Dagur - 07.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 07.10.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDA GUR 7.0KTÓBER 1997 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Bjarki Guðmundsson, t.h., fagnar bikarmeistaratitlinum. Hægra megin við hann stendur einn afungu ieikmönnunum í Keflavík, Þórarinn Kristjánsson. mynd: brynjar gauti Allir eiga að nota hj álma Bjarki Guðmundsson, mark- vörðurKeflvíkinga, vann það einstæða afrek að verja þrjár vítaspymurí úrslitaleiknum gegn Vestmannaeyingum í bikarkeppninni um helgina. „Ég varheppinn, “ segir hann. „Leikurinn var ágætur hjá okkur. Við spil- uðum massívan leik, náðum góðum ár- angri og gerðum það sem við ætluðum að gera nema að skora. Okkur tókst það ekki en það voru náttúrulega allir í liðinu sem unnu þetta,“ segir kornungur markvörður Keflvíkinga í knattspymu, Bjarki Guð- mundsson, 21 árs, en hann vann það einstæða afrek á sunnudaginn að veija þijár vítaspyrnur frá Islandsmeisturum IBV og tryggja þannig liði sínu sigurinn. Bjarki er maður leiksins og hefur verið kallaður bjargvættur Keflvíkinga enda hefur aðeins einn markvörður gert þetta áður. Bjarki er sonur Guðmundar Valtýsson- ar og Kristínar Rósu Sigurðardóttur og á einn hálfbróður, sem er seigur á skíðun- um. Kona Bjarka er Bryndís Valsdóttir, nemi við Háskóla Islands. Hvorugt for- eldranna hefur verið í íþróttum að ráði en „eitthvað" hefur hann íþróttirnar í blóð- inu því móðurbróðir hans er Bjarni Sig- urðsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður. Bjarki vinnur við innritun hjá Flugleiðum á Keflavíkurflugvelli og hefur starfað við það frá því í vor. Hann vonast til að halda því starfi í vetur og segist kunna ágætlega við það. Fyrir utan fótboltann hefur hann mestan áhuga á góðri tónlist og bíómynd- um Góð stenunning á bikarleilmuni „Stemmningin var gífurleg og það var mjög gaman að spila undir svona kring- umstæðum. Það var fullt af fólki og góðar aðstæður. TitiIIinn var náttúrulega í húfi,“ segir Bjark1 morguninn eftir leikinn. Hann er lítillátur þó að hann hafi unnið það afrek að verja þrjár vítaspyrnur og segir að markverðir eigi aldrei von á að gera slíkt. „Það er alveg frábært náttúru- lega,“ segir hann. - Fyrsta vítaspyrnan var dæmd á Bjarka sjálfan fyrir að fella Inga Sigurðsson í leiknum og myndi margur sjá bikarinn fljúga úr höndum sér eftir slíkt. Hvernig ætli honum hafi Iiðið, til dæmis þegar hann varði fyrstu vítaspyrnunar „Þá leið mér alveg ótrúlega vel, alveg toppurinn á tilverunni og það batnaði með hverri spymunni,“ segir hann og hlær. í stuttu fríi næstu vikurnar Bjarki segir að það hafi gerst áður að nokkrar vítaspyrnur hafi verið varðar í bikarúrslitaleik og það í leik Vals og KR þegar markvörðurinn varði tvær víta- spyrnur. Markvarsla Bjarka er þó söguleg því hann varði þrjár, „smálukka með rnanni," segir hann. Það hlýtur þó að vera aðeins meira en smálukka því að Bjarki er aðeins 21 árs og hefur bara spilað með liði Keflvikinga frá því í sumar. Bjarki var í fríi úr vinnunni í gær, dag- inn eftir leikinn, enda fóru strákarnir í liðinu með- sínu fólki, meðal annars stjórnarmönnum, á Glóðina í Keflavík og fengu sér að borða til að fagna sigrinum. Liðið verður svo í fríi næstu tvær til þrjár vikurnar en svo byrja þeir á dútli innan húss og svo fer alvaran að taka aftur við. Hann segir að fótboltinn reyni ekkert á kroppinn, „þetta er bara útrás, maður er búinn að vera í þessu síðan maður var tíu ára og bara vanur þessu. Þetta er hluti af lífinu," segir hann. Vill verða „betri og betri“ Bjarki stefnir að þvi að komast vel í gegn- um lífið og gera sem fæst mistök, „bara lifa vel“, segir hann. I fótboltanum er helsta markmiðið að verða betri, „alltaf betri og betri“. Hann vonast til að komast í atvinnumennsku eins og fleiri fótbolta- strákar en segir sallarólegur að það verði að hafa sinn gang. „Það gengur vonandi einhvern tímann upp,“ segir hann. -GHS Að undanfómu hefurnotkun reiðhjólahjálma verið í um- ræðunni. Því miðurem þeir enn offáirsem nota hjálma og sýnirfjöldi alvarlegra slysa það beturen alltannað. Að sögn lækna á Slysadeild em áverkarþeirra sem koma inn eftirreiðhjólaslys, mun minni hafi þeirnotað hjálma og þá sérstaklega höfuð- áverkarsem oft em mjög al- varlegir og geta orsakað var- anlegan skaða. DagurTím- inn tók nokkra krakka tali og spurði þá um hjálmanotkun. Apríl Sól Salomonsdóttir er 9 ára snót. „Ég er eiginlega aldrei að hjóla, því bróðir minn sprengir alltaf dekkið á hjól- inu mínu, en ég á samt hjálm“, segir Apríl Sól Salomonsdóttir. Ég hjóla aldrei á göt- unni, bara á gangstéttinni og á bílastæð- um“. Henni finnst sjálfsagt að nota hjálm og skilur vel áhættuna sem fylgir því að vera hjálmlaus. „Ég held það séu bara tvær vinkonur mínar sem eru alltaf með hjálm", segir Apríl að lokum. Böðvar Darri Le’Macks er 11 ára gamall. „Ég á hjálm og nota hann stundum, en ekki alltaf," segir Böðvar Darri Le’Macks. „Stundum finn ég hann ekki og ef ég er að flýta mér út þá man ég ekki alltaf eftir því að setja á mig hjálminn". Krakkarnir sem hann umgengst nota hjálma lítið, e,t I\/í nrviivín <nn, n«i. alltaf að segja mér að nota hjálminn," bætir hann við að lokum. Ingalóa Ingólfsdóttir er 8 ára ára. „Ég á hjálm og nota hann alltaf þegar ég er að hjóla. Mér finnst að krakkar eigi alltaf að vera með hjálm,“ segir Ingalóa Ingólfsdóttir. Hún segir að krakkamir sem hún umgengst noti alltaf hjálma og heyrir mikið um hjálmanotkun heima hjá sér. „Ég veit alveg hvað það er hættulegt að hjóla með engan hjálm,“ segir hún svo. Viktoría Guðmundsdóttir er 7 ára. „Ég á hjálm. Ég nota hann alltaf þegar ég fer út að hjóla,“ segir Viktoría Guð- mundsdóttir. „Mér finnst það ekkert bjánalegt, en sumir krakkar segja það,“ bætir hún við. „Fullorðna fólkið er alltaf að segja mér að nota hjálm.“ Krakkarnir í hennar bekk og árgangi nota flest hjálma, en stóru krakkarnir ekki. Hún heldur að það sé vegna þess að þeim fínnst hjálmar asnalegir. Gunnar Ingi Sveinsson er 15 ára. „Ég á ekki hjálm, en myndi nota hann ef ég ætti hann“, segir Gunnar Ingi Sveinsson, sem kemur á hjóli í skólann. „Fæstir þeirra sem ég þekki nota hjálma, eldri krakkar gera það yfirleitt ekki“. Honum finnst hjálmanotkun ekkert asna- leg. Hann segir enga umræðu á meðal krakka um slys í umferðinni og þó svo verði dauðaslys, þá ræði þau það ekki sín á milli. ' i \ r \ > .* 4 > \ i r \ ^ T

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.