Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 14.10.1997, Blaðsíða 3
Þ RIÐJUDAGU R 14.0KTÓBER 1997 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Unglingarnir vilja ekki bara dansa, drekka og ríða, sama hvað hver segir. Áhugasviðið er víðara. Ogþauvilja láta heyra ísér, og taka markásér. Þóttþau viðurkenni reyndarað þau þurfi líka að láta hafa vitfyrír sér. Um- boðsmaðurbarha hélt málþing áAkureyrí um helgina og Stefán JónHafstein fylgdist með. Formanni áfengis- og vímuvamar- nefndar Akureyrar, Kristínu Sig- fúsdóttur, var mikið niðri fyrir. Þetta var eftir framsöguerindi og skemmtiatriði, og frjálsar um- ræður með fyrirspurnum úr sal höfðu tekið við. Talið barst að víni. Kristín lýsti með áherlsu- þunga hvernig unglingarnir hefðu hvorki Iíkamlegan né and- Iegan þroska til að glíma við áfengi. Hún er alveg á móti því að lækka áfengiskaupaaldurinn eins og lá í loftinu að salurinn vildi. Hún Iýsti reynslu annarra þjóða, og hún lýsti því hvernig drykkja myndi færast neðar í aldurshópana. Sigfríður Þor- steinsdóttir, formaður Eyþings var sammála. Við sama borð sátu ráðherrarnir Guðmundur Bjarnason og Halldór Blöndal og vísuðu í raunsæi, staðreyndir, unga fólkið yrði sér úti um áfengi - hölluðust báðir að því að færa aldurinn niður í átján ár. Til móts við sjálfræðisaldur- inn, sem hækkar úr 16 í 18 ár um áramótin. Leyfa þeim að kaupa bjór og Iéttvín. Hópurinn: Unglingar og börn af Norðurlandi fylltu salinn og létu í sér heyra. Þau vilja ad á sig sé hlustað - mynd: brink Unga ísland talar Umboðsmaöur bama Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, hélt þetta þing og setti það með vísan í mannréttindi unglinga og barna. I þeim felst meðal annars rétturinn til að tjá sig um eigin mál. Hún fjallaði um hugmyndir sínar um að refsa bæri skilyrðislaust fyrir kynferðislega misnotkun barna og unglinga, og sagði að alls ekki mætti rugla því saman við gagnkvæmt kynlíf unglinga. En umræðurnar snérust ekki svo mikið um kynlíf þegar frá leið enda varla við að búast. Megin- áhersla unglinganna og kraftur- inn í umræðunni var um reglur, skemmtanir...misræmi og óljós skilaboð. Bílar og áfengi Bílar, áfengi, skemmtanir. Ráðherrarnir voru á því að reyna að sam- ræma sem mest þær reglur sem segja til um það hvenær fólk verður „fullgildir ríkisborgarar", eins og Elsa María Jakobsdóttir frá Húsavík hafði komist að orði í framsögu sinni. Fulltrúum rík- isstjórnarinnar fannst vel koma til greina að hækka bílprófsald- urinn samtímis því að áfengis- kaupaaldurinn lækkaði. Blöndal fannst það skjóta skökku við að hafa aldur til að sitja á Alþingi en ekki til að kaupa áfengi í eig- in brúðkaupsveislu. Ebba hafði komist að sömu niðurstöðu í framsögunni þegar hún rakti hinar ýmsu mismunandi aldurs- reglur sem fóru í taugarnar á henni og mörgum öðrum sem tóku til máls á þinginu. Er áfengislaus grunn- skóli raunhæft mark- mið? varspurt. Þau efuðust. Tíundibekk- uryrðiseintalveg edrú. Sjálfræðisald- urimi Mörg virtust hafa þá skoðun að hækkun sjálfræðisaldurs væri hið versta mál, ekki sfst í ljósi þess að aðrar reglur væru ekki færð- ar til samræmis. Elsa María lýsti ferð ungs pars um reglufrum- skóginn, sem gerði annars vegar miklar kröfur til ungs fólks um að taka ábyrgð á eigin Iífi (eiga barn, giftast, kjósa, vera fjár- ráða, lögráða, sjálfráða) en ekki endilega í rökréttri röð, en mega hvorki kaupa kampavín f brúð- kaupsveisluna né skjóta rjúpur í jólamatinn. Ur því að sjálfræð- isaldurinn væri hækkaður í 18 ár sýndist henni réttlátt að færa fólki á þeim aldri fullkominn ríkisborgararétt. Sjálfræði, lög- ræði, vínræði og byssuleyfi! Útivist Þau yngri bentu á mismunandi reglur um útivist og skemmtanir. Unglingar á Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði hafa gaman af því að hittast og umgangast, sækja skemmtanir og félagsskap með hveiju öðru, en útivistarreglur sveitarfélagnna eru gjörólíkar. Og svo hafa skóla- og félags- málayfirvöld mismunandi reglur um gestakomur; vill jafnvel sjóða uppúr þegar búið er að hengja upp skilti „Ólafsfirðingar óvelkomnir" á opnu húsi! Andrea Víðisdóttir frá Dalvík vildi aukið samráð grannfélaga því ungling- ar flakka á milli. Vín og tóbak Hörðu vímuefnin voru ekki mik- ið á dagskrá, vísað frá með for- dæmingu ef einhveijum datt þau í hug, en tóbak og brennivín voru hluti af menningunni sem um var rætt. Salurinn staðfesti að enginn vandi væri að fá keypt tóbak þótt alls staðar i æru uppi skilti um að eigi mætti afhenda það yngri en 18 ára. Og vínið? Sama. Ef það væru ekki ein- hverjir foreldrar sem keyptu fyrir hópinn, þá væru það eldri kunn- ingjar, eða kunningjar kunn- ingja. Er áfengislaus grunnskóli raunhæft markmið? var spurt. Þau efuðust. Tíundi bekkur yrði seint alveg edrú. Fræðsla Þau benda á jafningjafræðslu þegar spurt er um kynlíf og vímuefnavarnir. „Ekki gamla karla sem eru búnir að drekka í 40 ár!“ segja þau. Og mikill áhugi er á að fá þessa fræðslu inn í hið óformlega umhverfi fé- lagsmiðstöðvanna, út úr skólun- um. Og þessi fræðsla á að vera skemmtileg. „Eg er tilbúinn að skoða það,“ segir Einar Njálsson bæjarstjóri á Húsavík, „ég er til- búinn að skoða hvað sem er, komið bara með hugmyndir." Hugmyndirnar eru ekki endilega fullmótaðar, en ganga í þá átt að ungt fólk sem hefur lent í hremmingum og þekkir leiðina inn f myrkviðinn og út úr hon- um aftur sé áhugaverðast. Og kynlífsfræðslan eigi ekki að vera prédikun, heldur skemmtun. Einhver gat ekki á sér setið og spurði hve mikil skemmtun! Athvarf Ungri stúlku úr Laugaskóla blöskraði þegar umræðan hafði staðið lengi um félagsmiðstöð- var og athvarf til að koma saman og skemmta sér. Dynheimar á Akureyri eru nú aðeins fyrir 16 ára og eldri og það svíður þeim yngri. Yfirvöldin vilja færa þau inn í félagsmiðstöðvar í skólun- um, en það finnst þeim frat. Sama húsið. Sama fólkið. Hver vill koma þangað á kvöldin sem maður er allan daginn? Svona er tónninn. En það var þá sem stúlkunni á Laugum blöskr- aði, komin úr fá- mennum sveita- Fulltrúum ríkisstjóm- arímiarfannstvel koma tilgreina að hækka bílprófsaldur- inn samtímis því að skóla: „Þið eruð að tala um eitt- hvað sem við fáum alls ekki, við fáum eitt diskótek í mán- uði og þá með áttunda bekk!“. Svipurinn lýsti lítilli gleði yfir þessu takmark- aða framboði á aðstöðu og skemmtun, en óhóflegu fram- boði á yngri krökkum. arminni að mega fylgja. Átján ára þingmaður má ekki kaupa sér rauðvín eða bjór. Og svo eru önnur svið þar sem eru í gildi reglur, en allir brjóta, og allir vita að þær eru brolnar. Ein- hvers staðar undirliggjandi mátti greina óljósa ósk um að hafa reglur, stundum rýmri, stundum strangari, en umfram allt reglur sem væri hægt að fara eftir og framfylgja. Jafnvel þótt það kostaði hörku. Hin yngri eru meira upptekin af stað til að vera á. Hittast við aðstæður sem hvorki eru skóli né heimili. Og þangað inn vilja þau flytja brýn lífsreynsluspurs- mál eins og kynlíf og vímuefni. Og fjalla um á þann hátt sem snertir þau. En á því virðist misbrestur. Og svo vilja þau að á sig sé hlustað. Ein ung stúlka spurði bæjar- fulltrúann Sig- fríði: „Hvers vegna var ekki hlustað á okkur unglingana þeg- Stað til að vera á Hafi verið einhver rauður þráð- ur í umræðunni var hann þessi: samræmdar reglur. Umfram allt. Ekki misvísandi skilaboð um ábyrgð og frelsi. Þetta tvennt vildi málþingsstjórinn, Tryggvi Gíslason skólameistari, tengja saman: ábyrgð og frelsi. Og það virstust þau vilja líka, þótt það væri ekki sagt með þeim orðum. Ur því að þau væru nógu gömul til að taka ábyrgð á veigamiklum þáttum eigin lífs hlytu aðrir þýðing- ar skólanum áfengiskaupaaldurínn okkar var breytt? Við lækkaðÍ. báðum um fund en enginn hlustaði". Bæj- arfulltrúinn var sammála því að það hefði verið sanngjamt. Og það var eigin- lega niðurstaðan: að það ætti að hlutsta á ungt fólk. En ungt fólk yrði að hlusta á móti. Það var Tryggvi Gíslason sem lauk málþinginu með þeim orðum. Bætti svo við frá eigin brjósti að honum væri eiginlega alveg sama um kynlífið, bara ef þau vildu láta brennivínið vera. And- varpaði svo og sagðist varla bú- ast við að hægt væri að ná sam- komulagi um það. -SJH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.