Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 9

Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 9
X^ur ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 - 9 uppúr syði þegar upplýsingum var lekið til fjölmiðla. Hafðar voru uppi ásakanir um að pólitískir samsærismenn hefðu viljað koma í : Ingibjargar Sólrúnar Gfsladóttur, borgarstjóra í Reykjavík, í kjaradeilunni. - mynd: pjetur skugga verkfalls klukkustundir. Þar komu fram þær skoðanir að tilboðið sem þá stóð gengi í raun lengra en inni- stæða væri fyrir hjá mörgum sveit- arfélögum og útilokað að fara lengra. Þær raddir heyrðust að nóg væri komið. Þarna var enn talað um vinnutíma og „skólasýn til framtíðar“ og hvort möguleiki væri að fá ákvæði um slíkt inn í samningana. Samninganefndin taldi útilokað að kynna þau systk- in til sögunnar á þessu viðkvæma stigi. Það varð niðurstaða á þess- um fundi að Ieggja ætti fram launatilboð á sunnudegi sem gengi enn lengra en það sem áður hafði komið fram. „Allt til að forðast verkfall“ sagði einn bæjar- stjóranna í viðtali við Dag í gær. Hann segir að laugardagsfundur- inn hafi ráðið úrslitum um fram- vindu mála og höggvið á þann hnút sem viðræður voru komnar f. „Þetta var úrslitatilraun til að semja.“ En ekki tókst það þrauta- laust: Þegar fundinum lauk voru gögn sem kynnt höfðu verið á fundi launanefndar fyrr um dag- inn komin í prentun á útsíðu Morgunblaðsins. Sýður uppúr Kennurum var stórlega brugðið við þessa frétt, sem var næsta sak- leysisleg miðað við mikilvægi yfir- vofandi verkfalls. Einn viðmæl- enda Dags úr röðum sveitarstjórn- armanna sagði um það efni: „Hvað gerir það til að koma upp- lýsingum á framfæri?“ En það voru ekki upplýsingar sem hent- uðu kennurum í stöðunni, kæmi til verkfalls. Þær hentuðu ekki heldur þeim sem höfðu fengið launanefndina og forystumenn sveitarfélaganna til að hækka enn tilboð sitt. Þar á meðal borgar- stjóranum í Reykjavík. A blaða- mannafundinum á sunnudags- morgni kom Eiríkur Jónsson sök- inni á einhverja ótilgreinda sam- særismenn sem vildu koma í veg fyrir að borgarstjóri næði árangri með frumkvæði sínu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir: „Þetta eru fráleitar og ósmekklegar ásakanir hjá for- manni Kennarsambandsins.“ Hann segir að allir hafi unnið að heilindum að málinu hvar í flokki sem þeir standa. A hitt ber hins vegar að líta að margir viðsemjenda kennara töldu sig vera komna alltof langt og vildu búa í haginn fyrir áróðurs- stríðið, sem óhjákvæmilegt yrði í verkfallinu. Nýtt tilboö á suimudag Samkvæmt heimildum Dags fór tilboðið upp í rúm 30% þegar kennarar komu loks til samninga- funda í hádeginu á sunnudag. Nægilega mildð yfir 30% til að hægt væri að segja með sannfær- ingarkrafti að sá sálræni þröskuld- ur sem hafði verið yfirstiginn skipti máli. Frétt Ríkisútvarpsins kl. 19 á sunnudagskvöld var því beinlínis röng, þar sem hermt var að nánast ekkert hefði þokast í málinu. Þá voru kennarar að und- irbúa gagntilboð, sem fór með þeirra kröfur niður fyrir hin sál- rænu mörkin: 40 prósentin. Samningsaðilar voru þá komnir á sama prósentutuginn þegar verk- fall skall á. Tilboð sáttasemjara, sem kom fram á mánudags- morgni, gat því orðið. Þrautir Taugastríðið hélt þó áfram vegna fréttaflutnings: Meðan samnings- aðilar lágu yfir sáttatilboði ríkis- sáttasemjara komu þær fréttir á Bylgjunni klukkan 12 að Reykja- víkurborg væri tilbúin að setja sig úr samfloti með sveitarfélögunum og hækka sig í 35%. Fyrri efnislið- urinn hefði verið ómögulegur og sá síðari því ekki byggður á nein- um forsendum. En þetta setti allt úr skorðum í Karphúsinu um tíma og kostaði sálgæslu og hugarró að ná mönnum niður aftur - til að semja - síðdegis í gær. — Vj/sjH Bubbi á toppiim Hin nýja plata Bubba Morthens, Trúir þú á engla, er komin í efsta sætið yfir mestu seldu plöturnar í verslunum Skífunnar. Konungur- inn sjálfur ryður þar með úr sæti plötu prisessunnar, Bjarkar Guðmundsdóttur, Homogenic, sem vermt hefur toppsætið að undanförnu. Onnur mest selda platan hjá Skífunni þessa dagana er platan Portishead með samnefndri sveit og platan Pottþétt 9 er í þriðja sætinu. Afmælisrit Brautarholtsskóla Stafrænt afmælisrít Brautarholtsskóla á Skeiðum hefur verið gefið út á heimasíðu skólans á Alnetinu. Slóðin að síðunni er http://rvik.is- mennt./~brautarh~ og er þar að finna margvíslegt efni um skólann í tilefni af tímamótunum, en skólinn varð 60 ára árið 1993 og afmæl- isritið er að koma út nú. I ritinu eru myndir og frásagnir af starfi í skólanum á ýmsum tímum. „Kostur við stafrænt afmælisrit er að sí- fellt er hægt að bæta við efni. Þannig getur slík skólaheimasíða ver- ið lifandi saga og upplýsingabrunnur í stöðugri endurskoðun,“ segir í frétt frá skólanum. — SBS Karl vígður í nóvember Ákveðið hefur verið að Karl Sigurbjörnsson, verðandi biskup, verði vígður í Dómkirkjunni 23. nóvember nk. til embættis. Ólafur Skúla- son mun þó gegna embættinu formlega til áramóta. — BÞ )ttffú Bmuma&mn min ? W ert... HIv ífasi, með qóða kímnigáfu. Romantískjákvasð og brosmild. A bilinu 27-39 ára. Mig langar til að kynnast þár. Götumynd frá 6anta Barbara Ég hef hljóðritað kveðju til þín og frekari upplýsingarum sjáifan mig. Líka lanaar mig til að senda þér bréf -ef þú hringir í annað hvort síma- númerið og leggur inn nafnþitt og heimiiisfang munu starrs- mennRTSsendaþér bréfmittumhæl Ég vonast til að heyra frá þér. KveðÍa> Peter Rómantískur, háttvís, glaðlyndur. Stjórnarformaður og eigandi að storu útgáftrfyrirtaéki. Ðúsettur í Santa Barbara, California en með annað heimili á Hawaii. Yfirlltsfnymi, 5anta Ðarbara Pú hringir í petta mímar 570-7769 Rauða Torgid - &t«fnumót 905-5000 lcr. &6,50 mín

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.