Dagur - 08.10.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 8.0KTÓBER 1997 - 19
LÍFIÐ t LANDINU
Allir geta lært stærðfræði
Marja van den Heuvel-Panhuizen og Jan de Lange hafa atvinnu afþvi að þróa og rann-
saka námsefni og kennsluaðferðir í stærðfræði. Þau hafa farið víða um iönd til að
kynna starf sitt, meðal annars flutt fyrirlestra hjá kennurum í Hafnarfirði. dr. Jan telur að
ísiendingar eigi að geta bætt árangur nemenda i stærðfræði á fimm til tíu árum. mynd:
PJETUR
Skólayfirvöld íHafnar-
firði standa næstu tvö
árin fyrirátaki til að
bæta stærðfræði-
kennslu ígrunnskól-
um bæjarins. Fyrsti
liðurinn í því varfyrir-
lestrahald Hollend-
inga frá einni þekkt-
ustu stofnun heims á
þessu sviði, Freudent-
hal-stofnuninni í Ut-
rechtíHollandi.
Skólanefnd Hafnarfjaröar ákvað
í haust að ráða námsstjóra í
raungreinum, þar á meðal
stærðfræði, og var sú ákvörðun
einmitt tekin daginn áður en
niðurstöðurnar í TIMSS rann-
sókninni voru kynntar. Þar kom
í Ijós að Islendingar eru langt á
eftir öðrum þjóðum hvað varðar
stærðfræðikennslu og -kunn-
áttu. I framhaldi af þessu var
ákveðið að efna til tveggja ára
átaks í stærðfræðikennslu í
Hafnarfirði og hafa tveir hol-
lenskir sérfræðingar nú haldið
fyrirlestra í Hafnarfirði. Þeir
koma frá Freudenthal stofnun-
inni í Utrecht í Hollandi en sú
stofnun hefur haft áhrif á
námskrá í stærðfræði víða um
heim. Stærðfræðiárangur nem-
enda í Hollandi er einn sá besti í
Vestur-Evrópu.
AlvörufóLk fengið
„Við gerum okkur miklar vonir
um að þetta verði góð byxjun á
stærðfræðiátakinu. Stofnunin
hefur starfað í 25 ár í tengslum
við háskólann í Utrecht í
Hollandi. Hún hefur ekki gert
annað allan þennan tíma en að
þróa stærðfræðiefni, þróa nýjar
aðferðir við stærðfræðikennslu
og mat á stærðfræðikunnáttu.
Hún hefur unnið og aðstoðað
við þetta víða um heim, Dan-
mörku, Spáni og Bandaríkjun-
um. Þeir eru með eitt verkefni í
Bandaríkjunum og þar hefur
kunnáttan rokið upp á við. Þeir
eru að fara að þróa nýtt náms-
efni fyrir Bandaríkjamenn og við
erum einmitt búnir að panta
það námsefni til að skoða hér.
Hollendingamr eru mjög virtir
og mjög víða,“ segir Magnús
Baldursson, skólafulítrúi í Hafn-
arfirði.
— Er það raunhæf von að
Hafnfirðingar slái í gegn í stærð-
fræði í vetur?
„Þetta gerist ekki einn tveir
og þrír. Það var ákveðið að gera
tveggja ára átak og þetta er upp-
hafið að því. Við ákváðum að fá
alvörufólk til að byija og kveikja
þannig í kennurum. Þetta nám-
skeið á að virka sem vítamín-
sprauta en eitt og sér gerir það
enga stóra hluti. Við erum með
námsstjóra og það er búið að
skipa fulltrúa í samstarfshóp.
Hópurinn á að stýra þessari
vinnu og þeirra tengiliðir eru úti
í skólum. Við erum að fá upplýs-
ingar frá Rannsóknarstofnun
uppeldis og menntamála um
það hvernig stærðfræðiprófin
hafa komið út í Hafnarfirði,
hvaða þætti þurfi að laga hér. Eg
vona að eftir tvö ár förum við að
sjá raunverulegan árangur,"
svarar Magnús.
„Við bindum miklar vonir við
þetta og höfum fengið góð við-
brögð frá skólafólki almennt,"
segir hann.
Stærðfræðin er bara
stærðfræði
„Það má segja að stærðfræðin sé
þess eðlis að þróunin í námsefn-
inu hefur setið svolítið á hakan-
um vegna þess að stærðfræðin
er bara stærðfræði og skiptir
ekki máli hvernig hún er sett
fram, tveir plús tveir eru alltaf
ijórir. En við viljum fara að gera
eitthvað í þessu því að það vant-
ar virkilega áhugavert námsefni.
Hollenska stofnunin leggur
mikla áherslu á að stærðfræði sé
kennd þannig að nemendur
finni að það sé gagn að henni,
til dæmis með því að tengja
hana þeirra umhverfi. Þetta er
mjög spennandi," segir Magnús.
Takast á við hluti
dr. Jan de Lange er annar
tveggja hollensku fyrirlesaranna
og segir hann að Islendingar eigi
auðveldlega að geta bætt stærð-
fræðikunnáttu sína og kennslu í
stærðfræði með markvissum að-
gerðum. Það verði þó ekki gert á
einni nóttu heldur taki það að
minnsta kosti næstu fimm til tíu
árin. Hann hefur kynnt sér
stuttlega íslenskt námsefni og
stærðfræðikennslu og segir
hvort tveggja mjög hefðbundið.
Bráðnauðsynlegt sé að láta
skólakrakka takast á við hluti, fá
ögrandi og kreljandi verkefni að
leysa og kenna þeim skapandi
stærðfræði og að hugsa á annan
hátt. Rökvísin gæti verið hluti af
því.
— En hvemig geta Islendingar
þá leyst þetta vandamál?
„Það er margt sem þarf að
breytast. Til dæmis þurfa kenn-
ararnir að tileinka sér nýjungar
og breyttar kennsluaðferðir og
svo þarf að breyta kennsluefn-
inu og bókunum. Ég hef hitt
marga kennara hér og mér
finnst þeir mjög áhugasamir um
þetta. I öðru lagi þarf að breyta
stöðuprófinu í stærðfræði," svar-
ar Jan meðal annars.
Stundum er sagt að náms-
hæfileikar í stærðfræði erfist en
Jan tekur ekki mikið undir þá
kenningu. Hann telur að allir
sem eru með kollinn í lagi geti
tileinkað sér stærðfræðí. Þetta
sé fyrst og fremst spurning um
að gera hana spennandi fyrir
börnin og krefjandi þannig að
þau þurfi að takast á við hana til
að ná henni nægilega vel á vald
sitt. -GHS
Hrossafj öldiun að dragast saman
Sæmundur Sigur-
bjömsson varmeð um
35 hross á fjalli ísum-
ar, en í heildina á hann
um 80 hross. Hann
segirhrossum í Skaga-
firðifarafækkandi,
enda séu útflutnings-
markaðirfyrir hrossa-
kjöt að opnast.
A ferð ljósmyndara Dags um
Skagafjörð um daginn vakti Sæ-
mundur Sigurbjörnsson á
Syðstu-Grund í Skagafirði at-
hygli hans. Sæmundur býr með
Qölda hrossa þarna í Blöndu-
hlíðinni, og hann var einmitt að
draga klára sína í dilka úr stóð-
inu í Silfrastaðarétt þegar ljós-
myndarinn var á ferð.
Með 35 hross á fjalli
„Ég var með alls 35 hross á fjalli
í sumar, það er á Oxnadals- og
Heljardalsheiðum. Aðallega voru
þetta tveggja til sex vetra hross.
Ég rak þau alveg norður að
Horni, sem kallað er en þau
voru síðan að færa sig nær
byggðinni eftir því sem Iengra
leið á sumar," segir Sæmundur.
„Það var settur rafmagnsstreng-
ur frá gangnakofanum í botni
Norðurárdals og þaðan áfram
inn úr og það kom að mestu í
veg fyrir að hrossin færu inn á
veginn yfir Oxnadalsheiði. Á síð-
ustu árum hafa mörg óhöpp
orðið á heiðinni þar sem bííar
hafa ekið á búfénað og í hitteð-
fyrra missti ég til dæmis eitt
hross og tvö í fyrra. En góðu
heilli ekkert nú í ár,“ segir Sæ-
mundur. Hann bætir því við að
heiðarnar hafi komið vel undan
beitarálagi sumarsins. Enda hafi
stóðið ekki verið rekið upp fyrr
en um mánaðamót júlí og ágúst
og aftur af fjalli um miðjan sept-
ember. Þannig hafi náðst að
draga úr álagi á beit.
Sláturmarkaður að aukast
Sæmundur Sigurbjörnsson á alls
um 80 hross, en bændur í
Blönduhlíð og í Skagafirði al-
mennt eru vel þekktir fyrir að
eiga mikinn íjölda hrossa. „Þessi
hrossaijöldi er að dragast sam-
an,“ segir Sæmundur. Hann seg-
ir að á síðustu misserum hafi
markaðir verið að opnast fyrir ís-
lenskt hrossakjöt, til dæmis í
Bandaríkjunum, og hafi slátur-
húsin á Sauðárkróki og
Hvammstanga verið að slátra
fyrir þann markað.
„Þegar þarf að slátra til að
fylla upp í sendingu er hringt á
bæi í menn sem eiga hross og
þeir beðnir um að senda hross
til slátrunar. Það hefur verið
talsverð stemmning fyrir þessu
og í fyrrahaust sendi ég alls tíu
hross til slátrunar og ætli ég
sendi ekki eitthvað í haust.
Verðið hefur reyndar ekki verið
neitt sérstakt, 70 kr. á kílóið, og
þá á eftir að draga sláturkostnað
frá, en það er um 10 kr. á kílóið.
Því er maður oft að fá þetta tíu
til tólf þúsund kr. fyrir hvert
hross,“ sagði Sæmundur á
Syðstu-Grund. -SBS.
Rómuð er réttarstemmningin. Sæmundur á Syðstu-Grund á spjalli við sveitunga sína í Silfrastaðarétt.. mynd: gs