greiðslu dagpeninga til maka
bankastjóra á ferðalögum erlendis.
„Þetta eru gamlar reglur og sé far-
ið að breyta þessu er gengið á
þann rétt bankastjóra sem samið
hefur verið um. Og ætli maður
kærði sig nokkuð um þessu yrði
breytt ef maður væri bankastjóri
sjálfur,” segir Hugi. „Já, það má
víða spara og til dæmis var maður
að vona að bankastjórum yrði
fækkað,“ bætir hann við.
„Ef konur bankastjóra fá dag-
peninga geta allir gert kröfu um að
fá þá greidda með sama hætti. Það
ir sig,“ segir Margrét Guðmunds-
dóttir. - Aðspurð segist hún hálf-
partinn vorkenna bankastjórum og
mökum þeirra að taka við þessum
greiðslum og segir að væri hún
sjálf í þessari stöðu myndi hún að
sjálfsögðu greiða fyrir sig sjálf.
Dæmi 11 m spillingu
Aðalgeir Arnar Eyjólfsson var ekki
að skafa utan af hlutunum. „Þetta
er kjaftæði, bankastjórar hafa há
laun og þeir fá borgað fyrir maka
sína ef þeir fara í utanlandsferðir
með þeim,“ sagði hann. „Þetta er
stórt dæmi um spillingu og ekki
nógu gott. Og ef þeir vilja endilega
taka konuna sína með eiga þeir
auðvitað að borga fyrir hana sjálf-
ir. Á þann hátt á að breyta reglun-
„Alltof miklum peningum sóað í ferða-
lög, “ segir Nanna Ingvadóttir.
Svolítið siðlaust
„Bankastjórar eru auðvitað að
vinna fyrir sitt fyrirtæki þegar þeir
er á ferðalögum erlendis," segir
Snorri Guðvarðsson, málari og
„Nánast hefð að fólk I háum stöðum fái
svonar greiðslur. Hefðinni má breyta, “
segir Margrét Guðmundsdóttir.
tónlistarmaður. „Bankastjórarnir
hljóta fjandakornið að geta verið
erlendis í fáeina daga án þess að
konan sé með. Auðvitað dettur
manni í hug að þegar konurnar
„Auðvitað vilja bankastjórar ekkert borga
sjálfir, “ segir Aðalgeir Arnar Jónsson.
er auðvitað mjög óeðlilegt að við
séum að borga þessi ferðalög, þó
við greiðum þetta auðvitað með
þeim háum vöxtum sem allir eru
að sligast undan.“
„Þeir hljóta að geta verið erlendis I fáeina
daga án þess að konan sé með, “ segir
Snorri Guðvarðsson. - myndir: brink.
er nánast orðin hefð að fólk í
háum stöðum í landinu fái þessar
greiðslur - og hefðinni má breyta.
Ef konurnar vilja fara með mönn-
um sínum verða þær að borga fyr-
„Það má víða spara, “ segir Hugi
Kristinsson.
um. En auðvitað vilja bankastjór-
arnir hafa þetta einfalt og auðvelt,
þannig að þeir þurfi ekkert að
borga sjálfir."
- SBS.
Framboðsmál D-lista
skýrast á fimmtudag
Aöalfimdur fulltrúa-
ráðs Sjálfstæðisfélag-
aima á Akureyri verð-
ur fiiiimtudagiim 9.
október nk. Þar muiiu
línumar í framboðs-
máluiium skýrast
verulega.
í vor var efnt til skoðanakönnun-
ar meðal sjálfstæðismanna um
það hvaða fólk ætti að skipa
framboðslistann, og verður nið-
urstaða þeirrar könnunar eflaust
kynnt nk. fimmtudag. Dalvík-
ingurinn Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á Isafirði, hefur mjög
verið í umræðunni sem hugan-
legt bæjarstjóraefni listans, og
mundi hann þá jafnframt verma
l. sæti listans. Þá hugmynd
hugnaðist ekki öllum allskostar,
m. a. ekki Sigurði J. Sigurðssyni,
sem skipaði 1. sæti listans við
síðustu kosningar. Aðrir bæjar-
fulltrúar D-listans, Valgerður
Hrólfsdóttir og Þórarinn B.
Jónsson, hafa einnig hug á
áframhaldandi setu í bæjar-
stjórn.
Sigurður J. Sigurðsson segir
að margt bendi til þess að vinstri
flokkarnir á Akureyri nái saman
Mundi ekki skorast undan því að vera
pólitískt bæjarstjóraefni sjálfstæðis-
manna, væri eftir því leitað við mig,
segir Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfull-
trúi.
um sameiginlega framboðslista,
og það verði ekki gert nema sam-
komulag sé fyrirliggjandi um
bæjarstjóraefni.
„Þá sitjum við sjálfstæðismenn
einir eftir með að tilkynna bæj-
arstjóraefni fyrirfram og því gæt-
um við staðið andspænis því að
gera slíkt þó það hafi ekki verið
venjan til þessa. Það er enginn
afarkostur en menn verða að
gera sér grein fyrir því að það
verða ekki þrír bæjarstjórar og
kjósendum því ekki tryggt að
bæjarstjóraefni þess lista sem
það kýs verði bæjarstjóri. Það
tókst hjá Framsókn vegna þess
að þeir náðu samkomulagi við
Alþýðuflokkinn um meirihluta-
samstarf, en það hefði ekki gerst
í samstarfi við aðra,“ sagði Sig-
urður J. Sigurðsson.
Værir þú tilbtíinn til að vera
pólitískt bæjarstjóraefni sjálfstæð-
ismanna?
“Ef eftir slíku væri leitað við
mig þá mundi ég ekki skorast
undan slíku. Það er oft svo að
kjósendur eru móttækilegri fyrir
nýjabruminu og það gæti verið
góður kostur að bæjarstjóraefni
væri aðkomumaður, ef til þess
fæst hæfur maður. Bæjarstjórar
hafa iðulega verið fengnir að hér
á Akureyri, og það gæti eins
gerst nú svipað og íþróttafélög fá
utanaðkomandi leikmenn ætli
þau sér að sigra.
Fulltrúaráðsfundurinn mun
ekki taka afstöðu til þess þáttar
málsins sem snýr að bæjarstjóra-
efni, en hins vegar hvort farið
verður í prófkjör eða skipi kjör-
nefnd sem stilli upp lista. Er það
aðalatriði að þessi aðili hafi
pólitískt afl fyrir bæjarstjórn eða
er það aðalatriðið að menn viti
hver það er sem áhugi er fyrir að
skipi þetta embætti.“ GG
Forsvarsmenn héraðsfréttablaða hittust til skrafs og ráðagerða. Þeir vilja ná samningum um lækkun póstburðargjalda.
Héraðsblöð
vilja semja
Á fundi Samtáka hér-
aðsfréttablaða á dög-
mmm komu fram
miklar áhyggjur af af-
komuuui vegna hækk-
unar á póstburðar-
gjöldum.
I kjölfar mikillar hækkunar á
póstburðargjöldum telja for-
svarsmenn héraðsfréttablaða að
rekstrarskilyrði fyrir útgáfu séu
orðin afar slæm. Þannig segir
Elma Guðmundsdóttir, ritstjóri
Austra, að grundvellinum sé
kippt undan útgáfunni. Formað-
ur Samtaka héraðsfréttablaða
tekur ekki jafn djúpt í árinni en
segir stöðuna þó alvarlega. Verið
er að leita leiða til að finna lausn
að sögn hans.
„Menn leggja ekkert árar í bát.
Á fundi í síðustu viku var sam-
þykkt að kanna hug allra blað-
anna til að ná samningum við
Póst um sameiginlega lækkun á
þessu gjaldi. Ef það gengur ekki
er um verulegt áfall að ræða,“
segir Sigurður Björn Blöndal,
formaður Samtaka héraðsfrétta-
blaða.
Sem dæmi um hækkunina fer
póstburðargjald fyrir Austra úr 5
kr. f 17.50 krónur. Héraðsfrétta-
blöð eru alls um 20 á landinu.
- BÞ
Sýslumaðurinn á
Akureyri Hafnarstræti 107,
600 AkureyriSími 462 6900
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálfum,
sem hér segir:
Helgamagrastræti 12, íb. á 2. hæð,
Akureyri, þingl. eig. Flosi Jónsson
og Halldóra Kristjánsdóttir, gerðar-
beiðandi Byggingarsjóður rlkisins,
húsbréfad., miðvikudaginn 8. októ-
ber 1997 kl. 10.
Klapparstígur 7, Hauganesi, þingl.
eig. Árskógshreppur og Árskógs-
hreppur, gerðarbeiðandi Byggingar-
sjóður verkamanna, miðvikudaginn
8. október 1997 kl. 13.30.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
3. október 1997.
Ingvar Þóroddson, ftr.