Dagur - 07.10.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 07.10.1997, Blaðsíða 10
26 -ÞRIÐJUDAGUR 7.0KTÓBER 1397 LÍFIÐ t LANDINU BÍLAR Glæsilegur og gaman að aka Toyota Landcruiser er laglegur bíll sem mann langar / Olgein Helgi Kjartansson skrifar Toyota Landcruiser bar lengi vel höfuð og herð- ar yfir aðra jeppabíla- á markaðinum hérlendis en á síðustu árum hafa komið nýjar jeppateg- undir sem vermt hafa veldi hans undir uggum en þrátt fyrir það er orð- sporið ótvírætt og nýr Landcruiser stendur vel fyrir sínu. A miðju síðasta ári kom Landcruiserinn í breyttri útfærslu sem minni bíll en áður. Stóri bíllinn er áfram í boði en verðmunurinn á bílun- um er u.þ.b. ein milljón króna. Bíllinn sem Dagur reynsluók var Toyota Landcruiser GX með 3.0 lítra turbo diesel vél breyttur fyrir 33“ dekk. Þessi breyting gerir það að verkum að það er strax orðið svolítið óþægilegra að ganga um bílinn þar sem hann er orðinn hærri. En 33“ dekkin gefa bílnum meiri möguleika f ófærum og heldur meiri mýkt en væri hann á þeim hjólbörðum sem hann kemur á. Hins vegar er Landcruiserinn mjúkur bíll og fer vel með mann nánast á hvaða dekkj- um sem hann er. Til að sjá er þetta glæsilegur bíll. Þegar sest er upp í hann finnur maður strax fyrir svolítilli íhaldssemi í hönnun aðallega varðandi mælaborðið. Klukkan er t.d. skífa en ekki stafræn og hraða- mælinum svipar mjög til hraðamælanna í Hi-Lux fyrir fimmtán árum. En það er líka dálítill virðuleikablær yfir bílnum að innan. Stokkurinn milli framsætanna er mjög rúmgóður. Það fer vel um mann f framsætunum. Bekkurinn aftur í er í harðara lagi. Aftast í bílnum eru auka- sæti, skráð fyrir þijá. Þau eru í minna lagi fyrir fullorðna, þó það sé kannski engin nauð að sitja í þeim en þau henta betur börnum eða unglingum en full- orðnum. Alls er bíllinn skráður fyrir átta manns. Gaman að aka Það er ósköp notalegt að aka þessum bíl Hann ermjúkur ogfervel með mann liggurvelávegi og það erbráð- skemmtilegt að aka honum. og í rauninni er þetta einn af þeim bíl- um sem mjög gaman er að aka. Þriggja Iítra túrbóvélin tekur vel á þrátt fyrir stærri dekk og þegar bíllinn er farinn að hitna er upptakið orðið í fínu lagi. A malbikinu eru að sjálfsögðu engin vandræði að aka bílnum. Þegar komið er út á malarvegina fer hann hins vegar fyrst að njóta sfn fyrir alvöru. A krókótt- um og ósléttum malarvegum finnur maður mest fyrir stærstu kostum bíls- ins: Mjúkri fjöðruninni sem tekur flest- ar holur og gerir það að verkum að bíl- inn tekur í mesta lagi dýfur en heggur aldrei; lipri gírskiptingunni og túrbínuvélinni sem rífur Landcruiserínn af stað eftir að hægt hefur verið á vegna beygju eða holu; ABS-hemlalæsivörninni; frábærri svörun í stýri og svo einfaldlega klessu- Iiggur bíllinn. Að vísu fannst mér ABS-brems- urnar ekki taka nógu vel á þegar nauðhemlað var á þvottabretti með lausu malarlagi ofan á vegin- um, en það er í sjálfu sér rannsóknarefni hversu vel ABS-hemlar henta yfir höfuð á mik- ið breyttum jeppum. Bíllinn er með sítengdu aldrifi en hægt er að læsa millikassa með hand- fangi, þ.e.a.s. setja í fjórhjóladrifið. Einnig er hægt að læsa afturdrifi með takka í mælaborði. Tvennt finn ég að Landcruisernum. Orlítið marr eða skrölt heyrðist á ósléttum vegum hægra megin í mælaborðinu og fyrir minn smekk mætti útlitið á mælaborðinu vera örlítið nútímalegra. En ég get ekki fund- ið mikið að þessum bíl. Mundi ég Mundi ég kaupa svona bíl? Já, svo sann- arlega ef ég bara hefði efni á því. En ég er hræddur um að það vanti eitthvað upp á það. Bíllinn sem var reynsluekið kostar ríflega 3,7 milljónir eins og hann er en 3.275 þúsund krónur eins og hann kemur til landsins óbreyttur. En eftir stendur að þetta er einn af þeim reynsluakstursbílum sem mann langar ekkert til að skila aftur. Ýmsar stærðir Lægstur Eigin þyngd 230 mm 1940 kg Heildarlengd Heildarþyngd 2680 kg 4730 mm Tankur 901 Heildarbreidd 1730 mm Afl v/3600 sn. (kW/hö) 92/126 Heildarhæð 1860 mm Hjólabil Sporvídd f^ Sporvídd a. 2675 mm 1475 mm 1480 mm UmQölIun um bíla verður hér eftir á þessum stað í Degi á þriðjudög- um og fimmtudögum. fOM 01 Stærsta gerð af vatnsrúmi inni- heldur nóg vatn til að fylla 200 fm. gólfflöt í húsi með 10 sm. djúpu vatni. Valdís Steíansdollir skrifar Ruslapokar eru ekki góðar fall- hlífar. Legokubbar skila sér í gegnum melt- ingarveg fjögurra ára barna. Dublokubbar gera það ekki. Plastleir og örbylgjur ættu aldrei að hittast. Tarzan getur kennt okkur ýmislegt sem við viljum ekki vita. Það skiptir engu hvað þú setur mikið af hlaupi í sundlaugina, þú getur ekki gengið á vatni. Smágrjót í vatnstankinum or- sakar mikinn hávaða þegar bíllinn er í gangi. Það borgar sig að kíkja inn í ofninn áður en kveikt er á honum. Plastleikföng þoia ekki mjög mikinn hita í ofninum. Þeytivinda í þvottavél dugar ekki til að ormar finni til svima. Þögn þýðir ekki endilega að maður þurfi ekki að hafa áhyggjur. HVAÐ A E G AÐ GERA Við erum hér nokkrar vinkonur á besta aldri og vorum að velta því fyrir okkur hvort lífeyrisréttindi skiptast við skilnað, líkt og þau erfast við dauða maka. Þegar konur hafa verið heimavinnandi alla tíð, þá er það sérstaklega mikilvægt að þær háfi einhveija slíka tryggingu. Oft hafa eigimennirnir verið í góðri vinnu og fá miklar lífeyrirsgreiðslur, en konan er jafn- vel aðeins með ellilífeyri frá ríkinu. Hjá Sameinuðu lífeyrissjóðunum feng- ust þau svör að um það væri ekki að ræða. Ef um skilnað er að ræða, þá fylgja lífeyrisréttindi þeim sem hefur áunnið sér þau, hinn aðilinn, hvort sem hann hefur verið heimavinnandi eða útivinnandi fær engin réttindi út á makann. Hjá Lífeyris- sjóði starfsmanna rfkis og bæja var það sama uppi á teningnum, aðeins við dauða maka erfast lífeyrisréttindi. Athygllsverðar vefsíðirr http://www.cancom.net/~lcajicamp/ index4.htm Hér er að finna myndir og upplýsingar fyrir veiðimanninn sem vill fara til Kanada að veiða. Upplýsingar um verð og aðstöðu, þarna er líka hægt að fá að setja niður húsbíla. http://www.napsnet.com/consnm- er/consumer.htmlconsumer news Neytendafréttir. Allt mögulegt sem varðar neytendur, nýjar vörur erlendis og umsagnir. Að vísu allt fyrir erlendan markað. http://www.spots.ab.ca/%7Eics/Liv- ing.html Á þessari síðu er allt mögulegt um að http://www.wmi.org/hassfish/hass- board/fishing_tactics/397.htm Bátar, vélar, aðferðir við að veiða, veiðistangir, veiðihjól, ábendingar um veiði og staðir til að veiða á. Nauðsyn fyr- ir veiðimanninn. http://altavista.telia.com/cgi- bin/query?mss=is%2Fse- arch&pg=q&country=is&what=weh &kl=&q=diat%2Brooms%2Blist Listi yfir hvar hægt er að finna chat rooms, eða spjallherbergi. http://www.penthou- semag.com/magazine/archive.html Penthouse tímaritið, greinar úr því, myndir og umfjöllun. Ráðagóða homið Pizzur sem keyptar eru í versl- unum, eru oft með litlum osti og dálítið þurrar þegar þær hafa verið hitaðar upp heima. yfir þær fyrir hitun, verða þær að sann- kölluðum veislumat. Hægt er að nota bæði kryddaðan ost og ókryddaðan í þetta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.