Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 2
18-ÞRIÐJUDAGUR H.OKTÓBER 1997 ro^tr LÍFIÐ í LANDINU Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík Síminn hjá lesendaþjónustunni: S63 1626netfang : ritstjori@dagur.is Bréf til Dags frá aðgerðahópi aldraðra (AHA) Geðheilsa bama Samtök aldraðra efndu á dögunum til mótmælastöðu fyrir framan Alþing/shúsið þar sem því var mótmælt að aldraðir fái ekki sama skerf og aðrir í góðærinu. mynd: hilmar Aldraðir hafa orðið Á fundi í Félagi eldri borgara í Reykjavík (FEB) var á s.l. vori samþykkt tillaga um að fylgst væri með því hvernig þingmenn greiða atkvæði í málum sem sér- staklega varða fjárhags- og fé- lagslega afkomu aldraðra og að sjá til þess að þessum staðreynd- um verði komið út til þeirra um land allt. Nú þegar hafa verið teknar til skoðunar atkvæðagreiðslur, upp úr Alþingistíðindum, í þremur mjög mikilvægum málum sem sérstaklega snerta aldraða um- fram aðra landsmenn og hefur einu þessarra mála verið gerð skil í félagsblaði FEB nú í síð- astliðnum mánuði hvað varðar Reykjanes- og Reykjavíkurkjör- dæmi, en blaðið er borið út til allra 67 ára og eldri í Reykjavfk, og félagsmanna í nágranna- byggðum. Nú á að bæta um bet- ur og koma málum á framfæri um Iand allt og hefur ritstjóri Dags brugðist mjög vel við þeirri málaleitan, að ljá okkur rúm um málefni aldraðra í blaði sínu. Ölmusumenn Hugmyndin á bak við þetta framtak er að gera öldruðum létt að átta sig á því hvernig menn og konur sem þeir hafa kosið til setu á löggjafarsamkomunni, fari með það umboð þegar kemur að málum sem geta skipt sköpum fyrir afkomu þess, og þá sérstak- lega þegar þingmenn fara að sækjast eftir endurkjöri og próf- kjör fara fram, en þá er jú tæki- færi til að þakka fyrir síðast! Aldraðir eru ekki að fara fram á að þeir fái einhverja sénjtaka meðhöldun þegar kemur að því að skipta kökunni, heldur að á þeirra rétt sé ekki gengið eins og gert var þegar 15% skattafrá- dráttur til lífeyrisþega, sem til- kominn var vegna tvísköttunar lífeyris, var afnuminn, þegar lagður var á skattur (sem einnig skerti bætur almannatrygginga), fjórum mánuðum fyrr á 67 ára og eldri en aðra landsmenn eða þegar þingmenn samþykktu að afnema bætur almannatrygginga launaþróuninni í Iandinu, og láta þannig aldraða vera háða duttlungum ráðherra um af- komu sína við allar launabreyt- ingar, m.ö.o að gera þá að ölm- usu-mönnum. Nú hefur verið lagt fram á Al- þingi tillaga um að aftur verði tekin upp tekjutenging ellilauna við þróunina á launamarkaðin- um sem ríkisstjórnin rauf á síð- asta þingi. Aldraðir munu fylgj- ast vel með þeim undirtektum sem hún fær í þinginu og hver afdrif hennar verða þvf að SANNLEIKURINN UM AF- STÖÐU ÞINGMANNA TIL MÁLA, FELST í ATKVÆÐA- GREIÐSLUM ÞEIRRA í ÞINGSÖLUM, VIÐ SKULUM EKKI HLUSTA Á FAGUR- GALA ÞEIRRA ÞEGAR ÞEIR ÞURFA Á OKKUR AÐ HALDA i Hér birtist listi, sem greinir frá atkvæðagreiðslu sem fram fór þann 18. desember 1995 um afnám 15% skattafsláttar vegna tvísköttunar lífeyris og greinir frá afstöðu þingmanna Reykja- víkur og Reykjaness, síðar verð- ur greint frá niðurstöðum ann- arra þingmanna um sama mál. Þessir þingmenn Reykjavíkur samþykktu afnám 1 5% skatta- frádráttar sem tilkominn var vegna tvígreidds skatts lífeyris. Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki. Finnur Ingólfsson, Framsóknarflokki. Friðrik Sophusson, Sjálfstæðisflokki. Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki Guðmundur Hallvarðsson, Sjálfstæðisflokki. Lára Margrét Ragnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki Ólafur Örn Haraldsson, Framsóknarflokki. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki. Sólveig Pétursdóttir, Sjálfstæðisflokki. Fjarstaddur: Davíð Oddsson, Sjálfstæðisflokki. Á móti voru: Ásta R. Jóhannesdóttir, Þjóðvaka. Bryndís Hlöðversdóttir, Alþýðubandalagi. Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvennalista. Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóðvaka. Jón Baldvin Hannibalsson, Alþýðuflokki. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista. Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi. Ögmundur Jónasson, Alþýðubandalagi. Össur Skarphéðinsson, Alþýðuflokki. Og þessir þingtnenn Reykja- ness samþykktu afnámið: Árni M. Mathiesen, Sjálfstæðisflokki. Árni R. Árnason, Sjálfstæðisflolíki. Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki. Kristján Pálsson, Sjálfstæðisflokki. Ólafur Einarsson, Sjálfstæðisflokki. Sigríður A.Þórðardóttir, Sjálfstæðisflokki. Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki. Á móti voru: Ágúst Einarsson, Þjóðvaka. Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýðubandalagi. Rannveig Guðmundsdóttir, Alþýðuflokki Kxistín Halldórsdóttir, Kvennalista. Fjarstödd: Petrína Baldursdóttir, Alþýðuflokki. Hvemiggetum við í þéttbýlinu og dreifbýli hlúð að bömum okkar, þannig aðgeðheilsa þeirra verði sem best, - þeim líði sem best. Jú - það eru ýmis ráð til bjargar og við þurfum að hjálpast að við að finna þau bestu og koma þeim í framkvæmd. Eitt er að hlúa vel að foreldr- unum - styðja þá og styrkja í hlutverkum sínum - andlega og líkamlega. Stóríjölskyldan er lið- in undir Iok og afar og ömmur oft önnum kafin og þreytt eins og foreldrarnir sem þyrftu þó svo sárlega meiri hvíld í þvf mikla kapphlaupi sem flestar barnafjölskyldur búa við í dag. Við þurfum með öllum tiltækum ráðum að skapa þessum fjöl- skyldum og ekki síst smábarna- fjölskyldum ráðrúm til að geta notið sín betur og haft meiri tíma til samvista. Annað gott ráð er að hlúa vel að uppeldisstéttunum okkar - fagfólkinu sem við treystum fyrir börnunum okkar. Við leggjum mikla ábyrgð á herðar leikskóla- kennara, kennara og leiðbein- enda og ætlumst til mikils af þeim. Þetta fólk á ekki einungis að uppfræða börnin okkar, held- ur Ifka að sjá til þess að þau hagi sér vel og sýna þeim umhyggju þegar á bjátar og síðast en ekkj síst að vera börnunum góðar fyr- irmyndir í orði og æði. Líðan þessa fólks og ánægja eða óánægja í starfi skiptir höf- uðmáli í því hvernig and- rúmslofið er í skólanum eða leikskólanum og þá um leið hvernig börnunum okkar líður. Sum börn eru svo næm að það þarf lítið út af að bregða, til að setja þau úr jafnvægi. Eg held að við þufum meiri alúð og umhyggju hvert fyrir öðru í okkar íslenska samfélagi almennt - meiri væntumþykju og þor til að sýna hana í verki. Eldra fólk er oft óhræddara við að láta væntumþykju sína í ljós. Það er synd að við skulum ekki hafa meira samneyti við eldra fólkið dags daglega, því góðar fyrirmyndir eru gulls ígildi, hvar sem er. Þvf er stundum haldið fram að krefjandi barn sem truflar mikið með hegðun sinni og er órólegt, sé að kalla á hjálp. Ef við göng- um út frá því að svo geti verið - þá þurfum við sem fullorðin eru að geta gefið okkur að barninu og veitt því það öryggi sem því er nauðsynlegt og til þess þarf tíma - tíma sem eingöngu er ætlaður barninu í ró og næði. Það eru gífurlegar kröfur sem við fullorðna fólkið gerum til sjálfra okkar á hinum ýmsu svið- um. Kröfur um velgengni í starfi, boðleg hýbýli með öllu því sem heimili „þarf' í húsbúnaði og rafmagnstækjum, bílaeign, fatnað við hæfi fyrir alla fjöskylduna, ferðalög, gott og hraustlegt útlit, fínan garð, sum- arbústað o.fl. En gerum við nógu miklar kröfur til þess að okkur sjálfum og börnunum okkar líði vel? Gefum við börnunum okkar nægilegt rými í lífi okkar - í öllu kapphlaupinu? Eg á þá ósk heitasta að við getum í sameiningu náð að slaka svolítið á - íslenska þjóðin og njóta betur og meir samvista með börnunum okkar - því það bætir ekki einungis geðheilsu þeirra - heldur okkar eigin líka. íslenska þjóðin og njóta betur og meir samvista með börnunum okkar - þvíþað bætir ekki einungis geðheilsu þeirra - heldur okkar eigin iíka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.