Dagur - 07.10.1997, Blaðsíða 7
Gunnar Oddsson og félagar börðust hetjulega á Laugardalsvelli um
helgina og uppskáru sigur eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni.
Árni valinn
Ami Gautur Arason, mark-
vörður knattspymuliðs Stjöm-
unnar, var valinn leikmaður
ársins á lokahófi liðsins um
síðustu helgi. Ámi Gautur gekk
til liðs við Stjömuna frá ÍA fyrir
þetta tímabil.
Pantið námskeið!
Fræðslustarf UMFÍ er rekið
með svipuðu sniði og áður.
Boðin em fjölbreytt námskeið
sem hvert tekur þrjá tíma. Hægt
er að halda námskeiðin stök eða
raða fleiri saman að vild. Þau er
hægt að panta hvert á land sem
er með litlum fyrirvara. Kostnaði
við námskeiðin er haldið í
lágmarki.
Framundan em námskeið hjá
UMSS, HSK, UMSB og fleiri
aðilum. Sambönd og félög em
hvött til að panta námskeið hið
fyrsta. Allar nánari upplýsingar
fást á þjónustumiðstöð UMFÍ í
síma 568-2929 eða á
heimasíðunni. Slóðin er
www.toto.is/umfi.
Viðtal við forseta íslands
Um miðjan mánuð kemur 4.
tölublað Skinfaxa út og þar er
meðal annars að finna viðtal við
Olaf Ragnar Grímsson, forseta
Islands. Einnig verða birt öll
úrslit frá Landsmótinu í
Borgamesi og Ingimundur Ingi-
mundarson, formaður Lands-
mótsnefndar, gerir mótið upp.
Frábær sigur
Ungmennafélagið Afturelding
vann frábæran sigur í
Evrópukeppninni í handknattleik
um helgina. Afturelding vann
Austurríska liðið Stockerau með
sjö mörkum og er það gott
veganesti fyrir seinni leikinn í
Austurríki.
F rjálsíþróttíiæfingar í Reykjavík
Eins og undanfarin ár leigir
UMFÍ aðstöðu í Baldurshaga í
Laugardal á föstudagskvöldum.
Þama er tækifæri fyrir
ungmennafélaga sem búsettir em
á höfuðborgarsvæðinu yftr
vetrartímann að mæta til æfinga,
ásamt frjálsíþróttafólki víða að
af landinu sem vill leggja á sig
ferðalögin.
Æfingamar em á föstudögum
kl. 19:40-21:20.
Ungmennafélagar em hvattir
til að mæta vel. Héraðssambönd
og félög ættu að láta boðin
berast og ýta við sínu fólki.
Æfingamar em ungmenna-
félögum að kostnaðarlausu.
Umsjón
Jóhann Ingi
Árnason
s: 568-2929
Bikarmeistarar
Það var góð byrjun og góður
endir á knattspymusumri Kefl-
víkinga. Liðið sýndi allar sýnar
bestu hliðar í upphafi móts en í
seinni umferðinni fór aðeins að
síga á ógæfuhliðina. Liðið
komst hins vegar í úrslit Coca-
Cola bikarsins og þar sýndu
ungu strákamir stáltaugar.
Keflavíkurliðið sigraði slakt lið
ÍBV eftir framlengdan leik og
vítaspymukeppni en hvemig var
hljóðið í Gunnari Oddssyni
skömmu fyrir leik.
Það voru ótrúlegar sveiflur
hjá liðinu, um mitt tímabil þá
dettur botninn úr þessu.
Einhver skýring á þessu?
„Ég held að það sé ekki hægt
að finna einhverja einhlíta skýr-
ingu. Það vom sjálfsagt ýmsir
þættir sem spiluðu þama inn í.
Fyrst og fremst var lítil breidd
hjá okkur og því nánast engin
samkeppni um stöður. Það vom
of margir menn sjálfsagðir í liðið
og við gátum gert litlar
breytingar. Önnur lið lærðu því
smátt og smátt inn á leik okkar.
Einnig vom fáir menn að gera
hlutina hjá okkur í byrjun, eins
og að skora og liðin gátu því
einbeitt sér að taka þessa menn.”
Hvað viltu segja um árangur
liðsins í ár?
„Við settuin það markmið að
láta þessa ungu stráka þroskast í
spennulitlu umhverfi þ.e.a.s. að
láta þá ekki standa í fallbaráttu.
það tókst. Okkar markmið tókust
að miklu leyti og við eigum enn
möguleika að ná í titil (sem nú
hefur náðst). Ef við skoðum
þetta með mannskapinn í huga
og árangur liðsins í fyrra, þá
mega menn vera nokkuð sáttir,
þótt við séum flestir ósáttir við
árangurinn í seinni umferðinni.”
Þú varst ekki einn þíns liðs
varðandi þjálfunina. Hvernig
gekk samstarflð hjá þér og
Sigurði Björgvinssyni ?
„Samstarfið gekk mjög vel.
Við þekkjum vel hvor annan og
emm á sömu nótum varðandi
þjálfun. Það reyndi ekki mikiðá
okkur í byrjun en síðan
magnaðist álagið eftir að verr fór
að ganga en það hafði engin
áhrif á samstarf okkar.”
Hvað með næsta ár, verðið
þið áfram?
„Samningar okkar við félagið
renna út á sunnudaginn (s.l.
sunnudag) eftir birkarúrslita-
leikinn og eftir það verður
framhaldið skoðað. Það er
ekkert ákveðið í þessum efnum
en það getur vel farið svo að við
höldum áfram.”
Þú ert orðinn 32 ára gamall.
Ætlarðu að halda áfram eftir
að þú leggur skóna á hilluna?
,Já, ég hugsa það. Ég á von á
að ég verði eitthvað að brasa við
þjálfun. Þetta var mjög
skemmtilegt og áhugavert ár sem
maður lærði mikið af og maður
verður að nýta sér það.“
Viðtal: Valdimar Grimsson
Mynd: Sigurjón Ragnar