Dagur - 09.10.1997, Síða 1

Dagur - 09.10.1997, Síða 1
Gamla verkalýðskempan komin á fullt. í fyrradag efndu samtök aldraðra til mótmælastöðu fyrir framan Alþingishúsið þar sem því var mótmælt að aldraðir fái ekki sama skerf og aðrir i góðærinu. mynd: hilmar Barist fyrir bættum kjörum Benedikt Davíðsson er nú kominn á nýjan baráttuvettvang, en í vorvarhann kjörinn formaður Landssam- bands eldri borgara. „ Talsvert skylt því sem égvarað sýsla við áðurf segirhann. „Vissulega er þetta starf sem ég var kjörinn til nú í vor talsvert skylt því sem ég hef verið að sýsla við áður. Verkalýðsfélögin og Al- þýðusambandið hafa ekki látið sér neitt óviðkomandi er varðar lífskjörin í landinu og á sama hátt erum við að berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara hér á landi. í dag eru íslendingar, 65 ára og eldri, um það bil þrjátíu þúsund talsins og þessi aldurs- hópur fer sífellt stækkandi," seg- ir Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara. Vilja sinn skerf í góðærmu Landssamband eldri borgara hélt aðalfund sinn í maí sl. og þar var Benedikt kjörinn formaður sam- bandsins til næstu tveggja ára. Gamla verkalýðskempan er aftur komin á flug og á þriðjudaginn efndu hagsmunasamtök aldraðra til útifundar við Alþingishúsið þar sem forystumenn þeirra af- hentu landsfeðrunum mót- mælaplagg, þar sem þess er kraf- ist að eldri borgarar fái sinn skerf af umræddu góðæri í Iandinu. Beinlínis réttlætismál „Eg er búinn að vera formaður þessara samtaka í röska fjóra mánuði og mér virðist að mikil verkefni sé að vinna í réttinda- og kjarabaráttu þessa hóps,“ segir Benedikt. Hann segir að þegar þjóðin tók saman höndum og gerði verðbólguna brottræka með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990 hafi eldri borgarar lagt þar sinn skerf af mörkum, líkt og aðr- ir. Tryggingabætur til þessa hóps hafi á þessum tíma verið frystar - rétt einsog laun annarra. Seinna hafi bein tengsl milli trygginga- bóta annars vegar og launaþró- unar hins vegar verið afnumin og á liðandi góðæristímum hafi eldri borgarar og aðrir þeir sem njóta bóta dregist aftur úr í almennri tekjuþróun. „Það er beinlínis réttlætismál að tekjur okkar verði hífðar upp til þess sem verðlagsþróunin hef- ur verið,“ segir Benedikt. Jaðarskattar taka drjúgt Benedikt Davíðsson segir að Landssamband eldri borgara geri verulegar athugasemdir við það hvernig skattapólítíkin í landinu sé rekin og hvernig hún komi við kjör Iífeyrisþega. „Þess eru dæmi að ef bætur úr lífeyrissjóði eru hækkaðar eitt- hvað, til dæmis um tíu þúsund kr. á mánuði, þá séu áhrif jarðar- skatta þannig að það komi bein- línis verr út fyrir Iífeyrisþegana og sömuleiðis þýði þetta skerð- ingu á bótaflokkum í almanna- tryggingakerfinu. Þannig gat minn lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, nýlega hækkað útborganir sínar um 7% og Líf- eyrissjóður verslunarmanna um 11%. Þessar hækkanir hafa farið svo að segja allar í skattana, og ríflega það í sumum tilvikum." Unitið gegn lífeyris- sjóðakerfinu „Með þessum hætti teljum við að stjórnvöld séu beinlínis að vinna gegn lífeyrissjóðakerfinu. Því vilj- um við að jaðarskattarnir verði teknir til endurskoðunar og lög um almannatryggingar. Fyrir þremur árum eða svo var skipuð nefnd sem átti að vinna að end- urskoðun þeirra laga, en við vit- um f gegnum okkar fulltrúa í nefninni að hún hefur ekki kom- ið saman í bráðum eitt ár,“ segir Benedikt. Hvað varðar skerðingu á bót- um almannatrygginga til eldri borgara segir hann að þar sem sú kynslóð sem nú er komin á efri ár hafi greitt full iðgjöld til sameig- inlegra trygginga samfélagsins um langt árabil þá, sé þessi skerðing afar óeðlileg. Sveigjanlegri starfslok Landssamband eldri borgara samanstendur af 45 félögum eldra fólks, víðsvegar um land. Þau félög starfa hvert um sig að hagsmuna- og tómstundamálum sinna félagsmanna, hvert í sínu byggðarlagi, en að sögn Bene- dikts er hlutverk landssambands- ins kannski íyrst og fremst það að vera samnefnari eldra fólks gangvart stjórnvöldum í hags- muna-, réttinda og kjaramálum þess. „Við erum minna með þessi tómstundamál nema að við höf- um séð um samninga við ferða- skrifstofurnar um ódýr fargjöld fyrir okkar fólk,“ segir Benedikt. Hann segir og að með sífellt betri heilsu fólks og lengri ævi sé Iíka eðlilegt að velta upp spurn- ingunni um það hvort starfsæv- inni eigi endilega að ljúka um sjötugt, og jafnvel fyrr. Fjöldi fólks hafi á þessum aldri enn fulla starfsorku og vilja til að taka þátt í atvinnulífinu - þó ekki sé endilega verið að á fullum dampi í tíu eða tólf tíma á dag. „Mörgu af þessu fólki er vinnan lífsfyll- ing, og það býr yfir mikilli verk- kunnáttu. Því finnst mér koma vel til greina að starfslokaaldur- inn verði gerður sveigjanlegri en er og þetta þurfum við að ræða í samvinnu við atvinnurekendur og fulltrúa þeirra,“ segir Bene- dikt. Eðlileg hlutdeild i gódærinu „Auðvitað eigum við öll okkar hagsmunamál undir stjórnvöld- um og fulltrúum stjórnmála- flokkanna," segir Benedikt Dav- íðsson, sem kveðst þó ekki sjá fyrir sér að eldri borgarar í land- inu taki höndum saman í næstu kosningum og bjóði fram. „Fá kannski einn eða tvo menn kjör- na, en vita síðan ekkert hvaða ár- angri þeir nái. Það sem okkur er mikilvægast er að tekið verði tillit til sjónarmiða okkar; og kröfur okkar til dæmis um það að okkur eldri borgurum verði tryggð eðli- leg hlutdeild í umræddu góðæri verði virtar." -SBS.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.