Dagur - 08.10.1997, Síða 2

Dagur - 08.10.1997, Síða 2
18-MIÐVJKUDAGUR 8.OKTÓBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavik Þessir hriiigdu Kennari hringdi og hló mikið af þessum „tölvugæludýrum" sem krakkarnir eru með þessa dag- ana, en kvartaði líka: „það er ekki stundlegur friður, þetta klingir í tímum og þau væla, „æ ég þarf að gefa hundinum!““ segir kennari. Svo var einn fjórtán ára sem hafði keypt tölvugæludýr sem hafði dáið tvisvar vegna vanhalda! Hann beygði af litla skinnið! Kona á Norðurlandi hringdi: Hún vill mótmæla skattsvikum hér og þar í verslunum og hvetja fólk til að vera á varðbergi. Kaupmenn eiga að nota sjóðvél- ar. Það þýðir að slá inn verð og loka skúffunni á milli þess sem menn afgreiða. Hún segir alltof algengt að menn bara stingi seðlum ofan í kassa undir borð- inu, eða hafi bara sjóðvélina opna. Þetta eru skattsvik segir konan og hvetur fólk til að kvarta! Ungur íþróttaáhugamaður lcvart- ar yfir því að sjónvarpið sé búið að missa of margt frá sér, og svo er sýnt úr handboltaleikjunum svo seint á kvöldin! Má ekki endurtaka þetta daginn eftir þegar krakkar geta horft á? Útivinnandi húsmóðir, eigin- kona og heimavinnandi hús- móðir, allt í einu, óskar eftir að börn sem eru komin á gelgju- skeiðið (unglingar) hjálpi til við heimilisverkin! Hún er alveg að gefast upp, og vill að foreldrar taki höndum saman við að láta krakkana hjálpa til heima. Ef þau eru nógu stór til að vera úti til klukkan 11 á kvöldin geta þau vel ryksugað einu sinni í viku! Og svo vill sama kona að Stöð 2 sýni meira fjölskylduefni. Ekki eintómar hasarmyndir eða frek- ar þunnar ástarsögur fyrir ungl- inga. Eitthvað uppbyggilegt sem sameinar fjölskylduna. Eins og Pochahontas. Dr. Helgi Pjeturs jarðfræðingur o.fi. Dr. Helgi Pjeturs á sér ennþá marga aðdáendur. Skrítið að mesti vísindamaður þessarar þjóðar skuli ekki í há- vegum hafður vegna þess að það sem hann skrifar um í sínum bókum um drauma og sambönd hnatta á milli, sem slíkur vís- indamaður um þessi málefni er hann mesti vísindamaður þess- arar jarðar og þótt víðar væri leitað. Og væri hann á mjög svo góðu kaupi hjá N.A.S.a. og öllum þeim er vildi ná fram heimsókn, frá annarri háþróðaðri jörð sem er lengra komin að viti og skiln- ingi á hinum rétta tilgangi þessa Síminn hjá lesendaþjónustiumi: «w«i IwCwnetfang: ritstjori@dagur.is s<"btéf:480 6171eða 111 6271 Bréf frá Kópavogi Tekið á púlsinum Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar Ef litið er framhjá reglubundn- um rifrildum alþingismanna, sí- felldum brestum í kvótakerfínu, vígslu á hinum og þessum mannvirkjum (mis-nauðsynleg- um og mis-miklum - fer oft eft- ir því hversu stutt er í kosning- ar!) og hinum venjulegu gúrku- fréttum, þá er oft tekið á púlsin- um í landinu. Þá á ég við okkar mannlega eðli, Islendingsins í okkur. An efa eru þetta bestu fréttirnar, þó við gerum okkur oft ekki grein fyrir því. Fleygt hefur verið að vaxandi ofbeldi eigi rætur sínar að rekja í sjón- varpsglápi pastakynslóðarinnar, en hvað með allar „siðlausu11 bókmenntirnar sem við Iesum? Hvað með fyrirmyndir okkar, sem eiga að hafa rétt fyrir okk- ur? Eru þær ekki hverfular eins og við? Enda mannlegar eins og við? Hvað með Bjart og hans ARATTU fyrir Sumarhúsum og blóminu sínu, henni Astu Sólilju? Er áráttan það sem við eigum að læra af, eða stoltið, eða kuldi í garð annarra? Eru þetta miðlar sem við eigum frek- ar að leita til og reyna að miða okkur við? Hvernig getum við skilgreint það sem við eigum að Iæra af, í gott og slæmt? Horfa börnin á slagsmál og hugsa: „Vá, ég þarf að læra svona karate- hopp með heilum snúningi svo ég nái að kjálkabrjóta manninn í einu sparki!“ eða íhuga þau sem svo: „Mikið er nú ljótt að berjast svona að tilgangslausu!"? Eg held að við sjáum ekki hamingjuna, ef svo má að orði „Eráráttan það sem við eigum að iæra af, eða stoltið, eða kuldi ígarð annarra?" spyr Sigríður Hrund. komast, jafnvel þó að hún hoppi fyrir framan okkur og ofan á okkur. Við biðjum um betri fréttir, minna ofbeldi og meiri mannúð, en kunnum ekki að meta „dauðyflisfréttir“ af hinum daglega Islendingi - það eru fréttirnar sem krafan hljóðar upp á, en við stimplum sem uppfyllingu í fréttatímann. Hjálp! Hvers vegna grétum við öll þeg- ar prinsessa fólksins yfírgáf okk- ur? Því við kenndum í brjósti um hana, Ijölskyidu hennar og fundum fyrir missi. Hvað kennir nútímasamfélagið okkur hins vegar? Að læknar hugsi sig tvisvar um áður en þeir beiti munn-við-munn aðferðinni, því þeir gætu smitast af sjúkdóm- um. Að konur eiga að hrópa frekar „ELDUR“ heldur en „HJALP“, því fólk firrir sig vand- ræðum og þorir ekki að grípa inn í aðstæður sem gætu komið því í hættu. Að krakkar hópast utan um slagsmál, frekar en að leysa þau upp. Að þegar slys ger- ast, er meirihluti fólks sem að- vífandi kemur áhorfendur sem finna ekki hjá sér þörf, eða kunna ekki við, eða þora ekki að hjálpa. Hvert leiðir þetta okkur? Þetta leiðir okkur í firringu, þar sem fólk horfir á allt og alla sem hættur. A klakanum í Norður- hafi treystum við hvort öðru, all- ir eru skyldir, allir þekkja alla o.s.frv. Hvað gerist þegar maður er barinn með steini í höfuðið? Þegar stúlka er stungin á al- mannafæri? Þegar menn slást og allt í einu er annar kominn með flösku beint út úr höfðinu á sér? Þegar hann heitir Einhver Ein- hversson sem ég þekki? Hvernig verður okkur um? lífs og þeirra. Eg sendi bréf til rektors há- skólans en hef ekki fengið nein viðbrögð við því enn. En í henni Ameríku yrði þessi maður á hæsta stalli vísinda og mikils- metinn en hér á landi vantar að kenna þessa vísindagrein f Há- skólanum sem áður segir um skilning á draumum og stjörnu- sambandsmiðlum. Sannleikurinn er þarna úti, segir í einum sjónvarpsþætti, en leitið ekki langt yfir skammt, að hann er að finna í Bókum Dr. Helga Péturs jarðfræðings með meiru sem okkur hér á Iandi gefst kostur á að fletta upp og komast að uppskrift að nýjum tilgangi tilverunnar. Og um leið þeyta okkur út í víðáttur geims- ins í staðinn fyrir okkar líf hér og nú. Eg vona að þetta hreyfi við í það minnsta háskólamönn- um og -konum til að fara að læra um fræði DR. Helga Pét- urs. Jón Trausti Holldórsson 9" * Það er hart að vera reykingamaðúr í lok 20. aldar og geta hvergi hallað sér að fíkn nema sem hálf- gerður utangarðsmaður. Heilbrigðisfasistar tröll- ríða öllu og svo kemur ríkið og hækkar verð á tó- baki eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ef fer sem horfir verða reykingamenn bráðum í sömu spor- um og minkurinn. Réttdræpir hvar sem til þeirra næst. Fátt er hvimleiðara en að fá kvef. Þessi sjúkdóm- ur ef sjúkdóm skal kalla dregur úr öllu lyktar- skyni og gerir menn nánast ófæra að njóta góðs matar. Sírennsli og nefmæli er eitthvað sem fáir þola til Iengdar. Þrátt fyrir háþróuð læknavísindi er enn djúpt á því að einhver bráðalækning sé fyrir þessum kvefíjanda sem læðist að manni eins draugur að nóttu. Það er orðið ansi hart að geta ekki lengur treyst á íþróttalýsingar á öldum ljósvakans. Þótt lýsing sé hafin á leik getur einhver stjórauppinn tekið á því að skrúfa fyrir útsendinguna vegna þess að hann er ekki í skapi til að hlusta á hana sjálfur. Það er kannski ekki að undra þótt fólk sé vart með sjálfum sér í öllu þessu rugli.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.