Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 11
 ÞRIÐJVDAGUR 14.QKTÓBER 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU Ég fylgi mínu fóM Undanfama mánuði hejuríslenska fjömiðlafjelagið undir- búið útsendingará nýrri útvarpsstöð. Jón Axel Ólafsson stendur fyrir þessari nýju stöð og á meðal þeirra sem hann hefur valið með sér, er hin þekkta útvarps- kona, Valdís Gunnarsdóttir. Hún hefur í sumar „verið heima, stundað jóga og horft á tærnar á sér“, eins og hún kemst svo skemmtilega að orði. „Þetta er búinn að vera alveg yndislegur tími, þetta sumar," segir Valdís. „Ég hef leyft mér að vera heima og slappa af með litla stráknum mínum og bara hugsað mín mál.“ Það hefur verið nokkuð lang- ur aðdragandi að þessari út- varpsstöð og Valdís hefur íylgst með frá upphafi. „Þetta verður Þetta verður yndisleg útvarpsstöð alveg yndisleg útvarpsstöð," seg- ir hún ákveðin, „hann Jón Axel gerir ekkert nema gera það vel. Og ég treysti honum mjög vel til að gera þetta. Við verðum með allt sterkasta fjölmiðlafólkið með okkur, þetta verður ÚT- VARPSSTÖÐIN," bætir hún við. Hlakkíir lil Valdís segist hlakka mikið til að fá aftur samband við sína hlust- endur, sérstaklega þar sem hún fékk ekki tækifæri til að kveðja þá þegar hún hætti með þátt sinn. Hún telur að fólk sé í auknum mæli að átta sig á því hvað dagskrárgerðarfólk er mik- ilvægt og að áheyrendur fylgi orðið fólki á milli stöðva ef það skiptir um starf. Én dagskrá nýju stöðvarinnar er leyndarmál enn sem komið er, þó vill Valdís segja það, að fólk megi búast við „Valdísi eins og hún gerist best, afslöppuð og yfirveguð eftir yndislegan tíma heima við.“ NÝJAK ÞJÓÐSÖGUR „Eflum okkar framsókn“ Það var á héraðsmóti sjálfstæð- ismanna í Þingeyjarsýslum íýrir svo sem þrjátíu árum að Jóhann Hafstein mætti þar og flutti ræðu, en um þessar mundir var hann einn af forystumönnum flokksins. Mótið var fjölsótt og þangað mættu allra floklca menn, enda þótt Þingeyingar séu kannski flestir fylgismenn Framsóknarflokksins. Sýslurnar eru þekktar sem slíkar, enda stóð þar vagga samvinnufélag- anna - sem aftur stóðu að stofn- un flokksins árið 1916. Jóhann þurfti þetta sumar að flytja ræður á fjölmörgum hér- aðsmótum og þar sem harla litl- ar líkur voru á því að sama fólk sækti tvö mót flutti hann yfir- leitt sömu ræðuna á þeirn öll- um, þótt blæbrigðamuns gætti - í samræmi við stað og sund. Meginkjarni allra ræðnanna var vitaskuld sá að Sjálfstæðisflokk- urinn væri burðarás íslenskra stjórnmálaflokka og innan hans stæði stétt með stétt. En þessi algildi boðskapur gekk illa í þingeyska framsókn- armenn. Því var Jóhann Haf- stein komin í hvínandi vandræði þegar hann var búinn með sína hefðbundnu ræðu og fór því að prjóna við hana allskonar útúr- dúrum. En aldrei hlógu fram- sóknarmennirnir, þar til í lokin þegar Jóhann kom með setningu sem sló allt út og átti vel við - og fangaði salinn: „Góðir sjálfstæðismenn; við verðum að standa sarnan og efla okkar framsókn.“ Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson. \ w nr« C'TÁB'T' hMAll uualUKl Flokksbróðir eða ekki • Ekki fer á milli mála að Logi Bergmann Eiðsson er kominn til starfa á fréttastofu Sjónvarpsins, það sást alveg greinilega þegar Steingrímur Hermannsson mætti í sjónvarpssal á fimmtudags- kvöldið til að svara gagnrýni undanfarinna vikna. Gamli maðurinn stóð uppi sem sigurvegari kvölds- ins þó að Logi Bergmann bryf>ðist ekki vonum áhorfenda, dansaði eins og óður hani kringum karlinn og goggaði í hann. Steingrímur kann nátt- úrulega ýmislegt fyrir sér úr pólitíkinni og tókst að verja ótrúlegustu afglöp með stæl, mótmælti harðlega þegar Logi talaði um Finn Ingólfsson sem „flokksbróður11 Steingríms og vildi frekar tala um hann sem ungan og efnilegan ráðherra. En Logi lofar góðu fyrir veturinn. Hvort er vinsæUa? • Niðurstöður skoðanakönnunar eru stöðugt kynntar og í síðustu viku glumdi á útvarpsstöðv- unum spurningin: Hvor er vinsælli, Arni Sigfús- son eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir? Góð spurn- ing sem auðvelt er að svara. Þegar spurt er um karlkyn hlýtur svarið að vera karlkyns. Leiðandi spurning myndu sumir segja en við hér á Degi spyrjum hvort þeirra skyldi nú vera vinsælla eftir allt saman? Það er spurningin. Sækjabolta • Góður andi fylgir nunnunum í klaustrinu í Hafnarfirði - það finna íbúarnir greinilega - og öll samskipti við klaustrið eru afar góð þó lítil séu. Fátt er vitað um lífið í klaustrinu en þó er Ijóst að nunnurnar eru ólatar við að sækja bolta sem lenda í klaust- urgarðinum og það er ekki ósjaldan. Ibúarnir eru að sjálf- sögðu forvitnir að fylgjast með nunnunum, sem gleðjast yfir litlu, og stundum berst söngurinn yfir klausturvegginn. Þá segir sagan að nunnurnar standi á hól inni í garðinum, syngi lofsöng og hrópa út í loftið: „Guð elskar ykkur líka!“ Og svo skríkja þær á eftir. Það ríkir greinilega mikil hlýja í þessu klaustri. Á hvaða rás? Og hér kemur svo einn brandari úr Hafnarfirði: Hlustarðu stundum á samviskuna? Nei, það held ég ekki. A hvaða rás er hún? Góður þessi. Ólatar að sækja bolta. Logi Bergmann Eiðsson: Óður hani? Steingrímur Her- mannsson: Með fínan stæl. Jóhann Hafstein, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hvattisína menn tilað taka höndum saman og efla framsóknina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.