Dagur - 07.10.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 07.10.1997, Blaðsíða 11
 ÞRIÐJUDAGUR 7.0KTÓBER 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU Jón FreyrÞómrinsson erskólastjóri Laugar- nessskóla og hefur starfað þar óslitiðfrá árinu 1956. Hann var ir Jón Freyr. Aður fyrr gat skólastjórinn leyft sér að fara öðru hvoru heim uppúr klukkan þrjú, en það er ekki hægt lengur. Vinnu- dagurinn er langur og oft fer Jón Freyr með verkefni heim, fyrir utan ýmsa fundi sem eru á kvöldin og tilheyra skólastarfínu. Jón Freyr hefur verið skólastjóri lengi og margir þeklýa hann í gegnum þaðstarf. Hann er líka mik- ill dansmaður, enda dans eitt afaðaláhugamálum hans mynd: hilmar yfirkennarifrá 1965- 1973, erhann tók við skólastjómstöðu. „Það hefur geysimikið breyst á þessum árum, en stærsta breyt- ingin er sú, að áreitið er svo miklu meira. Það þarf að hafa samskipti við svo marga nú, mun fleiri aðila en áður var. Það gefst varla tími til að ljúka nokkru verki því það koma stöðugt upp ný verkefni, oft á tíðum eitthvað sem þarf að ganga í samstundis. Þá þýðir ekkert að vera upptekinn við annað og komast ekki til að sinna því sem bráðliggur á,“ seg- Gainan að hitta nýja neniendur Foreldrar koma nú í auknum mæli með börnin sín í heimsókn og vilja skoða skólann og aðstöð- una, það er starf sem skólastjór- inn sinnir yfirleitt. Jón Freyr hefur ákaflega gaman af að hitta nýja nem- endur og sýna þeim skólann eitt af mörgum verkefnum sem hefur bæst við upp á síðkastið. Heilsdagsskól- inn er Iíka nýr, í upphafi taldi Jón að nemendur í honum yrðu um 20 en þeir eru 150 í dag. Þetta kallar á stjórnun og um- sjón, það eru 10-12 manns sem sinna börnunum, starfsmenn sem hafa bæst við starfslið skól- ans. „Mér fínnst svo ánægjulegt hvað fólk er orð- meðviðtaðra um sam- skipti skóla og heimila og sér- staklega áber- andi að það kemur og talar við mig út af ýmsu sem fyrir nokkrum árum hefði bara verið látið eiga sig. T.d. f hvaða bekk börnin lenda, með hvaða krökk- um og hvort einhverjir úr göt- unni séu í sama bekk og svo framvegis. Þetta er eitthvað sem fólk skipti sér hreinlega ekki af og taldi sér ekki koma við hér áður fyrr. Þetta starf er nokkuð erilsamt, eins og ég sagði áður, en það er skemmtilegt og gefandi og ég er á þeirri skoðun að það sé ekki hægt að sinna þessu starfi ef maður er óánægður segir Jón að iokum. „ VinnucLagurinn er langurogégstendmig jjj oft að því aðfarn með verkefni heim. “ NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR „Haldlði kjafti í Haganesvík“ Sr. Lámsi i Miklabæ ofbauð sá dæmalausi kjaftagangur sem ómaði á símalínum í Skagafirði og hann sagði íbúum á Hofsósi að éta skft svo hann sjálfur gæti hringt á Krókinn. Sveitasími landsins þótti mikið þarfaþing þegar hann kom fyrst til sög- unnar, snemma á öldinni. Ekki einasta þýddi hann að menn gátu talað í hann, heldur ekki síður það að menn gátu hlust- að. Fengið helstu fréttir um það sem var að gerast í þeirra sveit, og jafnvel víðar. Þóttu einstaka sveitabæir áhugaverðari en aðrir í því sambandi, og geta fjölmargir sem nú eru komnir til vits um ára vitnað um það. Eða einsog gamli maðurinn í Fljótshlíð sagði þegar sjálfvirki síminn kom: „Það er ekld hálft gagn af símanum lengur, núna getur maður bara talað í hann en ekki hlustað." Sveitasíminn í Skaga- fírði þótti mikið þarfa- þing, rétt einsog annarsstaðar, þó hann væri frumstæður til að byrja með. Þannig var símtöðin á Miklabæ í Blöndu- hlfð þriðja flokks símastöð sem kallað var, það er að símtöl frá henni þurftu að víkja fyrir sím- tölum frá öðrum hærra skrifuð- um stöðvum annarsstaðar í hér- aðinu. Svo bar einhverju sinni við að menn kjöftuðu fjandann ráða- lausan á öllum stöðvum í Skaga- firði. Sr. Lárusi Arnórssyni, sem þá sat í Miklabæ, var þá orðið verulega mál að komast í sím- ann til að bera áberandi skila- boð út á Sauðárkrók. En út með öllum firði heyrðist stanslaus kjaftagangur, þannig að á end- anum kallaði Lárus svo undirtók á símalínunum og það sem hann hafði yfir enn en í minnum haft og sagt manna á meðal á góðum stundum. „Haldiði kjafti í Haganesvík, étiði skít ú Hofsósi, Krókur, Krókur, Krókur." Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson. j lJ j tji llfTTiffl MlílWl || [;p;| íiyifiilliy Smátt og stórt Hunda áLand- spítal- ann! Hundar eru tryggir og ekki að ástæðulausu sem þeir eru kallaðir bestu vinir mannsins. Nú hafa fréttir borist af því að hundar flýti fyrir bata sjúklinga og létti öldruðum lífið, gefí lífsfyllingu og auki á lífsviljann og kemur engum á óvart. Þetta hefur gengið svo langt að meira að segja nokkrar sjúkra- stofnanir í Noregi hafa ákveðið að leyfa gæludýr með sjúkling- unum. Þetta er kannski ágætis hugmynd fyrir ríkisstjórnina og heilbrigðisráðherrann okkar á þessum sífelldu niðurskurðar- tímum: leyfum hunda á Land- spítalann! Það yrði vissulega nýbreytni í hundljandsamlegu þjóðfélagi Islendinga og kannski myndi það spara pen- inga. Eru þetta ekki fyrirbyggj- andi aðferðir? Hundar lækna? „Bjark-vættur“ Bjarki Guðmundsson, hinn duglegi markvörður Keflvík- inga, var maður helgarinnar þegar hann varði þtjár víta- spyrnur og tryggði þar með Iiði sínu bikarinn í fótbolta. Ibúar Bítlabæjarins urðu að vonum kátir enda mikill sigurvilji í lið- inu þeirra. Þetta gekk svo vel að hið víð- lesna dag- blað DV sá ástæðu til að kalla Bjarka „bjark-vætt“ Keflvíkinga. Ekki ama- legt það. „Bjark-vættur“ We are the Champions! Og að lokum vakti frétt um fjölmiðlamótið í knattspyrnu á Stöð 2 sérstaka athygli á laug- ardagskvöldið enda hafði knattspyrnufélagið þeirra sigr- að í mótinu. Stöðin sýndi myndir af duglegu fótbolta strákunum sínum á vellinum og að sjálfsögðu var Haukur Hólm þar valhoppandi í svört- um lafafrakka með pípuhatt. Og talandi um húmor. Það var greinilegt að Stöðvar 2-menn gátu ekki stillt sig um að gera smá grfn því að hljómsveitin Queen sá um músíkina með myndunum og þá kom auðvit- að ekkert annað til greina en „We are the Champions". Hefur sigurinn stigið einhverj- um til höfuðs? „Champions"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.