Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 2
2 -ÞRIÐJVDAGVR 28.QKTÓBER 1997 FRÉTTIR ro^tr „Tvetm viðbótaránun ótrúlega vel varið“ Mannraunirnar í Gvalemata hafa hert Einar Ágústsson, sem iék sér að því að útskrifast með þrjár háskólagráður fyrir helgina. Það gefur miMim styrk að hafa þeirnan breiða bak- gruim, segir Einar Ágústs- son, sem brautskráðst hef- ur með sex háskólagráður. „Menn taka háskólagráðu venjulega á þrem árum, en ég hef verið fimm. Eg var eitt misseri í Danmörku og annað í Þýskalandi, hef verið í fjórum háskól- um, lokið 350 einingum og er með 6 háskólagráður og góðar einkunnir í þeini öllum. Eg tel þessum tveim við- bótarárum þannig ótrúlega vel varið,“ svaraði Einar Agústsson, sem braut- skráðist fyrir helgina úr þremur grein- um í IIÍ: BA í heimspeki, hagfræði og viðskiptafræði, til viðbótar þrem á sl. vori: BS í tölvunarfræði, stærðfræði og eðlisfræði. „Eg hef áhuga á stjórnun," svarar Einar spurður um framtíðaráformin. „Eg ætla að snúa mér að meistaranámi í alþjóðastjórnun í Bandaríkjunum eftir áramótin. Þetta er mjög alþjóð- legt, þar sem ég verð að hluta til í Jap- an og að hluta í Frakklandi, og hugsan- lega í Kína. Síðan ætla ég að sjá til, fer e.t.v. í doktorsnám í Evrópu." Eðlisfræðm leiðinlcgust undir lokin Einar segir mikinn styrk að hafa þenn- an breiða bakgrunn. „Tölvutækni verð- ur ein af undirstöðugreinum næstu aldar. Þetta er ung grein, ákaflega skemmtileg og gráða í tölvunarfræði gefur mér gríðarlegt forskot. Heim- spekin gefur manni húmanískan bak- grunn, sem er mjög mikilvægur þáttur í mínu lífi. Hagfræðin sýnir manni hvernig þjóðfélagið virkar í heild. Við- skiptafræðin er öllum mjög gagnleg í atvinnulífinu. Stærðfræðin, með töl- fræði og rökhugsunin, nýtist bæði beint og óbeint og er undirstaða bæði tölvunarfræði og eðlisfræði. Eðlisfræð- in nýtist mér e.t.v. síst af þessum sex greinum og var kannski sú grein sem var leiðinlegust undir lokin.“ „Að taka námið með þessum hætti FRÉTTAVIÐ TALIÐ var líka skynsamlegt varðandi tungu- málanámið," segir Einar. Til viðbótar ensku, dönsku og þýsku er hann nú læra spænsku, sem hann er kominn vel á veg með. „Frönskuna ætla ég að taka samhliða meistaranáminu.11 Náð sér 100% Einar segist hafa náð sér 100% eftir erfiða lífsreynslu í regnskógum Gvatemala. „Ég var svo heppinn, er raunar alltaf heppinn, að þessu fylgdu engin andleg vandamál, engir vondir draumar eða annað. Eg missti aftur á móti allt líkamlegt þrek, en hef nú náð því að fullu upp aftur." - HEI í heita pottinum er mikið rætt um prófkjör sjálfstæð- ismanna og flestum kotn á óvart hversu lítið niður- stöðurnar komu á óvart. Einn pottverji benti á að „Anna og andlitið" hefðuaugljóslega misst andlitið á laugardaginn - pólitíska andlitið í það minnsta... Og mönnum þóttu sjálf- stæðismenn taka illa á móti fína og fræga fólkinu, því auk Önnu náðu þau ekki verulegum árangri Baltazar Kormákur, Eyþór Araalds eða Ágústa Johnson. Einn hafði eftir Helga Hjörvar al- þýðuhandalagsmanni að það væri sitthvað gæfa og gjörvileiki og sitt hvað Jolmsen ogjohnson... Aksjón-sjónvarp á Akureyri hóf göngu sína á laugardag- iun og segja menn í pottin- um norðan heiða að þar hafi komið frain litrófið allt, hæði það sem vel tókst og eins góður skammtur af mistökum. Þannig segja menn að útsending hafi haf- ist mun fyrr en til stóð þegar sent var út frá opn- unarveislunni án þess að Aksjónmenn sjálfir vissu af því. Indverjhm sem varð landsfrægur þegar Stöð 2 fór af staó kom þó ekld fram í út- sendingum Aksjón, en Pctur Pétursson heilsu- gæsiulæknir var í viðtali og gerði stormandi lukku í bænum - ekki síst f ádeilu sinni á vaxtar- ræktarstöðvar. Péfur sagði þær okra á fólki með samviskubit en hefðu ekkert mcð heilsu að gera... \_______ MargrétPála Ólafsdóttir leikskólastjóri. Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs féll Margréti Pálu í skaut, en hún hefur staðið fyrír uppeldisaðferð- um sem byggja á að gefa kynjunum færí á að þroskast á eiginforsepdum. MLnnka það sem kynin fara á mis við — Hvaða þýðingu hafa verðlaun sent þessi fyrir starfsemi ykkar? „Þetta hefur ótrúlega mikla þýðingu bæði fyrir mig og leikskólann Hjalla, en þó fyrst og fremst fyrir aðferðafræðina, það er að segja kynjaskiptinguna. Verðlaunin eru í mínum huga brýning og hvatning því skóla- fólki sem ekki hefur enn verið tilbúið til að skoða þessa aðferð faglega og leggja á hana mat, heldur ýtt henni frá sér með fordóm- um og íhaldssemi. Þessi hvatning er mér einstakt gleðiefni, því í tíu ár hef ég trúað því að kynjaskipting- in sé áhrifamesta aðferð sem við getum brúkað til aukins jafnréttis í skólum. Verð- launin skipta mig máli sem fagmanneskju og þau ættu að opna dyr til frekari þróunar og rannsókna. Þau skipta líka miklu máli fyrir leikskólann Hjalla sem hefur fóstrað þessa hugmynd í átta ár.“ — Þessi aðferð byggir á þvt að veita kynj- tinutn aðgang að þvt settt þau fara á mis við í daglegu umhverfi stnu? „Jú, ef við einföldum málið viljum við veita báðum kynjum uppbót fyrir það sem þau hafa verið svikin um í krafti kynferðis, en um leið gefum við báðum kynjiun JmM á sams konar verkefnum og starfi. Kynjaskipt- inginer þó ekki algjör heldur mætast kynin daglega og þjálfa jákvæð samskipti sín á milli." — Fyrstu börnin sem fengu þetta u-pp- eldi eru að verða stálpuð. Hefurðu fylgst með þeim? „Eg hef ekki átt þess kost, en ég hef heyrt jákvæðar raddir frá foreldrum og kennurum og ég veit að börnin mín eru verulega sam- skiptaflink þegar þau fara héðan. Eg er núna í undirbúningi að skólarannsókn til að meta gengi Hjallabarnanna í grunnskóla og ég vona að eftir veturinni liggi einhverjar niðurstöður fyrir." — Þessi hugmynd hefur ekki verið sam- þykkt alls staðar. Finnst þér að fordómar hafi ríkt í hennar garð? „Svo sannarlega. Sérstaklega í upphafi var það hið ríkjandi viðhorf sem hefur þó dreg- ið úr, enda hlutirnir sannað sig og fleiri komið og tekið þátt. I upphafi, var engin fyrirmynd að kynjaskiptu leikskólastarfi til að vitna í, þannig að fáfræði og fordómar ríktu. Ég held því að verðlaunin hafi mikla þýðingu, þvf ef skólafólk kemur að hug- mynrkinum fagiega og fordómalausE-þáiief ég engar áhyggjur af niðurstöðunni." — Er þessi aðferð hugsuð til að vega upp á móti félagsmótun sem er úti í samfélag- inu eða líturðu svo á að kynin sé erfða- fræðilega óltk? „Ég hef gert það upp við mig fyrir löngu að það getur enginn svarað því í dag hvers vegna við erum jafn ólík og við erum. Eg er hins vegar sannfærð um að það skiptir minnstu máli. Börnin birta sig svona ólíkt og þau haga sér ólíkt og mín hugmynd geng- ur út á það að vinna jöfnum höndum að því að gefa þeim frið á eigin forsendum; leyfa strákum að vera strákar og stelpum stelpur með öllu sem því fylgir, en bæta jafnframt fyrir þá félagsmótun sem afliendir stúlkum aðeins suma eiginleika og drengjum allt aðra.“ — Hugmyndin gengur með öðruitt orð- uttt út á að minnka það sem þau fara á mis við, ett ekki að breyta þeim í sjálfu sér? „Einmitt, að minnka það sem þau fara á mis við, en leyfa þeim að öðru leyti að vera jjað sem þau eru þannig að þau gjaldi ekki fyrir kyn sitt, heldur mætist á jákvæðum nótuœ2‘ ^ --------

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.