Dagur - 15.10.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 15.10.1997, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 15. o k t ó b e r 1997 Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar Afgreiddrr samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI - SÍMI 462 3524 Við sj álf, landið okkar og menningararfleifðin Leikskólaböm íÁsborg íReykjavík hafa tekið þátt í evrópska verk- efninu „ Við sjálf land- ið okkarog menningar- aifleifðin“. Sams kon- arverkefni em unnin í leikskólum í öðmm löndum. Útlendir leik- skólakennarar heim- sóttu bömin íÁsborg nýlega. Verkefnið í Asborg hefur verið í gangi í nokkurn tíma og er mark- miðið að börnin fái meiri skilning á sjálfum sér, fjölskyldum sínum, skólanum og sínu nánasta um- hverfi. Börnin hafa verið í sam- bandi við leikskóla í öðrum iönd- um, til dæmis Hollandi, Bret- Iandi og á Italíu, og skipst á bók- um, sem þau hafa unnið sjálf, við börnin þar. Foreldrar barnanna svara svo spurningalista, til dæm- is um það hvernig matur er borð- aður á heimilinu, hvernig vinnu- tíma fjölskyldunnar er hagað og svo framvegis. Nú í vikunni voru fulltrúar nokkurra leikskóla í Pistoia á Italíu, Doncaster á Englandi, Einthoven í HoIIandi og Szentendre í Ungverjalandi í heimsókn hér á landi og Iitu Jæir við á leikskólanum Ásborg. Einn Italinn, Maurizio, varð einmitt fimmtugur þennan dag svo að börnin á Ásborg sungu fyrir hann afmælissönginn á ítölsku. Börnin fengu svo gott í magann í tilefni afmælisins og fullorðna fólkið fékk tertu og kaffi. -GHS Maurizio, leikskólakennari frá Italíu, vard fimmtugur þennan dag. Börnin á Ásborg sungu fyrir hann afmælissönginn, fyrst á ítölsku og síðan á íslensku. Duglegir krakkar á Ásborg! Börnin á Ásborg hafa búid til bækur og sent til leikskólakrakka i hinum löndun- um og fengid til baka bækur sem aðrir krakkar hafa búið til. Hér eru nokkur þe/rra að skoða bók frá Hollandi. Tiziana Gai, grunnskólakennari i Pistoia á Ítalíu, segir að vel sé búið að börnum í Pistoia, þar séu sérstakir garðar fyrir þau og foreldra þeirra og svo eru mið- stöðvar fyrir kennara að koma með heilu hópana i. Sérfræðingar ganga þar um með börnunum og útskýra fyrir þeim það sem fyrir augu ber. Rakei Kristín og Hólmfríður, báðar fimm ára, benda á England og Holland á kortinu. Krakkarnir á Ásborg hafa verið að skiptast á bókum og teikningum við krakka Iþessum löndum. myndir; e.ól.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.