Dagur - 15.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 15.10.1997, Blaðsíða 3
MIDVIKUDAGUR ÍS.OKTÚBER 1997 - 19 Ðugur LÍFIÐ í LANDINU L f Uppsagnimarhrann- ast upp og allt stefnir í verkfall einaferðina enn. Eitthefurbreyst, foreldrablokkin virðist ætla að láta verulega til sín taka eftil verk- falls kennara kemur eins og áhyggjufullir foreldrarláta í Ijós hér á síðunni. Þannig var eftirfarandi ályktun samþykkt á fundi Fulltrúaráðs grunnskólanna á Akureyri 23. september síðastliðinn og send til Samninganefndar sveitarfé- laga: „Við lýsum yfir áhyggjum okkar vegna þess ófremdar- ástands sem yfirvofandi verkfall grunnskólakennara og fjölda- uppsagnir þeirra munu hafa í för með sér í skólum landsins. Við skorum á samninganefnd sveitarfélaga að skoða vel kröfur kennara svo varanlegur friður komist á svo hægt verði að byggja upp öflugt skólastarf.“ Þá lýstu menn á aðalfundi foreldrafélags Glerárskóla á Ak- ureyri yfir áhyggjum sínum vegna verkfallsins sem hefst, ef til kemur, hinn 27. þessa mán- aðar. Vonlaust að vera keiuiari „Audvitað eru þeir sem nota pössun barnanna sem rök i þessari umræðu á al- varlegum villigötum en stundum fínnst manni umræðan því miður snúast um það, “ segir Manfred Lemke fyrrum kenn- ari og foreidri. „Ég hef haft áhyggjur af þessum málum í mörg ár,“ segir Man- fred Lemke, sem er menntaður sem kennari en hætti í kennslu í kjölfar síðasta verkfalls stéttar- innar árið 1995. „Arangur verk- fallsins var enginn og því hætti ég þegar skólaárinu lauk, mér bauðst ný vinna og hækkaði í launum.“ Manfred er frá Sviss og kenndi þar áður en hann kom til Islands. „Þar eru launin um 350 þúsund á mánuði og vel að merkja skólaárið aðeins tveimur vikum Iengra, 36 vikur. Haust- önnin var t.d. ekki nema sex vik- ur. Þetta sýnir hve ruglið sem menn halda fram um skóla í út- löndum er yfirgengilegt." Hvað ættu kennarar hér ú landi að hafa í laun að þínu mati? „Kennari ætti að þurfa að kenna einum bekk, það væri kennsluskyldan og til að lifa sæmilegu fjölskyldulífi þyrfti hann að minnsta kosti hálf laun til viðbótar við það sem hann hefur í dag. “ Hvað held- urðu að gerist núna? “Það er mjög einfalt mál. Það verður farið í verkfall og á meðan á verk- falli stendur segir Kennara- sambandið að við fáum aldrei nóg og viðsemj- endur segja þetta er alltof mikið. Síðan verður samið og þá segir Kennarasambandið að þetta var næstum því það sem við vildum og hinir segja að þetta var nán- ast ekki neitt enda snýst þetta allt um að halda höfði. Ætli þetta endi ekki bara eins og alltaf með einhverjum blekking- arleik. “ Manfred á þrjú börn á skóla- aldri, 12 ára, 10 ára og 9 ára í Stóru-Tjarnaskóla. Sem foreldri, hefurðu áhyggj- ur af verkfallinu? „Það fer eftir þvf hvernig ég lít á skólann. Ef ég lít á skólann sem pössunarstofnun fyrir mín börn, þá hef ég áhyggjur því þau verða á lausa- gangi. - Ef ég hins vegar lít á skólann sem menntunar- stofnun fyrir mín börn þá hef ég haft áhyggjur í mörg ár. Færir kennarar hverfa úr skólunum, það er bara svo einfalt mál. Auðvitað eru þeir sem nota pössun barnanna sem rök í þessari umræðu á alvarleg- um villigötum en stundum finnst manni umræðan snúast um það.“ „I Sviss em launin um 350þúsund á mánuði og vel að merkja skóla- árið aðeins tveimurvik- um lengra, 36 vikur. “ Foreldrar að átta sig Erna Gunnarsdóttir er fram- haldsskólakennari við Verk- menntaskólann á Akureyri og segir sína afstöðu til kennara- verkfalls því tvíeggja þótt hér sé um grunnskólakennara að ræða. „Ég styð kennara svo sannarlega alla leið í sinni kjarabaráttu og tel reyndar að það sé forsenda þess að skólamálum vegni eitt- hvað fram á veginn. Hlutirnir hafa verið að fara afturábak síð- ustu árin. — En að sjálfsögðu finnst mér líka alveg ótækt ef kemur til verkfalls og vísa ábyrgðinni þá alfarið til viðsemj- endanna vegna þess að kröfurn- ar eru auðvitað fullkomlega rétt- lætanlcgar." Erna segir Islendinga aftur í grárri forneskju með kennslu barnanna. „Ég á ekki orð, við erum með fulla skóla af ófag- lærðu fólki og auðvitað er þessi staða óviðunandi með öllu.“ „Mér er mjög heitt i hamsiyfir þessu máli, “ segir Erna Gunnarsdóttir foreidri, söngkona og framhaldsskólakennari. Erna hetúr oft staðið í kjara- baráttu kennara og hefur síð- ustu vikurnar orðið vör við breytingu á viðhorfum almenn- ings. „Líklega má segja að í gegnum árin hafi almenningur síst haft samúð með okkur og oft á tíðum hefur foreldrum fundist kröfurnar mjög fram- hleypnar af okkar hálfu. Ég hef hins vegar ekki heyrt þetta núna og er að vona að foreldrar séu að átta sig á því að það fari nú kannski saman sæmileg Iaun og gæði skólastarfs. Það hafa líka verið að koma fram sláandi dæmi eins og þetta þar sem skólastjórinn gat boðið ganga- verðinum sínum hærra kaup en kennurunum." Hvemig stendur þú að vígi sem foreldri að hafa hörnin heima ef til sex vikna verkfalls kemur eins og varð síðast? “Ég er kennari sjálf og get ekki látið mig vanta í vinnuna en við hjónin eigum góða að, foreldra á eftirlaunum sem hafa reynst haukar í horni.“ Óttast fjöldauppsagnir „Krakkarnir eru ískólanum frá átta til tvö sem er kannski helmingurinn afvökutíma þeirra á sólarhring og auðvitað vill fólk þá hafa gott fólk við stjórnvölinn, “ segir Ell- ert Gunnsteinsson foreldri, sem situr í fulltrúaráði grunnskólanna á Akureyri. Ellert Gunnsteinsson er í fulltrúaráði grunnskólanna á Ak- ureyri. Hefur dlyktun frá foreldrafé- lagi eitthvað að segja? „Það er ekki svo gott að vita en ef fólk Iætur almennt í sér heyra vonar maður að það hafi áhrif. Menn eru orðnir verulega uggandi yfir ástandi mála þar sem óánægjan hjá kennurum er greinilega mikil og menn óttast einfaldlega að þeir komi ekkert til starfa aftur eftir langvarandi verkfall. Nú hafa uppsagnirnar hrunið inn, sex í Síðuskóla, ein í Glerárskóla, tvær í Lundarskóla og menn bíða bara eftir samn- ingum, ef þeir eru ekki góðir þá hættir fjöldinn allur." Ellert segir að ástandið í skól- unum sé algjörlega óviðunandi. Hann bendir á að í Síðuskóla séu 30% kennaranna ófaglærðir. „Hlutfallið er alltof hátt og þess- ir sex sem hafa sagt þar upp eru auðvitað af þeim tíu sem eru lærðir. Aðstaðan sem kennurum er boðin upp á í dag er alveg skelfi- leg. Þeir eru með allt að 30 nemendur í bekk. Síðan er þetta tveggja kennara kerfi algjört neyðarúræði, þ.e. einn mennt- aður og einn leiðbeinandi sem eiga að vinna saman. Alagið hefur aukist jafnt og þétt á sama tíma og kennarar fá alltaf minni og minni laun. Þetta getur auð- vitað ekki gengið til lengdar." Telurðu að foreldrar verði virkari nú þegar sveitarfélögin hafa tekið við rekstri grunnskól- anna, telji þar með auðveldara að hafa einhver áhrif á gang mála? „Væntingarnar voru auðvitað miklar þegar breytingin átti sér stað og bjart yfir þessu í vor. Menn voru ásáttir um ákveðin vinnubrögð og stefnu en síðan er allt komið í hnút núna. - Mín skoðun er sú að það sé kominn tími til að skipta út báðum samninganefndunum. Sveita- stjórnarmenn hafa lýst því yfir að þeir vilji gera betur við kenn- ara og þá setur Samninganefnd- in sig upp á móti. Þetta er líka komið út í tómt rugl þegar minnst er á samninga einstakra sveitarfélaga." -MAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.