Dagur - 15.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 15.10.1997, Blaðsíða 2
18-MIDVIKUDAGUR ÍS.OKTÓBER 1997 rD^tr LÍFIÐ í LANDINU L A Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverliolti 14 • 105 Reykjavík Siininn hjá lesendaþjónustunni: 563 1626netfang : ritstjori@dagur. só,b,éf 460 G17i^ssl 6270 1S Bráf frá Homafirði Þrælast í gegrnun dagblað Sjaldan les ég dagblað frá orði til orðs, og munu sjálfsagtfáir gera,því það er tals- vertátak. En ég las dagblað eittsvona vandlega, að ég rakst þar fljótlega á leiðin- lega orðsskipan. Og svona til að vita, hvort meira af því líku góðgæti kynni að leynast, tók ég mig til og skrifaði niður það, sem mér fannst at- hugavert af sama toga. Þarna er allt of oft notað hið klúðurslega orðasamband, þar sem „að það“ er þrælað inn í setninguna og fornafninu „það“ er sums staðar algjörlega ofaukið. Skal ég nú sýna nokkur dæmi þessa hvors tveggja, úr útgáfu dagblaðs ný- lega. „Það“ „Það verða ekkí spilaðar nema þrjár Iotur í úrslitaleiknum". = Ekki verða leiknar nema þrjár lotur í úrslitaleiknum. „Eg er hlynnt frjálshyggjunni, en mér finnst, að það verði að tengja hana við raunveruleik- ann.“ = Ég er hlynnt frjálshyggj- unni, en mér finnst, að tengja verði hana við raunveruleikann. „Eg geri ráð fýrir, að það verði einhverjar breytingar." = Eg geri ráð íyrir, að einhverjar breyting- ar verði. „Vegna þess, að það eru kosn- ingar fram undan, þá verður stærsta breytingin sú, áð pólit- fska umræðan verða aggressív- ari.“ = Vegna þess, að kosningar eru fram undan, verður stærsta breytingin sú, að stjórnmálaum- ræðan verður áreitnari." ( Forð- umst útlendar slettur!) „Það hafa verið orðaðir við mig möguleikar á, að ég taki að mér ýmis konar störf.“ = Orðað hefur verið við mig, að ég taki að mér ýmis störf. „Ég er hóflega bjartsýnn á, að það sé vilji til að leysa málið, á meðan fólkið heldur áfram að hittast og skiptast á hugmynd- um.“ = Ég er hóflega bjartsýnn á, að vilji sé til að leysa málið, o. s. frv. Mörg vinna? „Mörg vinna er þess eðlis, að það fer best á því, að hún sé unnin í kyrrþey og næði.“ = Margt starf er þess eðlis, að best fer á því, að það sé unnið í kyrr- þey og næði. „Ef það á að taka eitthvað mark á svona setningargreyi." = Ef taka á eitthvert mark á svona setningargreyi. „Og það þarf að verða til traust.“ = Traust þarf að skap- ast. „Það er svo umfangsmikil kerfisbreyting, að það er erfitt að gera sér grein fyrir því til fulls, hverjar afleiðingarnar verða.“ = Það er svo viðamikil kerfisbreyting, að erfitt er að gera sér grein fyrir því til fulls, o. s. frv. „Og það væri Iíka hættulegt að fara yfir götu.“ = Og hættulegt væri líka að fara yfir götu. „Frá virkjunarmönnum komu þau svör, að það væri margt í mörgu.“ = Frá virkjunarmönn- um komu þau svör, að margt væri í mörgu. „Element“ „Staðreynd málsins er einfald- lega sú, að það vantar alveg framsóknar-elementið í Kópa- vogslistann." = Staðreynd máls- ins er einfaldlega sú, að fram- sóknar-þáttinn vantar alveg f Kópavogslistann. „Það liggur við, að það sé að- gerðanefnd í hverjum skóla.“ = Það liggur við, að aðgerðanefnd sé í hveijum skóla. „Það er ekki hægt að rekja þetta akkeri til ákveðins skips, en það er vitað, að það var í eigu Kveldúlfs, og sennilega skútu- akkeri." = Ekki er hægt að rekja þetta akkeri til ákveðins skips, en vitað er, að það var í eigu Kveldúlfs, o. s. frv. „Þetta er gömui arfleifð, sem búin er að vera í gangi um ára- tuga skeið, að það skuli vera í gangi hámarksverð á þessa þjón- ustu, og það hefur ekki þótt vera forsenda til þess að breyta vegna fjöldatakmarkana að atvinnu- greinum." = Þetta er gömul arf- leifð, sem verið hefur í gangi um ártugi, að hámarksverð skuli vera á þessari þjónustu, og ekki hefur þótt vera forsenda til að breyta, vegna fjöldatakmarkana að atvinnugreinum. „Allar tilraunir til að færa þetta í frjálsræðisátt, yrðu því líkt skref aftur á bak, að það er með ólíkindum." = Allar tilraun- ir til að færa þetta í frjálræðis- rátt, yrðu þvílíkt skref aftur á bak, að með ólíkindum væri. „Ekki fer á milli mála, að verið er að þrengja að Karadzic." Hér er um góða málnotkun að ræða. Engin athugasemd! í stórum stíl „Háttsettur bandarískur erind- reki sagði ennfremur í Sarajevó á sunnudaginn, að það væri nauðsynlegt að fjarlægja Kara- dzic = . að nauðsynlegt væri að fjarlægja K. „Segja upp í stórum stíl.“ = Segja upp í miklum mæli. „Hefurðu trú á, að það takist að spara í þetta skiptið í rekstri stóru sjúkrahúsanna?" = Hef- urðu trú á, að takast muni í þetta skiptið að spara í rekstri stóru sjúkrahúsanna? „Það þarf að gera vinnutíma kennara sýnilegri." = Gera þarf vinnutíma kennara áþreifan- legri. „Nú veit ég svo sannarlega ekki, hvers vegna þessum mönn- um fannst, að það þurfi að gera vinnutíma kennara sýnilegri.“ = Nú veit ég sannarlega ekki, hvers vegna þessum mönnum fannst, að gera þurfi vinnutíma kennara áþreifanlegri. „Ég held, að mennirnir eigi einfaldlega við, að það þurfi að lengja vinnutíma kennara." = Ég held, að mennirnir eigi einfald- lega við, að lengja þurfi vinnu- tfma kennara. Auðunn Bragi Sveins- son,Hjarðarliaga 28, 107 Reykjavík. Kjaranefnd skaðar heilsukerfi iandsbyggöarinnar verulega. HeUMgðisvanda- málið Iqaranefnd HALLIJR MAGNÚSSON SKRIFAR Eitt alvarlegasta heil- brigðisvandamál landsbyggðarinnar um þessarmundirer kjaranefnd. Kjara- nefnd erað leggja heilsugæslukerfi landsbyggðarinnar í rúst. Ólíkt ýmsum veirum sem skaða ekki starfsemi líkamans að ráði meðan þær liggja í dvala aðgerð- arlausar, þá skaðar kjaranefndin verulega starfsemi heilsugæslu- kerfisins úti á landi með aðgerð- arleysi sínu. Líkt og ýmsar veir- ur lama ákveðna líffærastarf- semi þegar þær fara á kreik, þá lamar kjaranefnd heilsugæslu- starfsemi Iandsbyggðarinnar með því að fara ekki á kreik. Af- leiðingarnar í báðum tilfellum getur orðið dauði. Dauði líkam- ans annars vegar og dauði ein- stakra byggðarlaga hins vegar. Þetta ’ eru al- ur ekki fyrr en kjaranefnd skilar af sér verki sínu. Við á Hornafirði erum með lækna. Þeir eru jafn algengir og hvítir hrafnar hér um slóðir, því heilsugæslustöðvarnar hér fyrir austan okkur eru meira og minna læknalausar vegna að- gerðarleysis kjaranefndar. Kjaranefnd vinni sín verk Læknir er forsenda starfhæfrar heilsugæslustöðvar. Þá er ekki verið að gera lítið úr nauðsyn annarra starfsstétta á heilsu- gæslustöðvum. Ef heilsugæslan er ekki lengur starfhæf í byggð- arlögunum þá skiptir ekld neinu máli hversu gott atvinnulíf og góð þjónusta er til staðar að öðru leyti. Fólkið flytur burt þangað sem læknisþjónusta er til staðar og kemur trauðla aftur til baka. Heimildir mínar herma að kjaranefnd hafi sama og ekkert Ijallað um málefni heilsugæslu- Iækna og það sé langur tími þar til niðurstöður kjaranefndarinn- ar liggi fyrir. Ef það er rétt þá eru allar Iíkur á að heilsugæslu- kerfið verði komið á gjörgæslu innan skamms tíma. Þar sem lyfin við sóttinni eru eingöngu í höndum kjaranefndar, þá getur heilbrigðisráðherra og hennar fólk ekki gert annað en að fylgj- ast með dauðastríðinu. Heil- brigðisráðherra mun hins vegar að ósekju vera sakaður um dauða sjúldingsins ef hann gefur upp öndina. Nú veit ég ekki hverjir það eru sem skipa kjara- varleg orð. , ,, , „ ., , ^ nefnd og mig Vegna íyrri NU liefur VCnð lagt langar ekkert til reynslu minnar _ „ . 17 . . að v'*:a Þa^’ hafði ég ákeðið jTaJU 3 AlþVUgl tlllaga Hins vegar að birta ekki aft- , _ .. , . verður þetta ur á prenti sann- UTU að ajtUT Verðl teklU fólk að gera sér Ieikskorn sem gæti komið mér í ldandur vegna þess að þau kæmu illa við einhveijar per- sónur. En þar sem ástandið er alvarlegt skipti ég um skoðun. Heilsugæslulæknar hafa nú í rúmt ár beðið í lausu lofti eftir úrskurði kjaranefndar. Þolin- mæði þeirra er skiljanlega fyrir löngu þrotin. Heilsugæslulækn- ar ráða sig ekki til starfa í ein- manaleg heilsugæsiuumdæmi, þar sem vinnuálag getur verið nánast ómannlegt, fyrr en kjör þeirra liggja Ijós fyrir. Það verð- grem fyrir upp tekjutenging elli- ábyrgð sinni og launa við þróunina á launamarkaðinum. hefjast handa nú þegar og skila af sér því verki sem kjara- nefndinni var falið. Stundum er nauðsynlegt að bregðast snar- lega við banvænni veirusýkingu með tvísýnum aðgerðum. Nú er lífsnauðsynlegt fyrir landsbyggð- ina að kjaranefndin skili af sér niðurstöðum sínum hvað kjara- mál heilsugæslulækna varðar, þótt afleiðingar þeirra niður- staðna geti verið tvísýnar. Ef ekkert er að gert deyr sjúkling- urinn hvort eð er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.