Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 3
I X^ur FRÉTTIR LAUGARDAGUR ÍB.OKTÓBER 1997 - 3 Kísiliðj an gefst ekki upp Ný vbmsluaðferð á að framlengja líf verk- smiðjimnar. Stjórn Kísiliðjunnar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að Kísiliðjan berjist nú fyrir framtíð sinni. Núverandi námaleyfi renn- ur út árið 2010 og er líklegt að hráefni á núverandi vinnslusvæði verði uppurið árið 2003 eða 2004. „Félagið er þvf þegar farið að undirbúa umsókn um nýtt náma- leyfi og hefur af þ\ í tilefni verið að þróa nýja aðferð við að dæla upp hráefni. Tilraunir sem gerðar hafa verið á rannsóknarstofu lofa góðu um árangur af þessari aðferð, sem raskar yfirborði vatnsborðsins lít- ið,“ segir í tilkynningu. Gera á til- raunir með þessa aðferð í vatninu næsta sumar. Jafnframt kemur fram að undirbúningur sé hafinn að gerð nýs umhverfismats sem samkvæmt lögum er nauðsynlegt að gera áður en ákvörðun verður tekin um nýtt námaleyfi. Brátt hefst uppsetning á full- komnum hreinsibúnaði; útblástur verður vart sýnilegur, og turn Kís- iliðjunnar lækkar. Hreiðar Karlsson, stjórnarfor- maður Kísiliðjunnar, segir ekkert athugavert við að Kísiliðjan taki þetta skref þótt pólitískur vilji fyr- ir framlengingu námaleyfis Iiggi ekki fyrir. „Þvert á móti hygg ég að ef von á að nást um framlengingu vinnsluleyfis, sé nauðsynlegt að ganga þessa götu. Við erum langt í frá að verða vonlausir um fram- haldið.“ Hreiðar sagði kostnaðinn við rannsóknirnar verulegan en hann gæti ekki svarað því hve mikill hann væri. Hann sagði að tilraun- ir sumarsins myndu ekki fara fram í Syðri-Flóa heldur aðeins á leyfilegu vinnslusvæði. Þrátt fyrir að verksmiðjan sé mjög umdeild sagðist Hreiðar ekki óttast mót- mælaaðgerðir. Forráðamenn Kís- iliðjunnar færu enda að lögum í hvívetna. — bþ Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forseta- frú gengst nú undir lyfjameðferd á Landspítalanum. Guðrún Katrín í lyfjameðferð á Landspítala Guðrún Katnn Þorbergsdóttir for- setafrú er nú í lyíjameðferð á Landspítalanum. Fyrir rúmum mánuði barst tilkynning frá for- setaembættinu um að forsetafrúin hefði greinst með bráðahvítblæði sem er ein tegund krabbameins. Meðferðin fer öll fram hérlendis. Að sögn Kornelíusar Sigmunds- sonar, forsetaritara, er meðferðin á því stigi að of snemmt er að segja til um framhaldið. Vegna sjúkdóms Guðrúnar Katrínar hafa forsetahjónin aflýst opinberum heimsóknum um óá- lcveðinn tíma. - BÞ Þórhildur Líndal: Allt stefnir í að tvöfalt fleiri leiti ráða og leiðbein- inga umboðs- manns barna í ár en í fyrra. „Umbi“ gefur þúsimd ráð Þörf fyrir Um- boðsmann barna hefur verið geysimikil ef marka má þau miklu umsvif sem þegar eru orðin hjá þessu unga embætti. Áætlað er að fjöldi ráða og Ieiðbeininga um síma muni t.d. tvöfaldast á þessu 3. starfsári og ná einu þús- undi. Þetta er Ieitt í ljós í Verkefnavísum fjár- málaráðuneytisins, sem greina frá mælingum á starfsemi ríkisstofn- ana. Miðað við 47 vinnuvikur í ár- inu afgreiðir embættið meira en 25 málefni að meðaltali dag hvern. Umboðsmaður barna tekur upp hálfan annan tug mála að eigin frumkvæði og tekur á móti 50-60 ábendingum frá almenningi. Og áætlað er að umsagnir til Alþingis og stjórnvalda fylli Ijóra tugi áður en árið er úti. Embættinu eru ætlaðar rúmar 11 milljónir í rekstrarkostnað á þessu ári og nýtt fjárlagafrumvarp gerir ráð fyrir 1,5 millj. hækkun á næsta ári. — HEt 200-233 MMX örgjörvi 15" til 21" tölvustýrðir hágæða litaskjáir. S3 Trio64V2/GX PCI skjákort. Hraðvirkari grafík. 3ja ára ábyrgð á öllum Digital tölvum. Einnig fáanleg N 'turnútgáfu. Prentaratengi, 2 raðtengi, 2 USB tengi. Windows 95 fylgir. Hljóðlát borðtölva. 32 MB DIMM minni (12ns). Margfalt hraðvirkara en áður. Móðurborð með Intel TX kubbasetti. Styður DIMM minni og Ultra-DMA diskvinnslu. 3,5" disklingadrif. 2,1 til 6,4 GB Ultra-DMA/33 diskar. Helmingi fljótari diskvinnsla. J; ■ < íslenskt lyklaborð og sérlega vönduö mús. Verð frá kr: 149.995 DIGITAL VENTURIS FX-2, nýjasta tækni í PC tölvum. Við ábyrgjumst hana fram á næstu öld! Digital Equipment Corporation er risi í tölvuheiminum og framleiðir tölvur af öllum stærðum og gerðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Digital hannar sinar PC tölvur með það í huga að bilanahætta sé sem minnst, tengingar á milli fhluta séu traustar og að þær verði auðveldar f öllu viðhaldi. Digital leggur mikið upp úr öryggi í tölvum sínum. Allir hlutir tölvanna eru prófaðir ftarlega og síðan tekur við stíft gæðaeftirlit og samprófun. Innifalið í verði tölvanna er t.d. Windows95 ásamt fjölbreyttu úrvaii hjálparhugbúnaðar, þessi hugbúnaður er inni á tölvunni þegar hún er afgreidd. 3ja ára ábyrgð er á öllum Digital tölvum, sem er lengri ábyrgðartími en líftími margra annarra tölva. D Prö0 DIGITAL Á ÍSLANDI Vatnagöröum 14, sími 533 5050, fax 533 5060, http://www.digital.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.