Dagur - 15.10.1997, Blaðsíða 1
„I dag er tilgangur kvótakerfisins ekki að stjórna fiskveiðum, heldur að vera mikilvirkt stjórntæki i verðbréfaviðskiptum, “ segir Jón Arason skipstjóri, sem hér sést á heimavelli við
höfnina i Þorlákshöfn. mynd: jón þórðarson
JónArason, skipstjóri í
Þorlákshöfn, ferjyrir
þúsund tnanna fylk-
ingu sem beinirkröf
um sínum gegn kvóta-
kerfiniL Tilgangur
samtakanna ermeðal
annars að skiptajafn-
ararðinum affiskveið-
um landsmanna, enda
séfiskurinn sameign
landsmanna.
„Upphaflegur tilgangur kvóta-
kerfisins var að stjórna fiskveið-
um í sjónum umhverfis landið og
sporna gegn ofveiði. Þessu yfir-
lýsta markmiði þjónaði kerfið í
upphafi, en síðan hafa veiði-
heimildir færst á æ færri hendur;
til manna sem segjast eiga veiði-
réttinn. I dag, þrettán árurn eftir
að kvótakerfið var sett á laggirn-
ar, er tilgangur þess orðinn að
vera mikilvirkt stjórntæki í verð-
bréfaviðskiptum og efnahagslífi
þjóðarinnar,11 segir Jón Arason,
skipstjóri í Þorlákshöfn og for-
maður Samtaka um þjóðareign.
„Aö eiga kvóta“
Um eitt þúsund manns hafa nú
þegar skráð sig í Samtök um
þjóðareign, en þau voru stofnuð í
síðustu viku. Yfirlýstur megintil-
gangur samtakanna er að þjóðin
njóti réttláts arðs af sameign
sinni; íslandsmiðum. Er í þessu
sambandi lagt út frá fyrstu grein
laga um fiskveiðistjórnun, þar
sem segir að fiskimiðin séu sam-
eign þjóðarinnar. Liðsmenn sam-
takanna telja að raunin sé orðin
önnur.
„Forsætisráðherra sagði á dög-
unum að stefnt væri að setningu
Iaga um að einstökum útgerðum
skyldi ekki vera heimilt að eiga
meira en 10% af heildarkvótan-
um á hverjum tíma. Þetta orðá-
lag „að eiga kvóta" segir raunar
allt sem segja þarf,“ segir Jón
Arason.
í mér slær Vestfirðings
hjarta
Jón Arason er fæddur á Eyri við
Skötufjörð árið 1960. Hann byrj-
aði til sjós tólf ára gamall og réri
þá uppá hálfan hlut á móti frænda
sínum. Síðar fór hann í Vélskól-
ann, tók seinna pungapróf skip-
stjórnarmanna, og í Fiskvinnslu-
skólann í Hafnarfirði fór Jón árið
1983. „Ég fluttist til Þorláks-
hafnar 1973 og hér hefur fjöl-
skyldan búið nær óslitið síðan.
Sjálfsagt fer ég núna að teljast
löggiltur Þorlákshafnarbúi, þó
hjarta Vestfirðingsins slái í brjósti
mér - og svo mun verða áfrarn,"
segir Jón.
A fyrstu árum kvótakerfisins
stundaði Jón sjálfur útgerð, en sí-
fellt minnkandi kvóti Ieiddi til
meðal annars þess að hann hætti
slíku. Frá 1989 hefur hann verið
skipstjóri á annarra manna bát-
um, - síðustu misserin á Sæljós-
inu AR -11, sem er í eigu Gylfa
l’raustasonar, sveitunga Jóns frá
Flateyri.
Humariim er herramaður
í sér
„Aherslurnar í fiskveiðistjórnun
hafa verið rangar. Það er fullt af
þorski um allan sjó og það vita
allir,“ segir Jón Arason. „I fyrra-
vetur vorum við gjarnan við veið-
ar rétt út af Hafnarnesvita hér
við Þorlákshöfn og eftir fárra
mínútna stím voru allar trossur
fullar af þorski — þessum fiski
sem við megum ekki koma með
af landi. Og eitthvað þarf þorsk-
urinn að éta; við sjómennirnir
segjum að hann sé svo mikill
herramaður í sér að hann bjóði
hrygnunni aðeins það besta og
þau fái sér humar. Það dýrasta og
fínasta. Og þvílíkt er étið af
humrinum að veiði á honum hef-
ur hrunið algjörlega síðustu sum-
ur og í fyrrasumar var hún nán-
ast engin. Einnig hefur kolaveiði
hér við suðurströndina stórlega
dregist saman." Jón segir liðs-
menn Samtaka um þjóðareign
ætla að leiða saman helstu sér-
fræðinga í greininni um það
hvernig koma megi saman öðru
fiskveiðistjórnunarkerfi. „Og þá
förum við á fjörurnar við alla sem
geta komið að þ\a máli.“ — Undir-
húningur að stofnun Samtaka
um þjóðareign hefur staðið yfir í
nokkra mánuði. Jón segir að
hann hafi komið fyrst að þessum
málum þegar Valdimar Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri í Mos-
fellsbæ, komst í fréttirnar eftir að
hann sótti sjálfur um kvóta á
grundvelli þess að hann ætti jafn
rnikið í kvótanum og aðrir, ef
marka mætti fyrstu grein fisk-
veiðistjórnunarlaganna.
Byggðarlög eins og
Hakandi sár
„Þá setti ég mig í samband við
Valdimar og fleiri komu síðan í
framhaldinu til iiðs við okkur - og
nú hafa orðið til þessi samtök.
Viðtökurnar eru góðar og miklu
betri en við bjuggumst við. Og til
liðs við okkur kemur fólk ekki
einvörðungu vegna þess að því
ofbjóði óréttlætið sem felst í
kvótakerfinu, heldur er það einnig
að berjast fyrir afkomu sinni og
ævistarfi. Einstök byggðarlög eru
eins og flakandi sár, eftir að það-
an hefur verið keyptur allur
kvóti. Ég get nefnt kauptún á
sunnanverðum Vestfjörðum og
kaupstaði vestra eins og Isaljörð
og Bolungarvík, auk staða hér á
suðvesturhorni landsins. En nú
er mál að linni - og ég skora á alla
sjálfstæða íslendinga hvar sem
þeir standa að þeir taki höndum
saman, uni óréttlætinu ekki leng-
ur og sameinist í samtökum um
þjóðareign." -SBS