Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 Tkypr FRÉTTIR Halldór Ásgrlmsson, utanríkisráðherra, hefur staðið í ströngu undanfarna daga við að bæta sambúð íslands og Kína. Kínverjar hafa m.a. rætt að kaiia sendiherra sinn á isiandi heim, en Haiidór vonar að svo fari ekki. Sendinefnd til að blíðka Kínverja Utanríkisráðherra stað- festir frétt Dags nm að Kínverjar hafi rætt að kalla sendiherra sinn á ís- landi heim. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins og skrifstofustjóri Alþjóðaskrifstofu fara til Kína í dag til fundar með kínv- erskum ráðamönnum. Að sögn Hall- dórs Asgrímssonar utanrikisráðherra er tilgangur að treysta á ný samband ríkjanna og eyða þeim misskilningi sem upp hefur komið og haft neikvæð áhrif á annars vinsamleg samskipti. „Við höfum ítarlega rætt þessi mál með kínverskum yfirvöldum síðustu daga og niðurstaðan er að þessi ferð er farin. Eg geri mér hins vegar varla grein fyrir framhaldinu. ísland hefur haft stjórnmálasamband við Alþýðulýð- veldið Kína síðan 14. desember árið 1942 og við opnuðum sendiráð í Beijing árið 1995. Það hafa verið meiri samskipti við Kína en nokkurt annað land á undanfömum árum. Margir ráðherrar heimsótt landið auk forseta Islands og kínverskir ráðherrar verið tíðir gestir hér. Það verður hins vegar að segjast alveg eins og er að við höfum orðið lyrir vonbrigðum með hve lítil viðskipti hafa orðið milli landanna. Þau eru enn sem komið er miklu minni en við áttum von á,“ segir Hall- dór. Rætt um að sendiherrann fari heim Dagur hefur haft heimildir lyrir því um skeið að Kínveijar hafi hótað að kalla sendiherrann heim frá Islandi, eins og fram hefur komið í blaðinu. Þetta stað- festir ráðherra: „Það hefur verið rætt já, en ég vænti þess að svo fari ekki. Þá yrðu mikil kaflaskipti í samskiptum þjóðanna og alveg á skjön við þá vin- áttu sem þróast hefur að undanförnu." - Finnst þér líkur á að ferð sendiherr- anna muni skila árangri? „Ég held að samskipti okkar síðustu daga hafi orðið til þess að bæta and- rúmsloftið og ég vænti þess að eðlilegt ástand geti aftur skapast í framhaldi af þessari ferð.“ - Telurðu enn að móttökurnar sem taívanski varaforsetinn fékk hafi verið við hæfi? „Við getum ekki staðið í vegi fyrir því að einstaklingar komi hingað til lands sem ferðamenn. Við teljum hins vegar ekki rétt að viðhafa opinber samskipti við yfirvöld í Taívan.“ - Þaðfá ekki allir ferðamenn hátíðar- kvöldverð með forsætisráðherra á Þing- völlum. „Nei, það er alveg rétt. Hins vegar var sú heimsókn óopinber og ekkert í sjálfu sér meira um það að segja.“ — Bl> Ný ríkisstjóm í Noregi þótti tíðindum sæta í heita pott- inum. Eins og menn vita cr það Kristilegi þjóðarflokk- urinu sem fer fyrir henni. Bondevik forsætisráðherra er prestlærður og starfaði meira að segja sem sjúkra- húsprestur áður en hann hellti sér í pólitikina. Kristileg gildi era ofarlega í hans huga og verða sett á oddinn í ríkisstjóm- inni. Og hvað ber að kalla slíka stjóm. Auðvit- að Klcrkastjómina í Noregi. Það er erfitt að spá, sérstak- lega um fortíðina, sagði samgönguráðherra einu sinni, en pottverjar skemmta sér þessa dagana við að spá pínkulítið fram í tímann - eða fram að úrslit- um í prófkjöri Sjálfstæðis- maima í Reykjavik. Flestir veðja á að 3 efstu sætin verði óbreytt, Ámi Sig- fússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Inga Jóna Þórðardóttir, en um önnur sæti em ákaflega skiptar skoðanir. Júlíus Vífill þykir þó h'klegast- ur í 4. sæti, en margir spá því að Jóna Gróa Sig- urðardóttir, borgafulltrúi detti út og enn fleiri að Ólafur Magnússon læknir geti verið nokkuð öraggur um að halda sínu sæti, scm varaborgar- fulltrúi nota bene. Fjórmenningaklíkan var heiti á ijóram helstu stuðningsmönnum og arftökum Maós formanns í Kínaveldi á sinum tíma. Nú cr risin ný fjór menningaklíka í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þau Guðlaugur Þór, Baltasar Kormák- ur, Ágústa Johnson og Eyþór Amalds hafa sam- einast um kosningamiðstöð í húsi við Austur- stræti og standa saman að ýmsum áróðursað- gerðum. Héldu til dæmis sameiginlegt ball á Borginni í fýrrakvöld. Reykjavík 9 Sun Mán Þri Mið mm Akureyri °c Sun Mán Þri "10 -i---------------------- NV2 A2 SSA3 SSA3 SSA3 SA3 SSA3 S3 SSA3 Stykkishólmur °P Sun Mán Þri Mið mm_ NNA2 S2 SSV3 SSV3 SSV3 SSV2 SSV3 SSV3 SSV3 Egilsstaðir 5- 0 -5 Mán Þri Mið Bolungarvík Sun Mán Þri Mið NNV3 VSV2 SSV3 SV3 SV3 SSV3 SV3 SV3 SV3 Kirkjubæjarklaustur NA3 S2 SSV4 S5 S4 S3 SSV4 SSV5 S4 VSV2 ASA2 SSA1 S1 ASA3 SSA3 SSV3 Blönduós Stórhöfði jg Sun Mán Þri Mið mm iÍ-Su-n Mán Þri Mlð mmb NNA2 SSA1 S3 S3 SSV3 S2 SSV2 SSV3 S2 -10 - 5 0 VSV4 ASA6 SA6 SSA6 S5 ASA6 SA5 S5 S5 Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Hæg N-læg átt. Smá él norðan lands en annars þurrt og víða léttskýjað syðra. Hiti 0-6 stig. Færð á vegiun Fært er fjaUabíliun iim Kjöl og Kaldadal og iim hálendisvegi á Suður- og Austurlandi, aðrir hálendisvegir eru ófærir. Á Norð- austur og Austurlandi eru víða hálkublettir. Greiðfært er um aðra vegi landsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.