Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 18.0KTÓRER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Pierre Sané, framkvæmdastjóri Amnesty International. Baiidaríkin standa sig afar ill a I Texas hafa verið meira en þrjátíu af- tökur á þessu ári. Pierre Sané, aðalframkvæmda- stjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International, heim- sótti nýlega dauðadæmda menn í fangelsi í Texas. Mannréttinda- samtökin hafa um Ianga hríð barist gegn dauðarefsingum hvar sem er í heiminum og hafa Iýst áhyggjum sínum á því hversu mikið er um dauðadóma og af- tökur í ýmsum ríkjum Bandaríkj- anna. I Texas hafa verið fram- kvæmdar meira en þrjátíu aftök- ur á þessu ári. Þá eru Bandaríkin meðal ör- fárra ríkja þar sem unglingar eru teknir af lífi, en þar eru þau í hópi með Iran, Pakistan, Saudi- Arabíu og Jemen. I Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna er skýrt kveðið á um bann við aftök- um á unglingum sem hafa framið glæp undir 18 ára aldri, en einungis tvö af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna hafa ekki staðfest Barnasáttmálann - þau eru Bandaríkin og Sómalía. Með kristilegu hugarfari „Fólk á að gera mikl- ax væntingar til nýju ríkisstjómarinnar, “ segir KjeU Magne Bondevik. „Eg þarf að klípa mig í hendina til þess að trúa því að það sé í raun og veru ég sem er að verða forsætisráðherra," sagði Kjell Magne Bondevik skömmu áður en hann lagði fram ráðherralista sinn. Það eru þrír miðjuflokkar, Kristilegi þjóðarflokkurinn, Mið- flokkurinn og Vinstri flokkurinn, sem standa að ríkisstjórninni sem formlega tók við völdum í gær, föstudag. I stjórnarsáttmála nýju ríkisstjórnarinnar segir að hún hyggist „reka pólitík sem stendur traustum fótum í menn- ingararfi þjóðarinnar og krist- innar trúar.“ Fjármálaráðherra ríkisstjórn- arinnar verður Gudmund Restad frá Miðflokknum, en utanríkis- ráðherra er Knut Vollebæk frá Kristilega þjóðarflokknum. „Fólk á að gera miklar vænt- ingar til nýju ríkisstjórnarinnar,“ sagði Bondevik í viðtali við norska íjölmiðla í gær. „Við ætl- um að leggja mikla áherslu á andleg verðmæti, taka meira til- lit til einstaklingsins, koma af stað umræðum um verðmæta- mat, dreifa valdi og opna stjórn- sýsluna. Ekki síst erum við upp- tekin af þeim sem minnst mega sín í samfélaginu, bæði í Noregi og utan landamæranna." Tom Thorasen, þingflokksfor- maður Verkamannaflokksins, sagði að stjórnarsáttmáli nýju stjórnarinnar væri „óskýrt og ekki mjög nákvæmt plagg. Þar eru engar leiðbeiningar um það hvernig Ieysa eigi efnahags- vandamál." Jan Petersen, einn af leiðtog- um Hægri-flokksins, segir hins vegar að það verði „spennandi að sjá hvað býr í raun og veru á bak við öll fögru orðin og loforðin'' í stjórnarsáttmálanum. Burt með sjóræningjana Athygli vakti að nýi fiskveiðiráð- herrann, Peter Angelsen, sagðist ákveðinn í að koma Islendingum og öðrum „aðskotatogurum“ burt úr Smugunni, og á Rússa í lið með sér til þess. Hann segir í viðtali við Aftenposten að Islend- ingar hafi „upp á eigin spýtur skapað Smugudeiluna milli Nor- egs og Islands. - Islenskir sjó- menn áttu engan sögulegan rétt á veiðum í Barentshafi. Þess vegna er útilokað að gefa ísl- enskxi útgerð neinn kvóta á haf- svæðinu." Meðal annars kæmi til greina að stækka landhelgi Noregs úr 200 í 250 mílur, „það myndi duga langt," segir hann. Bosníu-Serbar aftur í loftið Sjónvarpsstöð Bosníu-Serba, Pale TV, hóf aftur útsendingar í gær, tveimur vikum eftir að hersveitir Nató höfðu lokað fyrir sendingar vegna þess einhliða áróðurs sem þar birtist. Fréttaflutningur stöðvar- innar var enn í sama tón og fyrri daginn, en hún er undir stjórn Radovans Karadzic og yfirmanna í hersveitum Bosníu-Serba frá því í stríðinu. Nató vaktar enn þá fjóra sjónvarpssenda sem lagt var hald á fyrir tveimur vikum, og var ekki ljóst hvernig sendingunni í gær var haldið uppi. Sassou-Nguessu fagnar sigri í Kongó Denis Sassou-Nguessu hershöfðingi, fyrrum einræðisherra í Kongó, og hersveitir hans fóru fylktu liði um höfuðborg landsins, Brazzaville, í gær og fögnuðu sigri á Lissouba forseta og stjórnarhernum, en bar- dagar sveitanna hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Liðsveitir hershöfð- ingjans hertóku höfuðborgina og aðalolíubækistöð landsins, Pointe Noire, síðastliðinn miðvikudag. Sassou-Nguesso segist aldrei hafa gefið frá sér völdin í raun, en hann var hrakinn úr embætti árið 1991 eftir að hafa stjórnað landinu frá 1978. 1992 tapaði hann svo í for- setakosningum fyrir Lissouba. Rejnnir að steypa Netanyahu Benjamin Netanyahu heilsar hér Yassir Arafat. Ehud Barak, leiðtogi ísraelsku stjórnarandstöðunnar, reynir nú að afla fylgis tveggja þriðju hluta þingmanna á ísraelska þinginu til þess að koma Benjamin Netanyahu forsætisráðherra frá völdum. Sam- kvæmt ísraelskum kosningalögum getur þingið kosið nýjan forsætis- ráðherra án þess að til þingkosninga þurfi að koma. Ósongatið jafnstórt og undanfarin ár Gatið á ósonlaginu yfir suðurskauti jarðar er álíka stórt og það hefur verið á þessum árstíma undanfarin fimm ár, eða um 25 milljón fer- kílómetrar. Þetta kemur fram í skýrslu frá rannsóknarstofnun á Nýja- Sjálandi. Osonmagnið er hins vegar um 60% minna en það var að jafnaði fyrir 1980. Hreinsað til að óskum drottningar Stjórnvöld í Nýju-Delhi á Indlandi sögðust ætla að gera átak í því að hreinsa til í borginni eftir að Elísabet Bretlandsdrottning hafði sagt að sér fyndist borgin vera „óhrein". Sahib Singh Verba borgarstjóri heimsótti óvænt ýmsa borgarhluta og sagði að leggja þyrfti fleiri gang- stéttar og hirða sorp oftar en gert hefur verið hingað til. I Nýju-Del- hi búa um 10 milljónir manns og þykir mengun þar vera meiri en í flestum öðrum borgum heims. NORÐURLOND Með einkenni taugaskaða Tuttugu af verkamönnunum sem unnið hafa við byggingu jarðgang- anna undir HalIandsAsen í Svíþjóð eru með einkenni um taugaskaða, en þéttiefnið Rocha-gil sem notað var í göngunum inniheldur eitur- efni sem m.a. geta valdið taugaskaða í mönnum og dýrum. Enn hafa aðeins 77 af alls 170 starfsmönnum við göngin gengist undir læknis- rannsókn. Þá er komið í ljós að tvö önnur þéttiefni sem notuð voru, Meyco MP 307 og Rascoreflex, innihalda eiturefnið akrýlamíð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.