Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR ÍR.OKTÓBER 1997 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 - 9 FRÉTTASKÝRING L FRÉTTIR SIGURDÓR SIGURDÓRS- SON SKRIFAR Séra Halldór Giumars- son í Holti viU ekki gefa upp hve miklu Fé- lag hrossabænda hefur tapað á húgarðiuuui í Litháen en segir það umtalsvert. AUt reyudist erfiðara en ætlað var. „Það er alveg ljóst að íslenskir hrossabændur hafa tapað umtals- verðu fé á tilrauninni með sam- starf við Litháa á hrossabúgarði í Litháen. Eg svara því ekkert hve há upphæðin er en hún er veru- leg. Allt samstarf við Litháana er svo mildu erfiðara en mann gat nokkru sinni grunað. Það var ekki einu sinni hægt að útvega ensku- mælandi tamningamann að bú- garðinum. Þeir stjórnmálamenn sem hvöttu til samstarfs Islend- inga við þessa aðila virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir eru 200 til 300 árum á eftir okkur í öllu,“ segir Halldór Gunnarsson, prestur og hrossa- bóndi í Holti. Hann var fram- kvæmdastjóri Félags hrossa- bænda þegar hrossabúgarðurinn í Litháen var stofnaður. Hann hef- ur verið einn af aðal mönnunum í sambandi við þennan mis- heppnaða hrossabúgarð Islend- inga og Litháa í Litháen síðastlið- in 4 ár og sem nú hefur verið ósk- að upplýsinga um á Alþingi. Leitað styrkja „Hugmyndin að því að stofna hestabúgarð í Litháen var tilkom- in vegna þess að Litháar óskuðu eftir samstarfsverkefni á sviði ísl- ensks landbúnaðar sem þyrfti ekki að borga með. Þess vegna var á sínum tíma leitað til Félags hrossabænda um hvort hægt væri að koma slíku á. Eg var fram- kvæmdastjóri félagsins þá og leit- aði til Reynis Sigursteinssonar bónda um að kanna möguleikana á þessu. Stjórnmálamenn ákváðu að svo kallaður Baltneski-sjóður, sem er í vörslu Norræna fjárfest- ingabankans, skyldi styðja að samstarfsverkefnum Evrópu- landa við baltnesku löndin og setja fram áhættufé. Leitað var til sjóðsins og síðan til Litháen. Arið 1993 var sfðan farin ferð til Litháen vegna samstarfsverkefn- isins. Það var sjálfur forseti Lit- háen, Algirdas Brazauskas, sem tók á móti Islendingum til að Samstarf íslendinga og Litháa gekk frá upphafi á afturfótun- um. Einkunnin er: þeir eru 300 árum á eftir. fjalla um þetta samstarfsverkefni. Forsetinn fól landbúnaðarráð- herra Litháen að finna sterkan samstarfsaðila. Landbúnaðarráð- herrann kom með sterkasta bú- garðinn í Litháen, Krasuona, sem samstarfsaðila," segir Halldór Gunnarsson. Ilrakfallahross í Iitháen íslensku hrossin fóru langa leið, en enga frægðarför. Sláturmarkadur í Danmörku var ekki það sem stefnt var að. Hann segir að í framhaldi af fundinum með forseta Litháen hafi verið leitað eftir stuðningi hér heima og Framleiðnisjóður hafi veitt 1,5 milljón krónur til verkefnisins gegn því að Isen hf., sem var fyrirtæki íslendinganna sem að verkefninu stóðu, færi út með flugvélafarm af hrossum og það var gert. Þá var búið að út- vega samstarfsaðila og Baltneski sjóðurinn var búinn að gefa vil- yrði um að veita lán. Strax vandræði „Það komu strax fram vandræði við komu hrossanna til Litháen. Þau voru kyrrsett á flugvellinum í Villnius vegna þess að menn greiddu ekki innflutningsgjöldin í dollaraseðlum. Þessi byrjun hefði auðvitað átt að segja okkur hversu vanþróað landið var. Síð- an tóku við hveijir erfiðleikarnir á fætur öðrum. Þessi sterki Iitháski búgarður varð næstum því gjald- þrota vegna fjármáIaævintýris bú- stjórans síðla árs 1994. Þetta kom óskaplega hart niður á þessu samstarfsverkefni okkar, sem var að byrja. Þetta varð til þess að Baltneski sjóðurinn neitaði að lána okkur og við fengum ekkert lán. Þá um leið var ljóst að sam- starfið sem átti að byggja á styrk- leika varð ekkert nema veikleiki. Það hefur hægt á öllum þeim áætlunum sem búið var að gera. Nú eru hrossin, sem eru á milli 80 og 100, farin á annan búgarð íslenskir hrossabænd- ur hafa tapað umtals- verðu fé, og fengið til þess miUjóna styrki - sem líka eru famir. og það er að hefjast samstarf við hann,“ segir Halldór Gunnars- son. Styrkir Framleiðnisjóðs Þetta er í stórum dráttum saga Halldórs af þessu misheppnaða hrossaræktarævintýri í Litháen. Hann fer sjálfur bráðlega út til Litháen til að reyna að koma nýja samstarfsverkefninu á koppinn. I fyrirspurn á Alþingi er spurt hvað Framleiðnisjóður hafi veitt miklu fé til þessa verkefnis. Hall- dór segir að árið 1993 hafi það verið 1,5 milljón. I skýrslu Félags hrossabænda frá 1993 kemur í ljós að Framleiðnisjóður veitti Fé- lagi hrossabænda 4 milljónir króna 1992 til markaðsmála og sýninga. Hann veitti milljón sem rannsóknastyrk í þágu búgreinar- innar og 1,8 milljón í önnur verk- efni. Þá gaf Framleiðnisjóður Fé- lagi hrossabænda fyrirheit um 500 þúsund króna Ijárstuðning vegna útflutnings á hrossum til USA og endurgreiðslu á uppsöfn- uðum hluta Fóðurgjaldasjóðs. Jón Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðnisjóðs, sagði í samtali við Dag að eini styrkurinn sem hrossabændur fengu sérstaklega eyrnamerktan hestabúgarðinum í Litháen hafi verið 1,5 millj. króna. Strax á árinu 1994 fóru að heyrast gagnrýnisraddir hér á landi vegna þessa máls. Þeir hrossabændur sem stóðu að stofnun Isen hf. hlustuðu ekki á þá gagnrýni og héldu ótrauðir áfram. Ritstjóri tímaritsins Hest- urinn okkar, Hjalti Jón Sveins- son, skrifaði leiðara í blaðið og gagnrýndi Isen-menn harðlega. Hann gagnrýndi þá fyrir að halda Gagnrýnisraddir komu þegar fram og tH voru þeir sem töldu fyrirtækið voulaust. Það var það. En uú á að hefjast handa á ný. áfram að fjárfesta þótt þeir viti að ævintýrið geti endað út í móa. Fyrir þessi ummæli fóru ísen- menn í mál við hann og útgef- enda blaðsins. Líka fyrir að birta í blaðinu uppúr skýrslu ISASVA, sem var sameiginlegt fyrirtæki Isen hf. og Litháa um rekstur bú- garðsins og fleiri ummæli um bú- garðsmálið. I þessari skýrslu, sem samin var fyrir Baltneska sjóðinn, er það rökstutt hvers vegna sótt er um 70 milljóna króna Ián til bú- garðsins. Þar sagði Hjalti Jón að skýrslan væri samin til að sann- færa ráðamenn bankans um að allt væri í stakasta lagi og að farið væri frjálslega með sannleikann. ísen-menn töpuðu málinu bæði í héraði og í Hæstarétti. Þeir voru meira að segja dæmir til að greiða allan málskostnað Hjalta Jóns og útgefandans, bæði í héraði og fyr- ir Hæstarétti. Ekkert selt í ár Þeir sem vel þekkja til þessa máls segja að öllum hafi átt að vera ljóst frá upphafi hversu vonlaust þetta dæmi var. Til þess að flytja hross- in á þýskan markað, eins og til stóð, þarf að fara fyrst um Lit- háen, síðan yfir Pólland til Þýska- lands. Þetta sé alltof löng og dýr ferð með hrossin. Flytja þarf hrossin sjóleiðina til Svíþjóðar, sem er líka langt ferðalag fyrir hrossin á landi og sjó. Þau tæp fjögur ár sem liðin eru síðan þessi saga hófst hefur lítið sem ekkert verið selt af hrossum frá búgarðinum í Litháen. í fyrra voru seld 15 hross og að sögn kunnugra fóru þau á sláturverði til Danmerkur. í ár hefur ekki eitt einasta hross verið selt en á milli 80 og 100 íslensk hross eru í Lit- Litháar óskuðu eftir samstarfsverkefni á sviði ísleusks landhún- aðar sem þyrfti ekki að horga með. Reyudiu varð ömiur! háen. Nú er nýtt samstarfsverk- efni um hrossabúgarð í Litháen í uppsiglingu. Halldór Gunnarsson er á Ieiðinni út til að ganga frá því á nýjum búgarði. Yfir 100 veðurspár alla daga ársins Veðurstofan gerir tugi þúsunda af veð- urspám á ári og rekur 170 athugunarstöðv- ar. Rekstur Veðurstofunnar kostar ríkissjóð álíka mikið og Sinfón- íuhjómsveitin (295 milljónir), en Veðurstofunni er ætlað að afla sér ríflega þrisvar sinnum meiri þjónustutekna, samkvæmt Verk- efnavísum fjármálaráðuneytis- ins. Ríkissjóður ætlar þannig að sleppa með tæpar 140 milljónir í rekstrarkostnað þeirra sviða sem sjá um veðurstöðvakerfið, veður- spárnar, veðurvöktun, mengun- armælingar, snjóflóðaeftirlitið, rekstur háloftastöðva og fleira. Og fyrir þessa peninga spá Veðurstofumenn heil ósköp, ef- laust miklu meira en menn gera sér almennt grein fyrir. Sam- kvæmt þjónustuvísum gerir hún um 44.000 spár á ári, eða jafn- aðarlega 110 hvern einasta dag árið um kring. Almennar veður- spár eru hátt í 40 á dag. Flug- vallarspár eru hins vegar lang- flestar, yfir 70 á dag og þar við bætast meira en tíu aðrar sér- spár. Rekstur veður- stöðvakerfisins er samt kostnað- arsamasti þátturinn, enda fjöl- margar: Veðurathugunastöðvar eru 135. Þar við bætast síðan 30 sjálfvirkar stöðvar, 3 sérstakar mengunarstöðvar og 2 hálofta- veðurstöðvar. Jarðskjálftadeildin kostar um 35 milljónir á ári, og úrvinnslu og rannsóknasvið (veðurfars- rannsóknir, hafísrannsóknir, of- anflóðavöktun og snjóflóða- hættumat, varnarvirkjaráðgjöf og fleira) um 45 milljónir. Báðar eiga að afla nokkurra þjónustu- tekna. — HEI Úthlutunar- nefiadum fjölg- arumema Verkalýðshreyfingin náði að knýja fram fjölgun úthlutunarnefnda atvinnuleysis- bóta um eina nefnd. Stjórn Atvinnuleysistrygginga- sjóðs hefur ákveðið að fjölga út- hlutunamefndum atvinnuleysis- bóta um eina á höfuðborgar- svæðinu. Það þýðir að nefndirn- ar verða tvær á svæðinu sem nær frá Hvalfjarðarbotni og suður í Straumsvík. Samtals verða því nefndirnar alls 9 á landinu öllu í stað 34 nefnda. „Þetta er spor í rétta átt,“ segir Guðmundur Þ. Jónsson, formað- ur Iðju, Landssambands iðn- verkafólks. Hann telur að þessi breyting á fyrri afstöðu stjórnar Atvinnu- leysistryggingasjóðs sé tilkomin vegna þrýstings frá verkalýðs- hreyfingunni sem gagnrýndi harðlega fækkun nefndanna. Sjálfur telur hann að nefndirnar á höfuðborgarsvæðinu þyrftu að vera ekki færri en fimm. Tillaga þess efnis sem hann bar fram á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu náði ekki fram að ganga. - GRH Grunnskólar Hafnarfjarðar í Hafnarfirði eru um 3200 nemendur í sex grunnskól- um. í bænum er góður skólaandi og framundan er mikil uppbygging, stöðugt þróunarstarf og nýsköpun. Við auglýsum eftir áhugasömum og dugmiklum kenn- urum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, en umsóknir berist til skólastjóra sem veita allar nánari upplýsingar um stöðurnar. Umsóknarfrestur er til 1. nóv. 1997. Engidalsskóli 1 .-7. bekkur Skólastjóri: Lausar stöður: 300 nemendur Hjördís Guðbjörnsdóttir, vinnusími 555 4433 Almenn kennsla - trá áramótum. Hvaleyrarskóli 1.-10. bekkur Skólastjóri: Lausar stöður: 550 nemendur Helga Friðfinnsdóttir, vinnusími 565 0200 Almenn kennsla - nú þegar Handmennt (smíðar) Setbergsskóli 1.-10. bekkur Skólastjóri: Lausar stöður: 660 nemendur Loftur Magnússon, vinnusími 565 1011 Kennsla á unglingastigi - frá áramótum Kennslugr.: Enska og stærðfræði Öldutúnsskóli 1.-10. bekkur Skólastjóri: Lausar stöður: 720 nemendur Haukur Helgason, vinnusími 555 1546 Almenn kennsla - nú þegar (yngri nemendur) Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.