Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 5
 ÞRIBJUDAGUR 14.0KTÓBER 1997 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Uppsetning Leikfélags Akureyrará leikriti Jökuls Jakobssonar Hart í bak er unnin af metnaði oggerirverk- inu í heild tekið mjög góð skil. Föstudaginn 10. október frum- sýndi Leikfélag Akureyrar fyrsta verkefni sitt á þessu leikári á Renniverkstæðinu. Það er leik- ritið Hart í bak eftír Jökul Jak- obsson. Leikstjóri uppsetningar- innar er Eyvindur Erlendsson. Leikmynd er eftir Eyvind og Hallmund Kristinsson. Lýsing er verk Jóhanns Bjarna Pálmason- ar. Hart í bak er á meðal vinsæl- ustu verka Jökuls Jakobssonar. Það er byggt í kringum strand- kapteininn, sem glataði skipi þjóðarinnar. Höluðþræðir verks- ins liggja þó í örlagasögu per- sónanna, sem tengjast ltaptein- inum, dóttur hans og dóttursyni. Höfundurinn rekur þá fyrð, sem kringumstæður hafa skapað. Inn í dökkva söguþráðarins fléttar hann fögur ljósbrot og spaugileg atriði auka dýpt verksins. Leikmynd Eyvindar Erlends- sonar og Hallmundar Kristins- sonar, ber vissulega keim þess umbúnaðar, sem verkið hafði í frumuppfærslu sinni á fjölum Iðnós í Rcvkjavík árið 1962. Að- stæður á Renniverkstæðinu hafa hins vegar haft mikil áhrif á út- færslu leikmyndarinnar. Hún nær dýpt og sannferðugum vídd- um og er ljóslejga unnin af natni og yfirvegun. I lýsingu Jóhanns Bjarna Pálmasonar verður hún heildstætt verk, sem býr yfir feg- urð hrörleikans, sem rofnar ekki, nema einungis þegar hús Aróru er opnað vegna inniatriðis þess, sem þar fer frarn. Leikendur stóðu sig vel Leikstjórn Ej'vindar Erlendsson- ar er vel unnin. Afar fátt er um vandræðalega sviðsferð. Hvort tveggja kemur þó lítillega fyrir, svo sem í aðdraganda fótabaðs Aróru og í ferð hennar fram á steininn f flæðarmálinu. Fram- rás er góð en bregst lítillega í örfá skipti, svo sem í fyrsta atriði Stígs og í nokkrum lotum Finn- björns. Leikhljóð falla yfirleitt vel að sýningunni. Sérlega þægilegir voru hóglegir harmóníkutónar Sigurðar Hallmarssonar, sem Iöðuðu fram viðeigandi hrif í ferli sýningarinnar. Jónatan strandkapteinn er leikinn af Sigurði Hallmarssyni. Hann kemst skemmtilega nærri persónunni í túlkun sinni. Inn- lifun hans í hlutverkið vex eftir því sem líður á verkið og nær sem næst fangandi sárum tök- um í síðara atriðinu með Stíg skóara og í inniatriðinu, þegar Láld er að búa sig til brottfarar. Aróru spákonu leikur Guð- björg Thoroddsen. Leikur henn- ar nær tíðum miklum hita, sem fellur vel að persónu þessarar tilfinningaþrungnu persónu, sem ann frelsi sínu. I hlutverki hinnar pelsklæddu konu nær Guðbjörg hins vegar ekki að fullu inn að kviku uppgjafarinn- ar og sárindanna. Láki, sonur Aróru, er leikinn af Halldóri Gylfasyni. Láki er tættur á sál og rótlaus. Halldóri tekst vel að túlka uppgjöf hans, sem brýst út í grimmd við þá, sem standa honum næst, barna- Iega drauma hans, sem reynast hjóm eitt, og einnig ást hans, sem hann kann ekki að takast á við. Ohemjuieg gleðilæti Láka, sem vissulega sýna stórmikla lip- urð, keyra á stundum sem næst úr hófi. Finnbjörn skransala leikur Hákon Waage. Hann nær víðast skoplegum tökum á persónunni og á nokkra stórgóða spretti, svo sem í stigaatriðinu. í túlkun sinni beitir Hákon Waage álappalegu fasi og framsögn, sem fellur skemmtilega að per- sónunni. Hins vegar eru nokkur upphlaup Finnbjörns heldur skörp og á skjön við þann heild- arsvip sem fyrir valinu hefur orðið. Ardísi leikur Marta Nordal. Henni tekst í heild vel að túlka þessa persónu, sem er fulltrúi hins eðlilega og almenna í þeim furðuheimi, sem Aróra og henn- ar fólk hrærist í. Túlkun Asdísar dýpkar er á líður verldð. Hún er fremur daufleg í fyrstu atriðum sínum en er að lokum Iíður er hún orðin grípandi og gjöful. Stíg skóara og safnaðarfor- mann leikur Þráinn Karlsson. Hann byrjar nokkuð rólega í fyrsta atriði sínu, en nær sífellt meiri tökum á persónunni og gæðir hana skoplegum blæ, sem nær hámarki í atriðinu í eldhúsi Aróru. Kennarann Pétur leikur Aðal- steinn Bergdal. Einnig hann fer nokkuð rólega af stað í túlkun sinni, svo sem hann sé ekki al- veg viss um þann brag sem nota skuli. Er á líður nær Aðalsteinn sífellt betri tökum á persónunni og er kominn í skemmtilegan ham f síðustu atriðum sínum. I smærri hlutverkum eru Agn- es Þorleifsdóttir og Eva Signý Berger, sem leika unglingsstúlk- urnar Gógó og Sirrí og gera þeim vel viðunandi skil, Marinó Þorsteinsson, sem leikur rukk- ara og gæðir smátt hlutverkið lífi. Marinó og Olafur Sveinsson eru í smáum hlutverkum tveggja karlmanna í lokaatriði verksins. Bragi Bragason er í hlutverki næturgests Aróru og skilar því lipurlega. Hart í bak ber hiklaust að telja á meðal klassískra leikbók- mennta á íslensku. Uppsetning Leikfélags Akureyrar á verkinu er unnin af metnaði og gerir verkinu í heild tekið mjög góð skil. Óhætt er að segja, að unn- endur leiklistar ættu ekki að láta hana fram hjá sér fara. Múmingar ur djúpiutum Fimmta skáldsagan eftir Dostojevskí sem Ingibjörg Har- aldsdóttir íslenskar er komin út. Er það Minnisblað úr undir- djúpunum, sem skrifuð var 1864. Eins og flestar sögur höf- undarins gerist hún í St. Péturs- borg eftir miðja nítjándu öld. Höfundur er aðalpersóna sög- unnar og takmarkast hún um hugarheim hans. 1 þessari skáldsögu hryddir á hugmyndum sem síðar áttu eftir að þróast í enn þekktari skáld- sögum. Mál og menning gefur út. Verð bókarinnar er 2.980 kr. Rómönsk klassík á íslensku Glæsileiki, losti og siðspilling í hinni fornu Róm er hvergi betur til skila haldið en f bókinni Satýrikon, sem skrifuð var á ár- unum 50-60 eftir Krist. Er þar um að ræða samtímafrásagnir af lífinu í Róm, jafnt meðal yfir- stéttar og alþýðu. Sagan er eftir Petóníus, sem uppi var á dögum Nerós keisara, sem lét taka hann af lífi fyrir að gagnrýna gjörspillt líferni keis- ara og yfirstéttar. Erlingur E. Halldórsson þýddi bókina, sem gefin er út af Máli og menningu og kostar 3.480 kr. Til skilningsauka á Laxness Lykilbók að fjórum skáldsögum eftir Halldór Laxness er komin út hjá Vöku. Þar er safnað sam- an skýringum á 5000 orðum og orðasamböndum, tilvitnunum og persónum, sem koma fyrir í Brekkukotsannál, Islandsklukk- unni, Vefaranum mikla frá Kasmír og Sölku-Völku. Þeir sem til þessa hafa ekki getaö les- ið þessar bækur sér til gagns geta nú flett upp í lykilbókinni og sé hvað höfundurinn er að meina. Lykilbókin er tekin saman af Guðrúnu Ingólfsdóttur og Mar- gréti Guðmunsdóttur. Þýskt höfuðskáld á íslensku Hannes Pétursson hefur þýtt nokkur kunnustu ljóð þýska skáldsins Friedrich Höldirlin og eru þau komin út í bók sem nefnist Lauf súlnanna. Þýðand- inn ritar einnig formála þar sem gerð er grein íyrir skáldinu og verkum þess. Þá eru og í lok bókarinnar skýringar á Ijóðun- um. Hölderlin var fæddur 1770. Ljóð sín orti hann á ungum aldri áður en hann hvarf inn í þögn geðveiki. Nú er hann talinn eitt höfuðskáld Þjóðverja og verður vegur hans æ meiri eftir því sem Iengra líður frá hérvistardögum hans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.