Dagur - 18.10.1997, Síða 6

Dagur - 18.10.1997, Síða 6
VI- LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MINNINGARGREINAR L ro^tr Árni Aðalsteinsson fæddist í Reykjavík 20. júní 1951. Hann varð bráðkvaddur á Reyðarfirði 22. september síð- astliðinn. Foreldrar: Margrét Sigríður Ámadóttir, f. 19. febrúar 1931 og Aðalsteinn Hjálmarsson, bif- vélavirki, f. 7. nóvember 1930. Systkyni: Hjálmar, íþrótta- kennari, f. 4. september 1954, kvæntur Margréti Rjörnsdóttur, hjúkrunarfræðingi, Ásta f. 28. apríl 1962 gift Aðalsteini Guð- mundssyni, lækni og Ólafur, kerfísffæðingur, f. 22.október 1963, kvæntur Olgu Helenu Kristinsdóttur, kerfisfræðingi. Árni kvæntist 1973 Þórhildi Jónsdóttur, þau skildu. Önnur kona hans var Bergþóra Sigur- björnsdóttir, börn þeirra eru: Amý f. 12. janúar 1981 ogAron f. 30. september 1982. Ámi Aðalsteinsson Þann 28. mars 1992 kvænt- ist Árni Helgu Benjamínsdóttur frá Rangá I, f. 2. ágúst 1960. Foreldrar hennar eru Benjamín Jónsson f. 18. ágúst 1928, d. 10. ágúst 1988 og Hólmfríður Björnsdóttir f. 5. mars 1928. Böm Árna og Helgu eru: Mar- grét Sigríður f. 9. ágúst 1989 og Benjamín f. 17. janúar 1997, fyrir á Helga dótturina Guðlaugu Hilmarsdóttur f. 25. ágúst1985. Börn Árna eru einnig: Anna Margrét f. 20. október 1975, Ágúst Páll f .9. september 1976 ogAlmar f. 17. júní 1978. Árni lauk námi ff á Verzlunar- skóla Islands 1971. Hannvann skrifstofustörf og við akstur í Reykjavík til ársins 1980 en þá flutti hann austur á land, bjó á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Reyðarfirði, þar vann hann m.a. hjá Ferðamiðstöð Austur- lands, síðan við vöruflutninga milli Reykjavíkur og Austur- lands og nú síðast vann hann hjá Samskip á Reyðarfírði. Útför hans fór fram frá Reyð- arfjarðarkirkju, miðvikudaginn 1. október. Vertu sæll, og Guð gæti þin, leiði þig með Itknarhendi, lífsins brauð af hitnnum sendi. Vertu sæll, og Guð gæti þín. Vertu sæll og Guð minn gæti þin, um þig vefji örmum sinutn, öllum létti raunum þt'num. Vertu sæll, og Guð minn gæti þin. Megi algóður Guð styrkja börnin þín, eiginkonu og aðra ástvini. Hvíl í friði kæri sonur. Margrét og Aðalsteinn. Elsku bróðir. Hvílík sorgarfregn. Mig setur hljóða þegar frétt um sviplegt andlát stóra bróður míns berst hingað vestur um haf. Árni bróð- ir var aðeins 46 ára gamall þegar hann lést þann 22. september síðastliðinn. Margs er að minnast, sérstak- lega minnist ég Þórsmerkurferð- arinnar þegar við fjölskyldan fórum öll saman í útilegu. Elsku bróðir, þú varst í fararbroddi, bílstjóri og skipuleggjandi ferðarinnar, alltaf svo úrræðagóður. Samveru- stundirnar urðu alltof fáar því Ijarlægðin var alltof mikil. Elsku bróðir, ég kveð þig nú að sinni, missirinn er mikill og það er sárt að kveðja. Megi minning- in um styrk þinn hjálpa henni Helgu þinni, börnunum og öðr- um ástvinum. Þín systir, Ásta Aðalsteinsdóttir. Benedikt Guðmundsson frá Vatnsenda Fimmtudaginn 18. september 1997 var til moldar borinn afi okkar, Benedikt Guðmundsson Tjarnarlundi 14d Akureyri. Hann lést að Kristnesspítala að kvöldi 8. september 1997. Af sínum samtímamönnum var hann best þekktur sem Benni frá Vatnsenda, því þannig kynnti hann sig oft. Að Hólakoti í Saurbæjarhreppi fæddist afí 10 febrúar 1914. Foreldrar hans voru hjónin Anna Pétursdóttir og Guðmundur Gunnlaugsson er þar bjuggu. Systur átti afi þrjár, þær Helgu og Bergfríði sem ungar dóu úr berklum og Jónínu, sem lengi bjó f Syðra-Dalsgerði, en hún lést 1982. Afi gekk ungur að eiga ömmu okkar, Jakobínu Soffíu Sigurðar- dóttir sem fædd var á Ánastöð- um 24. Júní 1906. Þau hófu sinn búskap að Nýjabæ í Saur- bæjarhreppi 1935 en árið 1939 fara þau í Vatnsenda og búa þar allt þar til þau flytja til Akureyrar 1963. Tvo syni eignuðust afi og amma, Sigmund sem fæddist á Nýjabæ 15. mars 1936 ogbýrnú á Akranesi og Auðun sem fædd- ist á Vatnsenda 25. maí 1942 og býr á Kópaskeri. Á Vatnsenda búnaðist afa og ömmu vel enda bæði samhent og iðjusöm. Framundan voru miklir breytingatímar því vélvæðingin var að heija innreið sína, var afi fljótur að tileinka sér nýjungarn- ar og mikil var byltingin þegar Farmallinn kom. Alltaf hafði hann mikið yndi af skepnunum og oft talaði hann um sína uppá- halds hesta og hunda og var þar af nógu að taka. Atvikin æxluðust þó þannig að hann hætti búskap rétt rúmíega fertugur og tók að sér mjólkur- flutninga í sveitinni. Þá var mjólkurbílstjórastarfið mun fjöl- breyttara en nú er og mörg smá- viðvikin sem þurfti að sinna fyrir sveitungana, þar lágu mörg spor- in. Allt var þetta skráð í dagbæk- ur hans sem nú því miður finn- ast ekki. Þegar afi og amma fluttu til Akureyrar bjuggu þau heimili sitt að Brekkugötu 10 allt þar til amma dó eftir erfið veikindi 8. September 1972. Margar minningar eigum við frá þessum bernskudögum okkar sem eru okkur persónulega dýr- mætar þó ólíkar séu. Einnig eig- um við sameiginlegar minningar, eins og þegar allur hópurinn kom í Brekkugötuna á 17. júní og svo voru það jólin en þau komu aldrei fyrr en afi og amma komu í sveitina. Gæfan brosti við afa á ný eftir erfiðan tíma þegar hann gekk að eiga seinni konu sína Ebbu Aka- dóttur, sem fædd er í Danmörku 9. ágúst 1937. Þar eignaðist hann aftur traustan lífsförunaut sem alltaf studdi hann með ráð- um og dáð. Dætur Ebbu þær Hrafnhildur, Þórunn Inga og Birgitta Hlín urðu honum strax mjög kærar og leit hann alla tíð á þær sem sínar dætur og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Afi vann hjá Möl og sandi fyrst eftir að hann flutti í bæinn og seinna á Geljun, en þar starfaði hann til sjötugsaldurs. Seinna meðan heilsan entist vann hann að smíði ýmissa hluta í kjallaran- um að Aðalstræti 17 en þar hafði hann komið sér upp aðstöðu. Margar góðar minningar eigum við þaðan og seinna úr Tjarnar- lundi 14. Það var alltaf gott að koma til afa og Ebbu. Til Ebbu verður áfram gott að koma þó að afí hafi verið kallaður til annara starfa. Segja má að afi hafi á margan hátt verið náttúrubarn og tryggð hans við átthagana gerði hann óþreytandi í að koma í sveitina og veita liðsinni þegar hann gat. Alltaf var hann mættur í réttir og fjárrag á haustsin og nokkur haustin var hann búinn að aka gangnamönnum fram í botn á Eyjafjarðardal, oft rifjuðust þá upp minningar genginna daga. Nú er afi farinn. Við skulum hugleiða þessi orð Jesú: „Eg mun fara og búa yður stað“. Þannig hafa kynslóðirnar gengið og nú ert þú afi farin að búa okkur stað sem á eftir komum. Guð blessi minningu þína. Elsku Ebba, Hadda, Inga, Gitta, pabbi, Auðun og fjölskyld- ur. Guð blessi ykkur öll og gefi styrk. Þegar endar ævislóð er svo fátt til vamar, þó að bjarta geislaglóð geft minningamar ( S.R.S.) Bamabömin frá Vatnsenda og fjölskyldur þeirra. Jóna Jóhaimesdóttir JÓNA MÍN Á LAUGAL.ANDI Og hefð- ir orðið 96 ára 11. október. Fyrstu kynni okkar voru þau að ég fékk að koma í heimsókn fram í Laugaland að vetrarlagi, þá 6 ára gömul, til Rúnu mágkonu þinnar og Tryggva bróður þíns sem bjuggu þar ásamt sonum sínum Hjörleifi, Adda, þér, Finni bróður þínum, Lillu fóstursystur, og Jóhannesi föður ykkar. Þetta var sannkölluð stórfjölskylda sem tók mér opnum örmum og aldrei hefur borið skugga á okkar vináttu í þau ár sem liðin eru síð- an. Fyrstu minningar mínar um þig, Jóna mín, eru sunnudags- morgnar þegar enn var eldað á kolavél og þú stóðst og varst að brenna í kaffibaunirnar til vik- unnar og flóa mjólkina og söngst við vinnuna uppáhalds lögin þín. Síðan var skyrið gert upp og ég stóð full lotningar hjá þér niður í suðurbúri. Ég minnist þín við heyskap á túni og engjum, mjalt- ir og sultusuðan síðla sumars og við Addi fórum með prufu á und- irskál út á fiskastein fyrir þig, til að láta kólna því þú þurftir að vera alveg viss hvenær hún væri mátulega soðin. Aldrei skildir þú við verk nema vera viss um að það væri eins og það átti að vera, og alltaf á þeim tíma sem átti að gera hlutina og allir hlutir áttu sinn samastað og fallega hand- bragðið þitt á öllu sem þú vannst, prjónaskap eða saumum. Áður en rafmagnið kom voru lampaglösin pússuð og borin upp að birtunni svo að ekki væru á þeim ský. Við vorum samferða í háttinn, þú slökktir ljósin á leiðinni upp á loft þar sem við sváfum, læstir útidyrunum, leist á hitamælinn og sagðir mér hvernig hann stóð, kíktum út um gluggann á norð- urloftinu til að vita hvort ekki væri allt í lagi úti á Staðarbyggð- inni, sáum stundum bíl á Bjark- arhæðinni. Skrifaðir í dagbókina viðburði dagsins og veður, trektir upp úrið þitt, taldir 11 snúning- ana, leist alltaf í góða bók eða tímarit. Allt þetta sé ég fyrir mér og aldrei man ég til þess að þú hafir brugðið út af þessu. Þegar unga fólkið af bæjunum gekk á Uppsalahnjúk bauðst þú til að fara með okkur þau yngri upp í Lambaskarð, síðan varð þetta árviss sumarferð hjá okkur krökkunum. Ég var send í bæinn með Eiríki á mjólkurbílnum til að kaupa jarðaberjasaft og bak- aríisbrauð því allt þurfti að vera í samræmi, ferðalag og nesti. Þú varst rausnarkona eins og fagur- kerar eru. Það var notast við mig sem kúasmala með Adda og vika- stelpu, hvert sumar fram að fermingu, varla meira en mat- vinnungur en þú sást til þess að ég fékk kaup og var ég ekki lítið roggin í fyrsta skipti að koma með rófupoka og peninga heim yúó' sumarvistinni, Aldrei fór ég í vorskóla né í haustskóla sem kallað var því svo lá mér á að komast fram eftir og ekki að tala um að fara fyrr en eftir sláturtíð því þú lést mig hafa embætti, að halda í hjá þér þegar þú ristir ristla í lundabaggana. Elsku Jóna mín, þú varst vel gefin, víðlesin og skemmtileg í rökræðum með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Þú hafðir afar fallega rithönd og skrifaðir fallegt kjarn- yrt mál, þrátt fyrir að þú hefðir ekki notið nema nokkurra vikna skólagöngu, varst minnug og gaman að heyra þig segja frá og kunnir alltaf sögur af okkur krökkunum. Ég sé þig fyrir mér þegar ég kom í sveitina, og stundum þegar ég kom til þín í Rristnes, þar sem þú dvaldir sfð- ustu æviárin vegna vanheilsu, þá skelltirðu á lærið og sagðir: „Ja, sjáið hver er komin.“ Elsku Jóna mín, ég og fjölskylda mín þökk- um þér tryggð og vináttu. Ásta

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.