Dagur - 09.10.1997, Síða 3

Dagur - 09.10.1997, Síða 3
 FIMMTUDAGUR 9.0KT0BER 1997 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Sum böm myndu reyndar segja dul tisa í góla og efþau em orðin Jjögurra ára eða eldri þurfa þau líklega tal- þjálfun. Valdís Jónsdóttir, Dagný Annasdóttir og Eyrún Svava Ingvadóttir ásamt börnum sinum tveimur. myndir: brink Það er viss félagsleg fötlun þeg- ar barn getur ekki sagt t.d. -r-, - þ- eða stamar. Það getur ekki haft eðlileg tjáskipti og dregst aftur úr og þá þarf að grípa í taumana, segja talmeinafræð- ingarnir Dagný Annasdóttir, Eyrún Svava Ingvadóttir og Val- dís Jónsdóttir sem eru að opna talmeinaþjónustu á Akureyri. „Ef ekki er gripið fljótt inn í, einangrast barnið og skemmist á sál ef svo má segja. Við viljum fá börnin sem fyrst í þjálfun, helst á forskólaaldri því hjá barni sem vantar -r- og er fimm ára er yfir- leitt lítið mál að laga það áður en það fer í skóla. Eftir því sem aldurinn verður meiri eru tauga- boðin frá málstöð orðin fastari og þá erfiðara að lagfæra tal- meinið.“ Er hægt að lagfærn talgalla í flestum tilfellum? „Langflestum. Við fáumst reyndar ekki bara við að laga þessi bljóð sem vantar lieldur fáum við líka til okkar börn sem eru sein í máli. Börn sem eru, segjum 3 ára, og ekki byrjuð að tala og þá er mikilvægt að grípa inn í með málörvun og ráðgjöf. Við erum líka með heyrnarskert börn, börn sem stama og börn og fullorðna með raddvanda- mál.“ Er hægt að laga stam? „Það er engin ein uppskrift en maður kennir einstaklingn- um að halda staminu í skefjum eða að reyna að láta sem minnst á því bera. 20-40 ára gamall stamari verður alltaf stamari, hann gengur ekki út frá okk- ur eftir tíu skipti og er hættur að stama. - En það er hægt að halda því niðri bara eins og ex- emi eða sórías- is.“ „Oftast er horft á okkar starf einungis út frá börnum en margir full- orðnir þurfa á hjálp að halda,“ segir Valdís. „Stam og lestr- arörðugleikar hrjá allan aldur og viðgerðar- starfsemin er stór partur af okk- ar starfi, í sambandi við rödd, stam og lestur. Eins málstol og heyrnardeyfð." Það sem virðist vera algeng- asti íslenski talvandinn er vönt- un á hljóðunum -r-, -s-, -þ- og lina raddaða -g- í orðum eins og laga. Litríkari skalinn er þá þeg- ar -k- næst ekki og börn segja þá góli í stað skóli og býta í staðinn fyrir spýta. Samkvæmt þeim Dagný, Eyrúnu og Valdísi eru þetta einmitt síðustu hljóðitr sem koma hjá barninu. „Ef barnið er orðið Ijögurra ára og ekki komið með -k- og -g- og segir tisa í stað kisa og dulur í stað gulur þá þarf að fara að kenna barninu þessu hljóð, þau ættu að vera komin." Stundum koma foreldrar of snemma með börnin og vilja láta fara að laga hljóð sem alveg er eðlilegt að séu ekki komin. - En afvarlegra er þegar þeir koma alltof seint. Algengt er að börn með framburðargalla eigi í lestrarörðugleikum og þannig reyna þau að komast undan því að Iesa upphátt í skólanum og þessu fylgja oft hegðunarvanda- mál og þá fara foreldrar að leita greiningar. „20-40 áragamall .^uðwtað yiijum við að viðhorfið að bíða og sjá til hverfi. Með því er barnið látið fara í gegnum ekki út frá okkur eftir óæskiiegt ferii. Níu af hverj- tíuskiptiogerhættur um tíu lenda f lestrarörðugleik- um, þau byija kannski seint að tala og eru þá aðeins með tveggja til þriggja ára tal- þjálfun þegar þau byrja í skóla.“ Hvemig fer læ kningin fram ? „Við notum ýmiss ráð til þess að gera talþjálfunina skemmti- lega til að halda athyglinni. Okkur hefur verið kennt að staldra við og sjá hvert ferlið er og vinna rnálið upp skref fyrir skref. Við vinnum samt öðruvísi en flestir foreldrar, því foreldrar segja hluti eins og „reyndu að segja -r-“. Við hins vegar forð- umst að nefna stafinn og reyn- um heldur að nota næsta hijóð sem er líkast. Dadadada er t.d. —ágæti^ æfing, þá er tungan í sömu 'stöðu og þegar -r- er myndap og þannig þjáfar maður upp þap sem barnið hefur og óvggir á því.“ Að / sögn talmeinafræðing- stamari verðuralltaf stamari, hanngengur að stama. - Enþað er hægtað haldaþví niðri bara eins og ex- emi eða sóríasis. “ anna hefur það verið undir hæl- inn Iagt hvaða skilning talgallar hafa innan skólanna sem hafa auðvitað bara vissan sérþjálfun- arkvóta og nota hann ekkert endilega í talkennslu. „Trygg- ingastofnun borgar fyrir fötluð börn en síðan hefur það verið fremur óskilgreint hverjum beri að greiða fjTÍr börn sem eru sein að ná valdi á hljóðum. Skóla- þjónustan greinir fyrir greiningu og ráðgjöf en meðferðarþáttur- inn hefur ekki verið greiddur hjá grunnskólabörnum.“ -MAR Gís/i Steinn ásamt pabba sinum Hjalta Bogasyni. Lagaðist ótrúlega fijótt Bergþóra Gísladóttir og Hjalti Bogason eiga sex ára son, Gísla Stein, sem átti við talvanda að stríða. „Hann náði ekld errinu og fór í talkennslu þegar hann var í fyrsta bekk í fyrra. Hún tókst vel, fyrst var skorið á tunguhaft- ið og síðan var hann í áherslu- æfingum og að læra að beita tungunni rétt.“ Foreldrarnir fóru að hafa áhyggjur af talgöllunum þegar Gísli Steinn var fjögurra ára. „Onnur börn skildu hann ekki. Við lærðum auðvitað að skilja hann og gerðum kannski rangt með því. Þegar hann síðan byrj- aði í skóla kom þetta glögglega í Ijós en sem betur fer tókst að laga þetta og nú er hann ekkert seinni og gengur ágætlega að læra að lesa.“ -MAR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.