Dagur - 08.10.1997, Síða 12

Dagur - 08.10.1997, Síða 12
Miðvikudagur 8 . o k t ó b e r 19 9 7 Peysur, peysur, peysur Þessi peysa er sérlega klæðileg og get- ur gengið við öll tækifæri. Hún passar jafnt sem hversdagsflík og betri peysa með síðu pilsi. Hettupeysur hafa verið I tísku af og til I gegnum árin og virðast vera vinsælar þetta haustið. Röndótt berustykki sést viða, þá breið- ar og mjóar rendur saman og helst á peysum með laskermum. myndir: þök Það er komið haust og heldurfaríð að kólna í veðrí. Hillur verslana erufullarafpeysum af öllum stærðum og gerðum. Dagurfórí leiðangur til að kanna peysutískuna ogfékk að taka myndirá nokkrum stöðum. Rúllukragapeysur eru vinsælast- ar þessa stundina og ekki að undra eins og hitastigið er. Þykk- ar velúrpeysur, bæði stuttar og síðar, stórar peysur með belti líkt og var í tísku kringum 1960 og svo það sem er alveg nýtt, peysur úr efni sem Iíkist svampi. Þetta er talið mjög hlýtt, en er ekki sér- lega notalegt viðkomu. Algeng- ara er að peysur séu með ren- nilás en tölum, en þó ekki ein- hb'tt. Ekki er mikið um mynstraðar peysur, en dálítið um röndóttar og þá eru rendurnar helst í berustykki. Litirnir eru eins og svo oft áður dökkblátt, svart og grátt, en hjá herrunum hefur vínrautt komið sem nýr litur í haust og hjá kvenþjóðinnni fjólublátt og jaðigrænt. En sjón er sögu ríkari og myndirnar sýna það sem helst er í gangi, að mati afgreiðslu- fólks tískuverslananna. vs Þykkar, mjúkar peysur með rúllukraga eru vinsælar I haust. Dökkblátt er alltaf vinsælt, en nú meira en nokkru sinni fyrr. Hvíta peysan eru úr efni sem líkist svampi viðkomu. Þaö er nýtt á markaðnum og mjög hlýtt. (# LOWARA JARÐVATNS- DÆLUR Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = H£ÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.