Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 4
20-ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1997 ro^tr UMBÚÐALAUST L A Eru umhveríismál áhugamál? í rúmlega 30 árhafa landsmenn horft dol- fallnirupp á stig- magnandi marmara- væðingu Seðlabankans ogfram tilþessa brugðist við með kunn- uglegu samblandi af lotningu og tuði. GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON SKRIFAR Hermannssyni að hann þurfi sjálfur að borga ferðir sínar á fundi utan starfssviðs síns: erfitt er að gera sér í hugarlund að hann kunni að panta far. Það er einfaldlega til of mikils mælst að svo háttsettir menn í þjóðlífinu viti að til utanferða þurfi farseðla. Þetta veit fólk raunar og skilur. Og hefði Stein- grímur látið sér nægja að sitja á sinni skrifstofu og tromma putt- um á íbenholtborðið sitt þangað til tími væri kominn til að skreppa í nuddpottinn eða kíkja í mötuneytið og fá sér styrju- hrogn eða bregða sér á banka- þing í Zurich eða skreppa í lax með strákunum - þá hefði allt verið eins og það átti að vera. En Steingrímur virtist misskilja fullkomlega hlutverk sitt - hann hélt að hann væri kominn þarna til að gera eitthvað. Honum varð það á að fara að tengja efna- hagsmálin sem hann á að vera að hugsa um við áhugamál sín. Sem bendir tíl þess að mönnum gremjist það helst að deila ekki kjörum með þeim gæfusömu pensjónistum sem fá að slaka á í nuddpottunum þarna eftir erf- iða orrahríð stjórnmálanna milli þess sem þeir sinna mildlvægum alþjóðasamskiptum í helstu lax- veiðiám Iandsins - fyrir eigið fé bankans. Fátt fólk er jafn ósjálfbjarga og fyrrverandi ráðherrar nema ef væru forstjórar. Því hærra sem menn eru settir þeim mun van- búnari virðast þeir til að ráða fram úr hversdagslegum úr- lausnarefnum; þeir eru með all- an hugann við æðri úrlausnar- efni og aívanir því að gera hlut- ina sjálfir - þeir eru eins og Oskubuska á leiðinni á ballið, ótal ósýnilegar mýs sjá um alla litiu praktísku hlutina svo þeir virðast koma af sjálfum sér. Þetta kann að skýra hvers vegna það hvarflar ekki að Steingrími Fáttfólk erjafn ósjálf- bjarga ogfyrrverandi ráðherrar- nema ef væruforstjórar. Nú fyrst? Áhugamál sín. Þannig skilgreina Islendingar umhverfismál. Engu er líkara en að Steingrímur hafi orðið uppvís að því að fara á kostnað bankans á alþjóðaþing áhugamanna um útsaum, svo fjarlægt þykir þetta starfssviði hans, og ósæmilegt. Steingrímur er orðinn eins og bankastjór- inn í smásögu Þórarins Eld- járns sem fór að læra á blokk- flautu og kom fram með börn- unum á nem- endatónleikum og þótti fyrir geggjaður og hrökklaðist úr starfi. Almennt er íslendingum gjör- samlega fyrirmunað að sjá nokk- ur tengsl milli umhverfismála og efnahagsmála. Þegar Steingrím- ur Hermannsson er farinn að sinna umhverfismálum í vinnu- tíma sínum þykir þeim sem taki steininn úr með svínaríið í Seðlabankanum: látum vera vikið orðinn Steingrímur Hermannsson á í rauninni lofskilið fyrir að sinna þó því áhugamáli sínu að tryggja framhald lífs á jörðinni - líka efnahagstífs. með laxveiðina og nuddpottana og mötuneytið og milljónirnar í mánaðarkaup, en þetta var meira en fólk gat sætt sig við. Þetta er vegna þess að hér hefur Iengi verið látið sem svo að um- hyggja fyrir jörðinni sé andstæð þjóðarhagsmunum - það séu öfgasjónarmið eins og Finnur Ingólfsson kallar það. Umhverf- ismál eru hér á landi álitin í skásta falli nokkurs konar kjaftafag. í rúm þrjátíu ár hafa Iands- menn sem sé fylgst með síauk- inni prakt Seðlabankans, fullir Iotningar, nöldrandi í barm sér yfir öllum jeppunum, öllum marmaranum, öllum listaverk- unum, bókasafninu, mötuneyt- inu, sumarbústöðunum - öllu því sem enginn veit um bak við svartar hurðir stórhýsisins en allir ímynda sér að sé svakalegur munaður. Og samt er það ekki fyrr en nú sem bankastjóri má sitja fyrir svörum um gjálffí sitt eins og sakamaður væri - af því hann fór á umhverfisráðstefnu - og öll spjót varðandi risnu Seðlabankans standa allt í einu á Þresti Ólafssyni sem allir vita að er vammlaus maður. Eins og Mikki refur sagði: Þetta er dálít- ið skrýtið. Seðlabankastjórar hafa ekkert að gera í svörum talsmanna Seðlabank- ans hefur borið á nokkrum sár- indum vegna þessarar risnuum- ræðu og menn hafa hamrað á mikilvægi Seðlabankans fyrir ís- lenskt efnahagslíf. Vafalaust eru snjallir hagfræðingar að störfum í þessari stofnun sem duglegir eru að reikna og naskir á svipt- ingar alþjóðlegs peningamarkað- ar - og eftirlit bankans sinnir ef- laust skyldum sínum. En banka- stjórarnir koma því lítið við. Mál Steingríms Hermannssonar sýn- ir betur en margt annað að bankastjórar Seðlabankans vita ekkert hvað þeir eiga af sér að gera - og hann á í rauninni lof skilið fyrir að sinna þó því áhugamáli sínu að tryggja fram- hald Iífs á jörðinni - líka efna- hagslífs. KOLBRUN BERGÞORS DOTTIR SKRIFAR Phan Thi Kim Phuc, suður-ví- etnömsk stúika, komst á forsíð- ur blaða um allan heim í júní- mánuði 1972 þegar stríðsljós- myndari tók mynd af henni þar sem hún sást á flótta undan napal sprengjuárás. Phuc litla hafði rifið af sér logandi fötin og hljóp nakin og hljóðandi í leit að skjóli. Þessi mynd er með þekktari fréttaljósmyndum seinni tíma. Hún vakti, meir en nokkur-orð, andúð umheimsins á tilgangs- lausu stríði. Ljósmyndarinn hafði hrært samvisku umheims- ins til meðvitundar. Hann hafði á sekúndubroti unnið þarfara verk en flestum stjórnmála- mönnum tekst á iöngum ferli. Þetta er mynd sem vann til verðlauna og sýnd var á sýning- um víða um heím. Og vafalaust Meimmgarvalítiii Ritskoðaður heimur hefur einhverjum þótt tilvist hennar óþægileg, á svipaðan hátt og þeim íslensku foreldrum sem fannst ástæða til að kvarta undan veruleikanum sem end- urspeglast í fréttaljósmyndum á sýningunni World Press Photo í Kringlunni. Þeir vilja ekki að sá veruleiki sjáist því hann gæti komið börnum þeirra í uppnám. Og því eru verðlaunamyndir teknar af vegg. Sýningin er rit- skoðuð því heimur hennar þykir ekki henta. Nú er það einfaldlega svo að einstaklingurinn hefur ekki lengi verið barn þegar hann uppgötvar vonsku heimsins. Hún er allt í kring. Jafnvel í Disneylandi gerast ógnvænlegir atburðir. Vondur veiðimaður skýtur mömmu Bamba og litlir drengir, vinir Gosa, fá klaufir og hala, verða að þræla í vinnubúð- um og komast aldrei aftur heím til mömmu og pabba. Foreldrar geta ekki verndað börn sín frá þeirri vitneskju að ekki er allt sem skyldi, en það er þeirra hlutverk að ræða þá stað- reynd við börn sín. Þeim ber síst af öllu að stunda ritskoðun og dæma hættulegar ljósmyndir sem hræra við samvisku um- heimsins og sýna svo berlega að gæðum heims er misskipt. Við eigum ekki að lifa í sljóleika heldur leitast við að bæta heim- inn. Og við eigum ekki að rit- skoða listina því það er hún, öðru fremur, sem forðar okkur frá þeirri skömm að láta okkur standa á sama. „Og við eigum ekki að rítskoða listina því það er hún, öðru fremur, sem forðar okkur frá þeirri skömm að láta okkur standa á sama."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.