Dagur - 07.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 07.10.1997, Blaðsíða 5
* ’ < ÞRIÐJUDAGUR 7.OKTÓBERBER 1997 - 21 LÍFIÐ t LANDINU Ljóö á táknmáli AUdvenjulegt ljóða- kvöld verður haldið í Þjóðleikhúskj allaran- um í kvöld. Ljóð verða ekki einungis lesin heldur einnig flutt á táknmáli. Ljóðakvöld- ið er hluti af menn- ingardögum heyrnar- lausra sem standa yíir þessa dagan... Það eru leikararnir Arnar Jóns- son, Edda Þórarinsdóttir og Helga Jónsdóttir sem lesa ljóðin, sem eru alls 52 að tölu. Hjálmar Pétursson, Júlía G. Hreinsdóttir og Margareth Harvedt flytja Ijóð- in á táknmáli. Dagskráin hefst klukkan 20.30. Heyrnarlausir eiga í erfiðleik- um með að skilja skrifaðan og lesinn texta, og á það ekki síst við um ljóð en í þeim er oft að finna mjög flókin orðasambönd. „Is- lenska og táknmál eru mjög ólík, þau eru sjálfstæð mál. Táknmál- ið er móðurmál heyrnarlausra, íslenskan eins og annað mál,“ segir Júlía G. Hreinsdóttir sem hefur verið heyrnarlaus frá fæð- ingu en hún er meðal þeirra sem í kvöld munu flytja ljóðin á tákn- máli. „Þegar við túlkum ljóðin fylgjum við ekki nákvæmlega ís- Ienskunni vegna þess að setn- ingaskipan er allt öðruvísi á tákn- máli en í íslenskunni. Við þýðum ljóðið ekki orð fyrir orð, heldur sjáum við ljóðið sem heild og sköpum myndir með táknum. Við notum einnig ríkari svipbrigði og stærri hreyfingar í mun meira mæli en þegar við notumst við venjulegt táknmál," segir Júlía. Júlía segist vera hrifnust af ljóðum sem búa yfir ríku mynd- máli og persónugervingum. Eftirlætisljóð hennar er Tíminn og vatnið. Júlía hefur lokið öllum skyldu- áföngum í íslensku í Mennta- skólanum í Hamrahlíð. „Aður var ég í skóla þar sem kennarar kunnu ekki táknmál og gátu því ekki útskýrt fyrir mér ljóðin. I Hamrahlíð var ég með túlk sem túlkaði jafnóðum það sem kenn- arinn sagði, ég fékk þ\a Ijóðið beint í æð með táknmáli." Júlía fæddist heyrnarlaus og segist aldrei hafa fundið til ein- angrunar vegna heyrnarleysisins. „Eg er oft að reyna að ímynda mér hvernig það er að vera heyr- andi en ég get það ekki, ekki fremur en þeir heyrandi geta ímyndað sér hvernig er að vera heyrnarlaus," segir hún. —kb Júlia hefur veriö heymariaus frá fædingu en getur engu að síður notið töfra Ijóðlistarinnar. -mynd: þúk AJræmdur staður vegna reimleika Mannabem fundust þegar grafið var fyrir granni hússins í Við- firði. Hvort sem um raunverulega reimleika er að ræða eður ei, vakti frétt Dags um draugagang í Viðfirði í vor milda athygli. Hóp- ur ungmenna taldi sig sjá hvíta vofu dansa næturlangt við eld - sem síðar kom í ljós að hafði ekki brunnið! Margsinnis áður hefur leikið grunur á yfirnáttúrulegum öflum og er hér stiklað á stóru vegna óska lesenda. Fyrstu heimildir eru frá 18. öld þegar Gunnlaugur Arnason var veginn í Hrafnkelsdal á aðfanga- dag. Grunur lék á að óvættur eða „jötunvaxinn maður" hefði grandað honum eftir hlóðug átök. Þannig segir Þórbergur Þórðarson frá í bók sinni Við- fjarðarundrin (1943): „Þarna hafði orðið hörðust viðureignin. Gat þar að Iíta traðk mikið og grjót uppleyst. Þar lá Gunnlaug- ur dauður á grúfu, snúinn úr liði um axlir og kné, brjóstið rofið, og slitið burtu hjartað og horfið og annar handleggurinn líka, en stafur hans lá þar margbrotinn. (BIs. 43) Fleiri frásagnir fylgja næstu áratugina en árið 1928 hefst nýr kafli í sögu Viðfjarðarundra. Þóf- bergur segir að upphaf þeirra krafta sé rakið til þess að um vor- ið var grafið fyrir grunni að stóru steinhúsi vestan við bæinn og bakvið gamlan baðstofuvegg. Baðstofan var rifin þegar grafið var fyrir grunninum en eitt horn nýja hússins og baðstofunnar náðu saman. Við gröftinn komu í ljós tóftarbrot og fundust m.a. leifar af mannsbeinum. Nýja húsið er sama hús og kom við sögu í vor. Ekki skulu Viðfjarðarundur síðari tíma tíunduð hér, en skv. Þórbergi varð hið síðasta þeirra árið 1943. Síðan hefur af og til komið upp kvittur fram til dags- ins í dag. Nýjstu atburðir urðu svo í vor þegar félagar í ung- mennadeild björgunarsveitar í Norðfirði urðu \itni að óútskýr- anlegum hlutum. Eftir að hafa sagt draugasögur að kveldi magnaðist upp stæk ldeinusteik- ingarlykt í kjallara hússins. Hún var óútskýrð. Tveir félaganna sáu að kveikt hafði verið í bálkesti sem þau höfðu árangurslaust reynt að brenna um kvöldið, en ekki tekist vegna vætu. Þar bar- dúsaði hvít vera, og dansaði klukkustundum saman við eld- inn. Hópurinn var vakinn og fylgdist allur með þessum fyrir- brigðum um nóttina, eins og ítar- lega var sagt frá í föstudagsblaði Dags. -Bl>

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.