Dagur - 07.10.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 07.10.1997, Blaðsíða 12
I i i I ! I f í 1 i Þriðjudagur 7. o k t ó b e r 19 9 7 Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI - SÍMI 462 3524 Seiðandi söngur barnanna Fjöldi hæfileLkaríkra krakka mætti í áheymarpróf vegna uppsetningar á söng- leiknum Söngvaseiði. „Eitt af því erfiðasta sem hægt er að gera held ég að sé að standa á sviði og syngja fyrir ókunnugt fólk; fólk sem þú veist að er að fylgjast með því hvernig þú syng- ur og spjarar þig. En krakkarnir sem komu í prófið stóðu sig afar vel, og það var erfitt að gera upp á milli þeirra. Ætli þetta hafi ekki alls verið um 100 krakkar," segir Trausti Ólafsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Sex hlutverk bama Um sl. helgi var efnt til áheyrnar- prófs hjá Leikfélaginu vegna söngleiksins Sound of Music, Söngvaseiðs, sem félagið mun sýna á útmánuðum komandi árs. I verkinu eru alls sex hlutverk sem börn fara með og til að dreifa álagi á þau hefur verið brugðið á það ráð að tvísetja þau. Það stefnir því í að alls muni tólf börn taka þátt í uppsetningunni. „Flest þeirra krakka sem komu í prófið hafa áður haft reynslu af leiklist og tónlist, svo sem því að leika, syngja eða leika á hljóð- færi. Því komum við ekki að tóm- um kofunum hjá þeim,“ segir Trausti. „Við munum svo byija æfingar á verkinu strax eftir ára- mót. Frumsýnt verður þann 6. mars og þetta verður opnunar- sýning okkar eftir miklar breyt- ingar á Samkomuhúsinu. Auður leikstýrir Auður Bjarnadóttir mun leikstýra Söngvaseiði og Guðmundur Óli Gunnarsson verður tónlistar- stjóri sýningarinnar. Fjölmargir aðrir koma við sögu í uppsetn- ingu þessa verks, sem hefur not- ið svo mikilla vinsælda um langa hríð. -sbs. Fylgst með upprennandi æsku. Guðmundur Úli Gunnarsson, tónlistarstjóri, Auður Bjarna- dóttir, leikstjóri og Trausti Úlafsson, leikhússtjóri. t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.