Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 3
 ÞRIÐJUDAGVR 28.0KTÓBER 1997 - 3 FRÉTTIR Gerír tillögu lun fleiri kouur á lista Formadux Hvatar seg- ir niðurstöðu próf- kjörs sjálfstæðis- maiiiia sýua að ekkert hafi þokast í jafurétt- isátt. „Eg er auðvitað mjög ósátt við hlut kvenna í prófkjörinu og mér er ómögulegt að skilja þetta. Ég átti von á því að hlutur kvenna yrði meiri en þetta enda lít ég svo á að þær séu jafn miklar hæfi- leikaverur og karlmenn. Það kemur hins vegar í Ijós í þessu prófkjöri að karlar vantreysta konum í stjórnmálum. Konur komast ekkert áfram í stjórnmál- um nema karlar styðji þær líka frekar en að þeir komast ekki áfram án stuðnings kvenna. Og höfum við konur ekki allaf stutt karlana í gegnutn árin? Ég tel að þeir skuldi okkur stuðning. Mér sýnist á niðurstöðu prófkjörsins um síðustu helgi að ekkert hafi þokast í jafnréttisátt, þvf miður segi ég vegna þess að ég hélt að við værum að undirbúa okkur fyrir að fara inn í nýja öld. Ef við ætlum svona inn í hana er maður ekki bjartsýnn," sagði Margrét KibtumRn i Wðín-WOM* NttOO HIUHV IMBIUHIHR Atkvæði greidd í prófkjörinu á laugardag. Kristín Sigurðardóttir, formaður sjálfstæðiskvennafélagsins Hvat- ar í Reykjavík, um prófkjörið í Reykjavík um helgina. Kjörnefnd hefur leyfi til að breyta niðurstöðu prófkjörsins vegna þess að kjörsókn var það dræm að prófkjörið er ekki bind- andi. „Ég á sæti í kjörnefnd og ég mun sko áreiðanlega bera fram tillögu um að fjölga konum í vonarsætum listans. Ég skynjaði það líka alltaf á fundum kjör- nefndar íyrir prófkjörið að hlutur kynjanna ætti að vera sem jafn- astur. Það sést líka best á þeim sem voru í framboði því þar voru 10 konur af 21 frambjóðenda,“ sagði Margrét. Hún sagði að konur í Sjálf- stæðisflokknum ættu áreiðan- lega eftir að ræða mikið um nið- urstöður próflíjörsins bæði form- lega og óformlega á næstunni. Hún sagðist hafa tekið eftir því að konur koma alltaf illa út úr prófkjörum. „Þess vegna var ég á móti próf- kjöri nú. Ég vildi að listanum yrði stillt upp eins og gert var bæði 1974 og 1990,“ sagði Mar- grét Kristín Sigurðardóttir. -S.DÓR Er ekki í kjömefnd til að afla sér vina Árni Sigfússon fékk glæsilega kosn- ingu í prófkjörinu Sáttur við hópinn „Ég er mjög sáttur við þann hóp sem kom út úr prófkjörinu,“ sagði Arni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, þegar Dagur spurði hann hvort hann teldi það veikja D-listann hve hlutur kvenna er rýr í 8 efstu sætunum. Árni Sigfússon varð í efsta sæti með 5.746 atkvæði, næstur kom Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson með 5.095, þá Inga Jóna Þórð- ardóttir með 4.559 atkvæði, Júl- íus Vífill Ingvarsson næstur með 4.502 atkvæði, Jóna Gróa Sig- urðardóttir 3.523 atkvæði, Ólaf- ur F. Magnússon 3.512 atkvæði, Guðlaugur Þór Þórðarson 3.360 atkvæði, Kjartan Magnússon 3.254 atkvæði, Eyþór Arnalds 2.249 atkvæði, Snorri Hjaltason 2.157 atkvæði, Kristján Guð- mundsson 1.869 atkvæði, Helga Jóhannsdóttir 1.795 atkvæði, Agústa Johnson 1.427 atkvæði, Baltasar Kormákur 1.274 at- kvæði og í 15. sæti varð Linda Rós Michaelsdóttir með 1.241 atkvæði. -S.DÓR Farið er að ræða imi að setja konur í 7. og 9. sæti lista Sjálf- stæðisflokksins. For- maður kjömefndar vfll ekkert segja inii breytingar. „Kjörnefnd hefur ekki komið saman eftir prófkjörið en þegar hún gerir það mun hún vega og meta útkomuna en ekki gefa út neinar yfirlýsingar fyrr en ákvörðun liggur fyrir," sagði Sveinn Skúlason, formaður kjör- nefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann var spurður hvort það yrði ekki ofur viðkvæmt ef kjör- nefnd hróflaði við listanum eins og á hann raðaðist í prófkjörinu, AUir verða að horga að minnsta kosti 10% lífeyrisiðgjald og skatturinn á að fylgj- ast með því að það sé gert, samkvæmt sam- komulagi sem tókst um helgina í Hfeyris- sjóðadeflunni. Samkomulag tókst um helgina enda þótt nefndin hafi leyfi til þess þar eð innan við 50% félags- bundinna tók þátt í því? „Auðvitað er það mjög við- kvæmt en maður er ekki í kjör- nefnd til að afla sér vina heldur til að skila af sér góðum lista," sagði Sveinn. Hann sagðist ekki getað sagt neitt meira á þessari stundu um hvers væri að vænta af kjör- nefndinni. Hann sagðist vilja láta einhverja daga líða þannig að menn gætu jafnað sig eftir slag- inn áður en kjörnefnd tekur sín- ar ákvarðanir. Lítil þátttaka Eftir prófkjörið til borgarstjórnar 1994 voru allir þeir sem ekki náðu 50% atkvæða í prófkjörinu, teknir af listanum. Sveinn vildi ekkert segja til um hvort þessi regla yrði Iátin gilda nú. Það væri um breytingar á Iífeyrissjóðakerfi landsmanna, eftir harðar deilur samtaka vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Nefnd sem fjármála- ráðherra skipaði í vor hefur skilað af sér sameiginlegri niðurstöðu, þótt um tíma hafi ekki litið út fyr- ir það. Það segir Grétar Þor- steinsson, forseti Alþýðusam- bandsins og einn nefndarmanna, skipta mestu máli. „Það tókst að lenda málinu sameiginlega, sem segir okkur að næstu árin verður væntanlega friður um lífeyrismál- in. Það er ákaflega mikilvægt." alfarið ákvörðun kjörnefndar hvað yrði gert. Ef þessi regla yrði látin gilda núna myndu allir frá 9. sæti og aftur úr falla af listanum sem prófkjörið skilaði af sér. Það fór ekkert á milli mála þegar rætt var við sjálfstæðis- menn í gær að þeir eru mjög óá- nægðir með hlut kvenna í vonar- sætum listans. Dagur hefur fyrir því heimildir að þegar sé farið að ræða um að kjörnefnd setji kon- ur í 7. og 9. sæti listans. Þá yrði leitað að sterkum konum sem ekki tóku þátt í prófkjörinu. Ef svo fer myndi Guðlaugur Þór fara úr 7. sæti í 8. og Kjartan Magnússon úr 8. sæti í 10. Þá hafa sjálfstæðismenn áhyggjur af því hve Iítil þátttaka var í prófkjörinu. Af 15.100 á kjörskrá kusu aðeins 6.348 í prófkjörinu. -S.DÓR Allir verða að greiða sitt 10% iðgjald og gert er ráð fyrir því að skatturinn fylgist með því að það sé gert. Lágmarksiðgjaldið verð- ur sem sagt 10%, en lífeyrissjóð- irnir geta hver fyrir sig ákveðið að hluti þess verði séreign sjóðfé- laga. Þá hefur ríkisstjómin tilkynnt að lögum um tekju- og eignaskatl verði breytt og heimildir til skattafrádráttar vegna lífeyrisið- gjalda rýmkaðar úr 4 í 6%. - VJ Samkomulag um lífeyrismál Seinkim mótmælt Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu mótmæla harð- lega þeim fyrirætlunum sam- gönguráðherra að fresta endur- bótum á Reykjavíkurflugvelli. Stjórn samtakanna telur að með þessu sé öryggi farþega og flug- umferð stefnt í hættu. Þá telur stjórnin að með ákvörðun um seinkun framkvæmda sé Halldór Blöndal samgönguráðherra að ganga á bak orða sinna um að fresta framkvæmdum um eitt ár. Halldór Blöndal segir endur- bætur á Reykjavíkurflugvelli vera forgangsmál. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi ekki geng- ið frá skipulagi flugvallarins og fyrr sé ekki hægt að bjóða verkið út. Hann segir að verkefni af þessari stærð verði að bjóða út á evróska efnahagssvæðinu og því hafi hann ákveðið að það yrði gert á næsta ári. I framhaldi af því sé gert ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist 1998. Hann segir mörg brýn verkefni liggja fyrir og ekki sé hægt að taka frá fjármuni til verkefna sem ekki eru tilbúin til útboðs. Hlutina verði að vinna í réttri röð. hh Símiim lækkar og hækkar Póstur og sími hefur ákveðið að gera landið allt að einu síma- gjaldsvæði. Það þýðir að Iang- línusímtöl lækka úr 4,15 kr. á skrefið í 1,99 kr., en innanbæj- arsímtöl hækka úr 1,11 í 1,99 kr. Að meðaltali er um 22% Iækkun að ræða. Þá Iækka símtöl til útlanda á þann hátt að næturtaxti til Evr- ópu tekur gildi kl. 19 í stað kl. 21 og skrefin til Bandaríkjanna lækka úr 71 kr. í 54 krónur. ísland hætti reísiadgerdum „Refsiaðgerðir sem Islendingar taka þátt í gegn Irak refsa röngu fólki,“ segir Sabah Al-Mukhtar, starfandi lögfræðingur í Bret- landi og sérfræðingur um mál- efni Arabaríkja. Hann er staddur hér á landi og vill að íslendingar noti það góða orð sem þeir hafa á alþjóðlegum vettvangi til að vekja athygli á sárri neyð írösku þjóðarinnar, sem nú er refsað fyrir innrás herja Saddams Husseins í Kúvæt. „ÖII þjóðin þjáist, þetta er hóprefsing sem jafnast á við þjóðarmorð,“ segir Sabah Al-Mukhtar. Hann hvet- ur lslendinga til að virða skuld- bindingar sfnar og tala máli fórnarlambanna. Hann flytur erindi um Irak og viðskipta- bannið í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.