Dagur - 15.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 15.10.1997, Blaðsíða 5
 MIÐVIKUDAGUR 1 S . OKTÓBER 1997 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Þóra Einarsdóttir er í hlutverki Despinu og er næsta óborganleg i gervum sínum. „Þessi gleðileikur Davids Freeman og Lorenzos da Ponte við undirleik Mozarts er semsagt hin bezta skemmtun, og sennilega getur ekki betri í bænum um þessar mundir, “ segir Sigurður Steinþórsson. SIGURÐUR STEINÞÓRS- SON SKRIFAR íslenska óperan frum- sýndi Cosifan tutte eftirMozartföstudag- inn 10. október. Cosi ergamanópera, en þó þótti sá broddurí efni hennarlengi framan af að hún varekki mikið sýndfyrren á þessari öld. Mozart í þriðj a sæti Því nafnið Cosi fan tutte vísar til þess að á tryggð kvenna sé ekki meira treystandi en refs- hala. Og sagt er að bæði Beet- hoven og Wagner hafi talið óp- eru þessa fyrir neðan virðingu Mozarts vegna efnisins. Höfundur textans er Lorenzo da Ponte, sem einnig samdi Brúðkaup Figaros og Don Giovanni. Da Ponte var merki- legur höfundur en brokkgengur, og endaði daga sína sem pró- fessor við Columbia í New York, sem er önnur saga. En nú orðið skiptir textinn meira máli en áður var, þökk sé textavél Óper- unnar, því allir geta fylgzt með þeim orðaskiptum á ítölsku sem fram fara á sviðinu. Og það er einmitt þessi textavél og ágæt þýðing Óskars Ingimarssonar sem gerir leikstjóranum David Freeman ldeift að búa til sýn- ingu þar sem Mozart og tónlist- in eru í þriðja sæti, eftir Free- man sjálfum og Lorenzo da Ponte í fyrsta og öðru. Þó merki- legt megi virðast „gengur þetta upp“ eins og listfræðingarnir segja, og úr verður bráð- skemmtilegur farsi sem Mozart sjálfur hefði sennilega skemmt sér vel á - þó hugsanlega hefði honum þótt tónlist sinni gert fulllágt undir höfði, því honum gramdist það að tengdamóðir hans og fleiri töluðu um að „sjá“ Töfraflautuna en ekki „heyra“. Svaladrykkir og sólarströnd Ekki vil ég þó mæla með þessari aðferð almennt við að setja upp óperur, því það er vegna Moz- arts og tónlistarinnar sem þessi ópera er yfirleitt sýnd. Og ekki megum við heldur ímynda okkur að þessi uppsetning brjóti blað í óperuuppsetningum í heimin- um: alls staðar eru leikstjórar að búa til „sinn eigin“ Shakespeare, Mozart, Ibsen, Wagner og Verdi - aðeins með því að stjaka þeim gömlu til hliðar myndast rúm fyrir þá nýju, eða þannig leit Darwin a.m.k. á málið. Eins og fram hefur komið í auglýsingum Óperunnar og víð- ar, gerist stykkið nú á sólar- strönd þar sem unga fólkið er að striplast í sandinum með svala- drykki og sólolíu. „Albanirnir" í texta da Pontes eru orðnir að ríkum aröbum, Despina að gengilbeinu á hóteli, og annað er aðlagað þessari hugmynd. Arabarnir tveir eru að vísu svo drumbslegir að þeir líkjast mest Mormónatrú- boðum með arabaslæðu á höfði, enda „falla“ stúlkurnar tvær fremur fyrir olheldiskennd- um þrýstingi en fyrir sjarma þeirra. Erfiðar söngað- stæður Þóra Einarsdóttir er í hlutverki Despinu og er næsta óborganleg í gervum sínum - raunar er eitt- hvað „chaplinesque“ við Þóru í þessum hlutverkum sem kitlar hláturtaugarnar - og eitthvað var hún að syngja líka og gerði það vel. Sólrún Bragadóttir og Ing- veldur Yr Jónsdóttir syngja og leika hlutverk fórnarlambanna Fiordiligi og Dorabellu með mildum ágætum - mjög vel Iukk- að var atriði þar sem Sólrún (Fiordiligi) predikaði dyggðirnar yfir daufum eyrum áheyrenda sinna, og mörg fleiri atriði gera þessar fínu söngkonur prýðilega. Bergþór Pálsson er í essinu sínu sem hinn kaldhæðni Don Alfonso, hreyfikraftur leikritsins. Hlutverk hans er að mestu tal- söngur, tónles, en Bergþór er hinn prýðilegasti leikari. Loks eru það elskhugarnir tveir, Ferrando og Guglielmo, Björn Jónsson og Loftur Erlingsson. Báðir eru hinir vörpulegustu menn og sóma sér vel á sviðinu. Loftur hefur fallega barytonrödd og Björn þekkilegan tenór þar til í ljós kemur í aríu Ferrandos „Tradito, schernito ...“ að hann á mjög margt ólært í tenór- kúnstinni. I Cosi fan tutte eru fáar fræg- ar aríur. Skemmtilegustu söng- atriðin eru hins vegar samsöng- ur, en Mozart var einmitt stoltur af þeirri íþrótt sinni að semja þau af mikilli snilld. Atriði þessi eru þó framkvæmd við hinar erfið- ustu aðstæður, á einum stað hangir Fior- diligi (Sólrún) öfug um háls Guglielmos (Loftur) og syngur aftur milli fóta hans. Og mörg söngatriði eru tekin liggjandi í sandinum, eða jafnvel á grúfu. Hægt að loka augimum Þessi gleðileikur Davids Free- man og Lorenzos da Ponte við undirleik Mozarts er semsagt hin bezta skemmtun, og senni- lega getur ekki betri í bænum um þessar mundir. Þar að auki gætu þeir, sem meiri áhuga hafa á Mozart en Freeman, sem hæg- ast lokað augunum og hlustað á vora ágætu söngvara og prýði- legu hljómsveit (konsertmeistari Sigurlaug Eðvaldsdóttir, stjórn- andi Howard Moody) flytja tón- list eftir snilling sem hefði ekki getað samið lélega tónlist þótt hann reyndi það. Nafnið Cosifan tutte vísartilþess að á tryggð kvenna sé ekki meira treystandi en refshala. Leikfélag Akureyrar 4 TROMP A HF.NDl Hart S eftir Jökul Jakobsson. á Renniverkstæðinu 3. Sýning Föstudaginn 17. október örfá sæti laus 4. Sýning Laugardaginn L8. október UPPSELT 5. Sýning Föstudaginn 24. október 6. Sýning Laugardaginn 25. október Gagnrýnendur segja: „Uppsetning LA á Hart í bak er hefðbundin og verkinu rrú. Örlög og samskipti persónanna eru í fyrirrúmi ...'' Au/iur llydar FDV „Leikritið Harc í bak er meistara- lega samsett af hliðstæðum og andstæðum, táknum og samblandi af stílfærðu raunsæi og botnlausri rómantík. Svcinn Haraldsson i Mbl. „Inn í dökkva söguþráðarins fléttar hann (höfúndur) fögur ljósbrot og spaugiieg atriði auka dýpt verksins." Haukur Ágústsson í Degi „Því er fyllsta ástæða tii að grípa þessa gæs meðan hún gefst." Þórgnýr Dýrfjörð í RÚV ♦ Á ferð með frú Daisy Frumsýnmgá Remmvrkstœðmu 27. des. Titilhlutverlc Sigurveig Jónsdóttir ^ Söngvaseiður Ftumsýnmg íSainktmiuhúsinu 6. mars Aðalhlutverk: Þóra Einaxsdóttir 4» Markúsarguðspjail Fntmsýmng d Renmvcrkshedim/ 5. opríl Leikari: Aðalsteinn Betgdal Leikfélag Akureyrar Við bendum leikhúsgestum á að enn gefst tækifæri til þess að kaupa aðgangskort á allar sýningar Leikfélagsins, tryggja sér þannig sæti og njóta ljúfra stunda í leikhúsinu á einstaklega hagstæðum kjörum. S. 462-1400 er styrktaraöili Leikfélags AkurcyTar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.