Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 1
T Tvær þjóðir í neyslidandinu Höfudborgarbúar verja margfalt stærri hluta í fiug og pakkaferðir en landsbyggdar- fóik. Allt sem kallast „lífsins lystisemdir“ vegur mun þyngra i útgjöldum borgarbúa en i dreifbýli. Hvað kostar meira á landsbyggðinni? Ljós og hiti! Borgarbúar eyða 4-5 siimuin iiieira í áfengi, veitingahús og utanferðir en dreif- býlisfófk. Stdr munur á mörgum liðum heimilisútgj aldanna. Nýjasta neyslukönnun Hagstof- unnar gefur til kynna að tvær þjöðir búi í „neyslulandinu" okk- ar. I áfengiskaup, veitingahús, pakkaferðir og aðrar flugferðir fara yfir 250 þúsund kr. á ári að meðaltali hjá fjölskyldum á höf- uðborgarsvaeðinu, en innan við 58 þús. kr. hjá dreifbýlisfjöl- skyldunum, sem þó eru jafnaðar- lega fjórðungi fjölmennari. Raunar skipti Hagstofan fjöl- skyldum í þrennt eftir búsetu. Þriðji hópurinn var annað þétt- býli, með fleiri en 1.000 íbúa. En neyslu svipar þar til höfuð- staðarins þó hún sé heldur hóf- samari á það sem ekki telst til brýnna nauðsynja. Kannski vegna færri tækifæra í heima- bænum. Þessi „milliþjóð11 á þó eitt óskorað met; bílakaupin, sem hún eyðir þrisvar sinnum meira í en „dreifbýlisþjóðin". Útgjöldin 50% meiri á mann Stóri munurinn er milli höfuð- staðar og dreifbýlis (130 sveitar- félög með færri en 1.000 íbúa). Heimilisútgjöldin eru t.d. 50% hærri á mann í höfuðstaðnum. „Lifa hinir bara ekki á eintómu heimaslátruðu og fríum fiski?“ spyr eflaust einhver. Þvert á móti, dreifbýlisfjölskyldan eyðir meiru í kjöt og fisk, og reyndar öll matarkaupin, utan hvað hún drekkur miklu minna af gosi - en þar á móti miklu meira kaffi. Borgarfjölskyldan eyðir næst- um tvöfalt meira í áfengiskaup, sömuleiðis í húsbúnað og gard- ínur, næstum þrefalt meira í pakkaferðir og flug. Höfuðborg- arbúar eyða um 50% meira á veitingahúsum og einnig í lík- amsrækt, lottó, spilakassa og fleira sem telst til lystisemda Iífs- ins. Á gömlum lélegum bilskrjóðum Bensínreikningurinn bendir til að „þjóðirnar" aki álíka mikið. En dreifbýlingar eyða nær helm- ingi minna í bílakaup, en næst- um helmingi meira í varahluti, viðgerðir og viðhald. Og bíla- styrkir eru nær óþekktir utan höfuðstaðarins, þar sem að jafn- aði 1/5 af bensínreikningunum er borgaður „af öðrum". Lyfjakostnaður er álíka mikill hvar sem er á landiu, en Iæknis- kostnaður tvöfalt meiri í höfuð- staðnum (dýrara að fara til sér- fræðinga en á heilsugæslustöð). Dreifbýlisfólk sparar líka með því að láta farsímakaup eiga sig, sem einnig þýðir Iægri síma- reikning. Það eina sem fólk borgar miklu (70%) meira fyrir í dreifbýlinu er Ijós og hiti. — HEI Skaðleg orð Halldór Ás- grímsson utan- ríkisráðherra fordæmir yfir- lýsingu norska sjávarútvegsráð- herrans, Peters Angelsen, en hann vill loka Smugunni og útiloka íslensk- an kvóta. And- ersen, sem er nýr i embætti, hef- ur jafnframt látið að því liggja að Islendingar eigi sök á að veiðin í Smugunni brást í ár. „Þetta eru afar óheppileg orð og skaðleg. Ef þessi tónn á að rfkja þá mun það skaða sam- skipti landanna enn frekar en orðið er. Eg vona að Norðmenn sjái að sér í þeim efnum,“ segir Halldór. — BÞ Sjá viðtal við Halldór utn Kínaför sendinefndar á bls. 2 „Upp upp mín sál og allt mitt geð.“ Viðgerðarmaðurinn i turni Akureyrarkirkju naut sköpunarverksins I dýrð haustsins: rauð lauf í b/and við græn á trjám, húsin í bænum i öllum regnbogans litum undir heiðríkum bláum himni og fjallakransinn hvítur. Allt á hvolfi í pollinum! - mynd: brink Löggait með Doxið í rannsökn Ómar Smári Ármannsson. Lðggan skoðar mynd- band. Stöð 2 til at- hugimar. Læknafélag- ið á móti hnefaleik- um. Lögreglan í Reykjavík hyggst verða sér úti um myndband af hnefaleikabardaganum sem fram fór í fyrradag í húsakynnum Hnefaleikafélags Reykjavíkur. Myndbandið verður notað sem innlegg í meðferð kærumáls sem lögreglan hefur verið að rann- saka vegna sýningar og kennslu félagsins í hnefaleikum. Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir að málið sé hjá lögfræðingi lög- regluembættisins til frekari ákvörðunar. Hann segir forráða- menn Hnefaleikafélagsins þegar hafa fengið aðvörun frá Iögregl- unni. Þá býst hann við að út- sending Stöðvar 2 frá þessari ólöglegu íþrótt í þættinum Is- land í dag verði skoðuð, bæði hjá Pósti & síma sem leggur til dreif- ingarbúnaðinn og útvarpsréttar- nefnd sem gefur út sjónvarps- leyfi. Þá sé viðbúið að þáttur Stöðvar 2 komi einnig til skoð- unar hjá lögreglu vegna ákvæða í lögunum sem banna allar sýn- ingar frá hnefaleikum. I skoðanakönnun sem gerð var á meðan útsending Stöðvar 2 fór fram, kom í ljós að 65% voru hlynnt hnefaleikum en 35%^ á móti. Stjórn Læknafélags ís- lands vill hinsvegar óbreytt bann við hnefaleikum. — GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.